Búnaðurinn í tvö þúsund verksmiðjum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. mars 2018 08:09 Hjalti Þórarinsson tók við starfi framkvæmdastjóri Marel Innova síðasta haust eftir að hafa starfað í yfir áratug hjá Microsoft í Bandaríkjunum þar sem hann leiddi meðal annars viðskiptaþróun tæknirisans á sviði gervigreindar. Vísir/Anton Verðmætin sem tæknifyrirtækið Marel skapar verða í auknum mæli til í hugbúnaðarhluta fyrirtækisins, að sögn Hjalta Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Marel Innova, sem framleiðir samnefndan hugbúnað fyrir stærstu matvælavinnslur heims. „Einn viðskiptavinur okkar lýsti því svo að hann gerði ráð fyrir að 75 prósent af verðmætunum komi til vegna hugbúnaðarins en 25 prósent vegna vélbúnaðar í framleiðslulínum. Það er ólíkt því sem áður var. Sérstaða Marels hefur ávallt falist í vélbúnaðinum en við getum náð forskoti – og breytt um leið hvernig matvælageirinn virkar – í hugbúnaðinum,“ segir Hjalti í viðtali við Markaðinn. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, sagði í viðtali við Viðskiptablaðið í febrúar í fyrra að félagið væri í auknum mæli að verða hugbúnaðarhús. „Áherslan síðustu tuttugu árin hefur verið lögð á að ná fram hagræði í verksmiðjunum. Áherslan næstu tuttugu árin verður á hagræðingu á skrifstofunni,“ sagði forstjórinn. Hjalti tekur undir þetta. „Það kom mér á óvart þegar ég flutti aftur til Íslands síðasta haust að Marel væri ekki þekkt hér á landi sem hugbúnaðarfyrirtæki. Ég held það séu ekki margir sem geri sér grein fyrir því að innan Marels er 170 manna geysisterkt hugbúnaðarteymi sem býr til mikil verðmæti og er í örum vexti. Ég myndi telja að Innova sé eitt af merkilegri hugbúnaðarþróunarverkefnum í heiminum í dag,“ nefnir Hjalti. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Innova síðasta haust eftir að hafa starfað í yfir 11 ár hjá tæknirisanum Microsoft í Seattle, þar sem hann leiddi meðal annars viðskiptaþróun fyrirtækisins á sviði gervigreindar. Hann stofnaði á námsárum sínum rétt fyrir síðustu aldamót Dímon hugbúnaðarhús ásamt Georg Lúðvíkssyni, sem stýrir nú Meniga, og Guðmundi Hafsteinssyni, sem leiðir vöruþróun hjá Google Assistant, og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins til ársins 2004. Marel hefur um nokkurt skeið verið í fararbroddi á heimsvísu í þróun hátæknibúnaðar sem notaður er til vinnslu á kjöti, kjúklingi og fiski, allt frá slátrun til pökkunar. Á undanförnum árum hefur félagið lagt aukna áherslu á Innova-hugbúnaðinn. Með honum getur starfsfólk verksmiðja stýrt vinnsluferlinu eftir upplýsingum sem kerfið aflar í rauntíma. Gerir hugbúnaðurinn starfsfólkinu þannig kleift að haga framleiðslunni á sem hagkvæmastan máta og jafnframt að bregðast skjótt við vandamálum sem kunna að koma upp. Er talið að hvert prósentustig í bættri nýtingu geti árlega skilað milljónum dala í stórum verksmiðjum.Verkefnið að bæta framleiðni „Verkefni okkar,“ útskýrir Hjalti, „er að bæta framleiðni hjá matvælaframleiðendum og tryggja rekjanleika og gæði þeirra vara sem þeir framleiða. Þetta gerum við með því að tengja hugbúnað okkar við tugi ef ekki hundruð tækja á framleiðslugólfinu. Hugbúnaðurinn greinir, myndar, vigtar og verkar vöruna, hvort sem það er kjöt, kjúklingur eða fiskur, af nákvæmni og gerir þannig framleiðendum kleift að safna saman og greina gögn úr hverju skrefi framleiðslunnar. Hugbúnaðurinn tengist líka hlutum út fyrir verksmiðjuna, til dæmis skipum, kjúklingabúum eða kjötverksmiðjum, og getur þannig tryggt rekjanleika allt frá uppruna.