Segir litlar líkur á að Skripal-feðginin lifi af Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2018 09:06 Frá vettvangi í Salisbury fyrr í mánuðinum. vísir/epa Viktoria Skripal, frænka þeirra Sergei og Yuliu Skripal, segir litlar líkur á að feðginin lifi af en þau urðu fyrir taugaeitursárás í enska bænum Salisbury fyrr í mánuðinum. Viktoria segir batahorfurnar ekki góðar. „Af 99 prósent er von mín kannski eitt prósent. Hvað sem eitrið var þá eru lífslíkur þeirra litlar og þau munu verða örkumla svo lengi sem þau lifa,“ sagði Viktoria í samtali við BBC en fjallað er um málið á vef Guardian. Hún greindi jafnframt frá því að móður Sergei Skripal hefði ekki verið sagt frá málinu. Þau hafi viljað vernda hana og því passað að hún myndi hvorki heyra né sjá neitt um málið. Eins og greint hefur verið frá hafa um tuttugu ríki vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Eitrið sem notað var í árásinni má rekja til Rússa að sögn breskra yfirvalda. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Hefur yfir 100 erindrekum verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar hafa heitið því að svara aðgerðunum af fullri hörku. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 BNA kúgi bandamenn sína til að reka Rússa á dyr Rússar eru óhressir með að rúmlega hundrað erindrekar þurfi að snúa aftur til síns heima. Lavrov segir Bandaríkjamenn hafa þvingað bandamenn sína til þess að vísa Rússum úr landi en þessir sömu bandamenn séu hins vegar að biðja Rússa afsökunar í laumi. Fjölmiðlar Rússa taka undir með yfirvöldum. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Viktoria Skripal, frænka þeirra Sergei og Yuliu Skripal, segir litlar líkur á að feðginin lifi af en þau urðu fyrir taugaeitursárás í enska bænum Salisbury fyrr í mánuðinum. Viktoria segir batahorfurnar ekki góðar. „Af 99 prósent er von mín kannski eitt prósent. Hvað sem eitrið var þá eru lífslíkur þeirra litlar og þau munu verða örkumla svo lengi sem þau lifa,“ sagði Viktoria í samtali við BBC en fjallað er um málið á vef Guardian. Hún greindi jafnframt frá því að móður Sergei Skripal hefði ekki verið sagt frá málinu. Þau hafi viljað vernda hana og því passað að hún myndi hvorki heyra né sjá neitt um málið. Eins og greint hefur verið frá hafa um tuttugu ríki vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Eitrið sem notað var í árásinni má rekja til Rússa að sögn breskra yfirvalda. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Hefur yfir 100 erindrekum verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar hafa heitið því að svara aðgerðunum af fullri hörku. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 BNA kúgi bandamenn sína til að reka Rússa á dyr Rússar eru óhressir með að rúmlega hundrað erindrekar þurfi að snúa aftur til síns heima. Lavrov segir Bandaríkjamenn hafa þvingað bandamenn sína til þess að vísa Rússum úr landi en þessir sömu bandamenn séu hins vegar að biðja Rússa afsökunar í laumi. Fjölmiðlar Rússa taka undir með yfirvöldum. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00
BNA kúgi bandamenn sína til að reka Rússa á dyr Rússar eru óhressir með að rúmlega hundrað erindrekar þurfi að snúa aftur til síns heima. Lavrov segir Bandaríkjamenn hafa þvingað bandamenn sína til þess að vísa Rússum úr landi en þessir sömu bandamenn séu hins vegar að biðja Rússa afsökunar í laumi. Fjölmiðlar Rússa taka undir með yfirvöldum. 28. mars 2018 06:00