“ Hjalti útskýrir að þó svo að Marel sé hvað þekktast fyrir vélbúnað, sem notaður er á öllum stigum framleiðslulínunnar, þá hafi fyrirtækið ávallt framleitt hugbúnað. „Það var hugbúnaður í fyrstu vogunum sem tryggði að þær gæfu rétt gildi úti á ólgusjó. En frá árinu 1994 hefur Marel séð sér hag í því að tengja saman alla framleiðslulínuna þannig að hægt sé að ná fram meiri hagkvæmni og rekjanleika. Það ár – mörgum árum áður en fólk fór að tala um hlutanetið (e. Internet of Things) – tengdi fyrirtækið saman 150 tæki í verksmiðju í Suður-Afríku. Það er það sem við gerum. Við tengjum saman tæki í verksmiðjum og veitum þannig framleiðendum heildaryfirsýn yfir framleiðslulínuna. Það hjálpar þeim að tryggja að vigtin sé rétt, nýting hráefnisins hámörkuð og gæðin góð í öllu ferlinu. Í dag má finna hugbúnað okkar í um tvö þúsund verksmiðjum um allan heim. Allir stærstu matvælaframleiðendur heimsins eru í viðskiptum við okkur. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og starfa nú um 170 manns við sölu, þjónustu og þróun hjá okkur. Við stefnum að því að tvöfalda starfsmannafjöldann í hugbúnaðarþróun á þessu ári. Við ætlum að sækja fram af krafti. Þörfin í matvælageiranum á þjónustu eins og Marel Innova getur boðið upp á, það er að tengja saman vélbúnað og hugbúnað, er mikil. Bæði hafa kröfur neytenda og stjórnvalda til rekjanleika og gæða vara aukist verulega og þá finna framleiðendur þörf fyrir að geta framleitt með sem minnstum tilkostnaði. Ef við getum aðstoðað viðskiptavini okkar við að ná fram meiri hagkvæmni gætum við þannig haft veruleg áhrif á heimshagkerfið.“Segir tækifærið einstakt Aðspurður segir Hjalti sóknarfæri Innova tvíþætt. „Annars vegar felast þau í því að veita viðskiptavinum okkar meiri innsýn í framleiðsluna. Við hyggjumst fjárfesta verulega á þessu ári í gervigreind, skýjaþjónustu og vélrænu gagnanámi (e. machine learning) þannig að viðskiptavinir okkar geti fengið betri innsýn í gögnin og að þeir skilji betur hvað það er í framleiðsluferlinu sem hefur áhrif á gæði vörunnar.“ „Mörg framleiðslufyrirtæki, sér í lagi í fiskiðnaðinum, þurfa að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. Þau fá kannski inn pantanir á fyrsta degi, framleiða á öðrum degi og afhenda vöruna á þriðja degi. Þeirra viðskiptavinir vilja margir breyta pöntunum sínum á öðrum degi og það getur skapað mikinn vanda og aukið kostnað fyrirtækjanna. Eins getur veðrið breyst frá degi til dags og verð lækkað á mörkuðum, svo dæmi séu tekin. Allt þetta getur leitt til þess að pantanir breytast.“ Með því að tengja hugbúnaðinn betur út fyrir verksmiðjuna og út í virðiskeðjuna í báðar áttir, til dæmis inn í verslanir, við flutningafyrirtæki eða upprunann á hráefninu, þá getum við spáð með nákvæmari hætti fyrir um það hvað muni breytast á degi tvö. Með þeim hætti getum við hjálpað viðskiptavinum við að finna út hvernig þeir ættu að haga framleiðslunni með tilliti til breyttra aðstæðna.“ Höfuðstöðvar Marels á Íslandi í Garðabæ. „Hitt sóknarfærið felst í því að færast nær viðskiptavinum í matvöruverslunum og veita þeim upplýsingar um gæði vöru þegar þeir skanna strikamerki hennar í símanum sínum. Við vitum hvaðan varan kom og hvernig hún hefur verið unnin og eins höfum við upplýsingar um hvað þúsundir manna, sem hafa keypt sömu vöru frá sama uppruna, hafa gefið vörunni í einkunn.“ „Ég starfaði hjá Microsoft í ellefu ár, meðal annars við Xbox og Microsoft, áður en ég tók til starfa hjá Marel. Síðustu tvö árin vann ég með stórfyrirtækjum um allan heim þar sem við vorum að reyna að nýta gervigreind til þess að búa til virðisskapandi vörur.“ „Ég hóf störf hjá Marel síðasta haust og áttaði mig þá á því hvað tækifærið er einstakt. Það eru afar fá fyrirtæki sem hafa svo mikla innsýn í gögn sem hægt er að breyta í verðmæti. Við búum yfir ógrynni af gögnum um matvælaframleiðsluna á heimsvísu og þegar við getum tengt hugbúnaðinn út fyrir verksmiðjur komumst við í stöðu sem enginn annar er í til þess að hafa raunveruleg áhrif á gæði og framleiðslukostnað matvæla.“Kerfið þarf að vera öruggt Verkefni Marel Innova eru eins mismunandi og þau eru mörg. Hjalti segir að stærstu viðskiptavinirnir eigi tugi verksmiðja og þá sé það verkefni Innova að veita fyrirtækjunum yfirsýn yfir framleiðsluna í öllum verksmiðjunum. „Auðvitað skiptir það miklu máli að vélarnar séu í góðu standi en það er ekki síður mikilvægt að hugbúnaðurinn geti haldið utan um allt framleiðsluferlið, sem getur verið afar umfangsmikið hjá stærstu framleiðendunum.“ Hann segir að fyrirtækið sé að miklu leyti að leysa flóknari vandamál í gagnagreiningu en gert er í bönkunum. „Við erum að vinna með margfalt magn þeirra gagna sem flæða inn í bankana á hverjum degi. Umfangið hjá okkur gerir það að verkum að kerfið þarf að vera fyllilega öruggt. Kerfið má ekki hætta að virka ef einhver vandi kemur upp. Það þýðir ekkert. Í raun þurfum við að setja kerfið upp líkt og um bankakerfi væri að ræða, þar sem við tryggjum að hver einasta færsla er skráð og að kerfið fari ekki á hliðina þótt það komi upp einhver vandamál.“ Innova starfar – líkt og Marel – um allan heim. Hjalti segir að aðeins lítill hluti tekna komi frá Íslandi, eða um eitt prósent veltunnar. „Við eigum í viðskiptum í flestum löndum heims þar sem finna má einhverja hátæknimatvælaframleiðslu. Við höfum sett upp hugbúnaðarkerfið okkar í um tvö þúsund verksmiðjum. Þær voru um 1.800 talsins á síðasta ári þannig að segja má að við séum að bæta við okkur allt að einni verksmiðju á dag. Við vinnum náið með viðskiptavinunum, hjálpum þeim að setja upp kerfið og ráðleggjum þeim hvernig þeir geti hámarkað framleiðnina.“Sum lönd eftir á í tækninni Flestir viðskiptavinir Marel Innova eru í Evrópu og Bandaríkjunum en félagið hefur auk þess haslað sér völl í öðrum heimsálfum og einnig í meira framandi löndum, líkt og í Namibíu, Úrúgvæ og Brasilíu. „Í Suður-Ameríku og Asíu eru mikil tækifæri. Framleiðendurnir þar eru aðeins eftir á í hátækni- og hugbúnaðarvæðingunni. Um leið og þeir fara að fjárfesta af meiri mæli í sjálfvirkni og tækni skapast mikil vaxtartækifæri. Í þessum heimsálfum felst verkefnið okkar aðallega í því að aðstoða matvælaframleiðendur við að tileinka sér tæknina á meðan hlutverk okkar í Bandaríkjunum og Evrópu snýr meira að því að gera verksmiðjur, sem búa þegar við nútímatækni, hagkvæmari. Sem dæmi geta verkefni okkar í Suður-Ameríku falist í einföldum hlutum á borð við að mæla hitastig og halda utan um það sem fer í gegnum verksmiðjur. Á sama tíma vinnum við að því í Bandaríkjunum að tengja saman fjöldann allan af matvinnsluvélum í tugum flókinna verksmiðja.“ Viðskiptavinir Innova séu þannig afar mislangt á veg komnir í tæknivæðingunni. Hjalti segir þó ávinninginn af tækninni það mikinn að á endanum verði framleiðendur að stíga markviss skref í þá átt. Auk þess geri stjórnvöld í mörgum ríkjum, sér í lagi í Evrópuríkjum og Bandaríkjunum, strangar kröfur til rekjanleika og gæða matvæla. „Ef framleiðendur vilja selja vörur inn á markaði þessara ríkja verða þeir að uppfylla þessar kröfur. Hugbúnaðurinn okkar getur hjálpað þeim að lækka þröskuldinn. Til þess að bregðast við ströngum kröfum neytenda og stjórnvalda hefur lausn margra minni matvælaframleiðenda falist í því að vera yfirteknir af stærri framleiðendum til þess að ná fram stærðarhagkvæmni. En með okkar hugbúnaði geta þessi fyrirtæki náð fram hagkvæmni án þess að vera seld til stærri fyrirtækja og missa þannig sérstöðuna sem felst í því að vera „lókal“-framleiðandi.“Mannauðurinn veitir forskot Hjalti nefnir að Marel hafi ákveðið samkeppnisforskot þegar komi að mannauði, enda eigi fyrirtækið auðvelt með að ráða til sín hæfileikaríkt fólk sem hefur þekkingu á matvælageiranum. Það sé ólíkt mörgum tæknifyrirtækjum, til dæmis í Kísildalnum, þar sem starfsfólk þekkir lítið til geirans. „Hér á landi þekkir fólk sjávarútveg og matvælageirann. Það hefur alist upp við sjóinn og skilur hvað það er erfitt að ná í afurðina og vinna hana. Auk þess hafa margir hér á landi starfað í bönkum við að greina gögn. Þekkingin er því tvímælalaust fyrir hendi.“ Spurður um samkeppnina á mörkuðum svarar Hjalti því til að hún sé hörð en að Innova sé að mörgu leyti í einstakri stöðu. „Það sem mörg hugbúnaðarfyrirtæki, sem fara inn á markaðinn, skortir er að þau hafa ekki þessa tengingu við framleiðslutækin eins og við. Og það sama má segja um vélbúnaðarframleiðendurna sem eru í samkeppni við Marel. Þeir búa ekki við eins sterka hugbúnaðardeild og Marel. Það er þessi samblanda af vélbúnaði og hugbúnaði sem veitir Marel og Innova einstakt samkeppnisforskot. Við ætlum okkur að nýta það.“ Auk þess nefnir Hjalti að afar fáir, ef nokkrir, keppinautar Innova hafa starfað við hlutanetið allt frá árinu 1994. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Verðmætin sem tæknifyrirtækið Marel skapar verða í auknum mæli til í hugbúnaðarhluta fyrirtækisins, að sögn Hjalta Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Marel Innova, sem framleiðir samnefndan hugbúnað fyrir stærstu matvælavinnslur heims. „Einn viðskiptavinur okkar lýsti því svo að hann gerði ráð fyrir að 75 prósent af verðmætunum komi til vegna hugbúnaðarins en 25 prósent vegna vélbúnaðar í framleiðslulínum. Það er ólíkt því sem áður var. Sérstaða Marels hefur ávallt falist í vélbúnaðinum en við getum náð forskoti – og breytt um leið hvernig matvælageirinn virkar – í hugbúnaðinum,“ segir Hjalti í viðtali við Markaðinn. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, sagði í viðtali við Viðskiptablaðið í febrúar í fyrra að félagið væri í auknum mæli að verða hugbúnaðarhús. „Áherslan síðustu tuttugu árin hefur verið lögð á að ná fram hagræði í verksmiðjunum. Áherslan næstu tuttugu árin verður á hagræðingu á skrifstofunni,“ sagði forstjórinn. Hjalti tekur undir þetta. „Það kom mér á óvart þegar ég flutti aftur til Íslands síðasta haust að Marel væri ekki þekkt hér á landi sem hugbúnaðarfyrirtæki. Ég held það séu ekki margir sem geri sér grein fyrir því að innan Marels er 170 manna geysisterkt hugbúnaðarteymi sem býr til mikil verðmæti og er í örum vexti. Ég myndi telja að Innova sé eitt af merkilegri hugbúnaðarþróunarverkefnum í heiminum í dag,“ nefnir Hjalti. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Innova síðasta haust eftir að hafa starfað í yfir 11 ár hjá tæknirisanum Microsoft í Seattle, þar sem hann leiddi meðal annars viðskiptaþróun fyrirtækisins á sviði gervigreindar. Hann stofnaði á námsárum sínum rétt fyrir síðustu aldamót Dímon hugbúnaðarhús ásamt Georg Lúðvíkssyni, sem stýrir nú Meniga, og Guðmundi Hafsteinssyni, sem leiðir vöruþróun hjá Google Assistant, og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins til ársins 2004. Marel hefur um nokkurt skeið verið í fararbroddi á heimsvísu í þróun hátæknibúnaðar sem notaður er til vinnslu á kjöti, kjúklingi og fiski, allt frá slátrun til pökkunar. Á undanförnum árum hefur félagið lagt aukna áherslu á Innova-hugbúnaðinn. Með honum getur starfsfólk verksmiðja stýrt vinnsluferlinu eftir upplýsingum sem kerfið aflar í rauntíma. Gerir hugbúnaðurinn starfsfólkinu þannig kleift að haga framleiðslunni á sem hagkvæmastan máta og jafnframt að bregðast skjótt við vandamálum sem kunna að koma upp. Er talið að hvert prósentustig í bættri nýtingu geti árlega skilað milljónum dala í stórum verksmiðjum.Verkefnið að bæta framleiðni „Verkefni okkar,“ útskýrir Hjalti, „er að bæta framleiðni hjá matvælaframleiðendum og tryggja rekjanleika og gæði þeirra vara sem þeir framleiða. Þetta gerum við með því að tengja hugbúnað okkar við tugi ef ekki hundruð tækja á framleiðslugólfinu. Hugbúnaðurinn greinir, myndar, vigtar og verkar vöruna, hvort sem það er kjöt, kjúklingur eða fiskur, af nákvæmni og gerir þannig framleiðendum kleift að safna saman og greina gögn úr hverju skrefi framleiðslunnar. Hugbúnaðurinn tengist líka hlutum út fyrir verksmiðjuna, til dæmis skipum, kjúklingabúum eða kjötverksmiðjum, og getur þannig tryggt rekjanleika allt frá uppruna.“ Hjalti útskýrir að þó svo að Marel sé hvað þekktast fyrir vélbúnað, sem notaður er á öllum stigum framleiðslulínunnar, þá hafi fyrirtækið ávallt framleitt hugbúnað. „Það var hugbúnaður í fyrstu vogunum sem tryggði að þær gæfu rétt gildi úti á ólgusjó. En frá árinu 1994 hefur Marel séð sér hag í því að tengja saman alla framleiðslulínuna þannig að hægt sé að ná fram meiri hagkvæmni og rekjanleika. Það ár – mörgum árum áður en fólk fór að tala um hlutanetið (e. Internet of Things) – tengdi fyrirtækið saman 150 tæki í verksmiðju í Suður-Afríku. Það er það sem við gerum. Við tengjum saman tæki í verksmiðjum og veitum þannig framleiðendum heildaryfirsýn yfir framleiðslulínuna. Það hjálpar þeim að tryggja að vigtin sé rétt, nýting hráefnisins hámörkuð og gæðin góð í öllu ferlinu. Í dag má finna hugbúnað okkar í um tvö þúsund verksmiðjum um allan heim. Allir stærstu matvælaframleiðendur heimsins eru í viðskiptum við okkur. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og starfa nú um 170 manns við sölu, þjónustu og þróun hjá okkur. Við stefnum að því að tvöfalda starfsmannafjöldann í hugbúnaðarþróun á þessu ári. Við ætlum að sækja fram af krafti. Þörfin í matvælageiranum á þjónustu eins og Marel Innova getur boðið upp á, það er að tengja saman vélbúnað og hugbúnað, er mikil. Bæði hafa kröfur neytenda og stjórnvalda til rekjanleika og gæða vara aukist verulega og þá finna framleiðendur þörf fyrir að geta framleitt með sem minnstum tilkostnaði. Ef við getum aðstoðað viðskiptavini okkar við að ná fram meiri hagkvæmni gætum við þannig haft veruleg áhrif á heimshagkerfið.“Segir tækifærið einstakt Aðspurður segir Hjalti sóknarfæri Innova tvíþætt. „Annars vegar felast þau í því að veita viðskiptavinum okkar meiri innsýn í framleiðsluna. Við hyggjumst fjárfesta verulega á þessu ári í gervigreind, skýjaþjónustu og vélrænu gagnanámi (e. machine learning) þannig að viðskiptavinir okkar geti fengið betri innsýn í gögnin og að þeir skilji betur hvað það er í framleiðsluferlinu sem hefur áhrif á gæði vörunnar.“ „Mörg framleiðslufyrirtæki, sér í lagi í fiskiðnaðinum, þurfa að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. Þau fá kannski inn pantanir á fyrsta degi, framleiða á öðrum degi og afhenda vöruna á þriðja degi. Þeirra viðskiptavinir vilja margir breyta pöntunum sínum á öðrum degi og það getur skapað mikinn vanda og aukið kostnað fyrirtækjanna. Eins getur veðrið breyst frá degi til dags og verð lækkað á mörkuðum, svo dæmi séu tekin. Allt þetta getur leitt til þess að pantanir breytast.“ Með því að tengja hugbúnaðinn betur út fyrir verksmiðjuna og út í virðiskeðjuna í báðar áttir, til dæmis inn í verslanir, við flutningafyrirtæki eða upprunann á hráefninu, þá getum við spáð með nákvæmari hætti fyrir um það hvað muni breytast á degi tvö. Með þeim hætti getum við hjálpað viðskiptavinum við að finna út hvernig þeir ættu að haga framleiðslunni með tilliti til breyttra aðstæðna.“ Höfuðstöðvar Marels á Íslandi í Garðabæ. „Hitt sóknarfærið felst í því að færast nær viðskiptavinum í matvöruverslunum og veita þeim upplýsingar um gæði vöru þegar þeir skanna strikamerki hennar í símanum sínum. Við vitum hvaðan varan kom og hvernig hún hefur verið unnin og eins höfum við upplýsingar um hvað þúsundir manna, sem hafa keypt sömu vöru frá sama uppruna, hafa gefið vörunni í einkunn.“ „Ég starfaði hjá Microsoft í ellefu ár, meðal annars við Xbox og Microsoft, áður en ég tók til starfa hjá Marel. Síðustu tvö árin vann ég með stórfyrirtækjum um allan heim þar sem við vorum að reyna að nýta gervigreind til þess að búa til virðisskapandi vörur.“ „Ég hóf störf hjá Marel síðasta haust og áttaði mig þá á því hvað tækifærið er einstakt. Það eru afar fá fyrirtæki sem hafa svo mikla innsýn í gögn sem hægt er að breyta í verðmæti. Við búum yfir ógrynni af gögnum um matvælaframleiðsluna á heimsvísu og þegar við getum tengt hugbúnaðinn út fyrir verksmiðjur komumst við í stöðu sem enginn annar er í til þess að hafa raunveruleg áhrif á gæði og framleiðslukostnað matvæla.“Kerfið þarf að vera öruggt Verkefni Marel Innova eru eins mismunandi og þau eru mörg. Hjalti segir að stærstu viðskiptavinirnir eigi tugi verksmiðja og þá sé það verkefni Innova að veita fyrirtækjunum yfirsýn yfir framleiðsluna í öllum verksmiðjunum. „Auðvitað skiptir það miklu máli að vélarnar séu í góðu standi en það er ekki síður mikilvægt að hugbúnaðurinn geti haldið utan um allt framleiðsluferlið, sem getur verið afar umfangsmikið hjá stærstu framleiðendunum.“ Hann segir að fyrirtækið sé að miklu leyti að leysa flóknari vandamál í gagnagreiningu en gert er í bönkunum. „Við erum að vinna með margfalt magn þeirra gagna sem flæða inn í bankana á hverjum degi. Umfangið hjá okkur gerir það að verkum að kerfið þarf að vera fyllilega öruggt. Kerfið má ekki hætta að virka ef einhver vandi kemur upp. Það þýðir ekkert. Í raun þurfum við að setja kerfið upp líkt og um bankakerfi væri að ræða, þar sem við tryggjum að hver einasta færsla er skráð og að kerfið fari ekki á hliðina þótt það komi upp einhver vandamál.“ Innova starfar – líkt og Marel – um allan heim. Hjalti segir að aðeins lítill hluti tekna komi frá Íslandi, eða um eitt prósent veltunnar. „Við eigum í viðskiptum í flestum löndum heims þar sem finna má einhverja hátæknimatvælaframleiðslu. Við höfum sett upp hugbúnaðarkerfið okkar í um tvö þúsund verksmiðjum. Þær voru um 1.800 talsins á síðasta ári þannig að segja má að við séum að bæta við okkur allt að einni verksmiðju á dag. Við vinnum náið með viðskiptavinunum, hjálpum þeim að setja upp kerfið og ráðleggjum þeim hvernig þeir geti hámarkað framleiðnina.“Sum lönd eftir á í tækninni Flestir viðskiptavinir Marel Innova eru í Evrópu og Bandaríkjunum en félagið hefur auk þess haslað sér völl í öðrum heimsálfum og einnig í meira framandi löndum, líkt og í Namibíu, Úrúgvæ og Brasilíu. „Í Suður-Ameríku og Asíu eru mikil tækifæri. Framleiðendurnir þar eru aðeins eftir á í hátækni- og hugbúnaðarvæðingunni. Um leið og þeir fara að fjárfesta af meiri mæli í sjálfvirkni og tækni skapast mikil vaxtartækifæri. Í þessum heimsálfum felst verkefnið okkar aðallega í því að aðstoða matvælaframleiðendur við að tileinka sér tæknina á meðan hlutverk okkar í Bandaríkjunum og Evrópu snýr meira að því að gera verksmiðjur, sem búa þegar við nútímatækni, hagkvæmari. Sem dæmi geta verkefni okkar í Suður-Ameríku falist í einföldum hlutum á borð við að mæla hitastig og halda utan um það sem fer í gegnum verksmiðjur. Á sama tíma vinnum við að því í Bandaríkjunum að tengja saman fjöldann allan af matvinnsluvélum í tugum flókinna verksmiðja.“ Viðskiptavinir Innova séu þannig afar mislangt á veg komnir í tæknivæðingunni. Hjalti segir þó ávinninginn af tækninni það mikinn að á endanum verði framleiðendur að stíga markviss skref í þá átt. Auk þess geri stjórnvöld í mörgum ríkjum, sér í lagi í Evrópuríkjum og Bandaríkjunum, strangar kröfur til rekjanleika og gæða matvæla. „Ef framleiðendur vilja selja vörur inn á markaði þessara ríkja verða þeir að uppfylla þessar kröfur. Hugbúnaðurinn okkar getur hjálpað þeim að lækka þröskuldinn. Til þess að bregðast við ströngum kröfum neytenda og stjórnvalda hefur lausn margra minni matvælaframleiðenda falist í því að vera yfirteknir af stærri framleiðendum til þess að ná fram stærðarhagkvæmni. En með okkar hugbúnaði geta þessi fyrirtæki náð fram hagkvæmni án þess að vera seld til stærri fyrirtækja og missa þannig sérstöðuna sem felst í því að vera „lókal“-framleiðandi.“Mannauðurinn veitir forskot Hjalti nefnir að Marel hafi ákveðið samkeppnisforskot þegar komi að mannauði, enda eigi fyrirtækið auðvelt með að ráða til sín hæfileikaríkt fólk sem hefur þekkingu á matvælageiranum. Það sé ólíkt mörgum tæknifyrirtækjum, til dæmis í Kísildalnum, þar sem starfsfólk þekkir lítið til geirans. „Hér á landi þekkir fólk sjávarútveg og matvælageirann. Það hefur alist upp við sjóinn og skilur hvað það er erfitt að ná í afurðina og vinna hana. Auk þess hafa margir hér á landi starfað í bönkum við að greina gögn. Þekkingin er því tvímælalaust fyrir hendi.“ Spurður um samkeppnina á mörkuðum svarar Hjalti því til að hún sé hörð en að Innova sé að mörgu leyti í einstakri stöðu. „Það sem mörg hugbúnaðarfyrirtæki, sem fara inn á markaðinn, skortir er að þau hafa ekki þessa tengingu við framleiðslutækin eins og við. Og það sama má segja um vélbúnaðarframleiðendurna sem eru í samkeppni við Marel. Þeir búa ekki við eins sterka hugbúnaðardeild og Marel. Það er þessi samblanda af vélbúnaði og hugbúnaði sem veitir Marel og Innova einstakt samkeppnisforskot. Við ætlum okkur að nýta það.“ Auk þess nefnir Hjalti að afar fáir, ef nokkrir, keppinautar Innova hafa starfað við hlutanetið allt frá árinu 1994.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira