Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2018 12:15 Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook. vísir/getty Facebook kynnti í dag ýmsar breytingar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar verða eru ný útgáfa af því hvernig stillingarnar birtast í farsímum notenda og svo tól sem nefnist „Náðu í upplýsingarnar þínar“ (e. Access Your Information). Notendum verður gert kleift að staðsetja, stjórna, hlaða niður og eyða persónulegum gögnum sínum á Facebook en breytingarnar tengjast nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í Evrópu í maí. Þá má ætla að nýlegar fréttir af misnotkun fyrirtækisins Cambridge Analytica á gögnum frá Facebook hafi flýtt fyrir því að fyrirtækið kynnti þessar breytingar. Auk þess eru margir notendur miðilsins afar ósáttir við að Facebook hafi safnað upplýsingum um símtöl þeirra og smáskilaboð. Um er að ræða söfnun upplýsinga sem gerð var í gegnum Android-stýrikerfið en Facebook sagði að notendur hefðu samþykkt gagnasöfnunina. Svo virðist sem að fæstir hafi hins vegar gert sér grein fyrir samþykkinu þar sem það var í „smáa letrinu.“ Á meðal þeirra breytinga sem verða gerðar á gagnavernd notenda Facebook er að nú verður hægt að skoða friðhelgistillingar á einum stað, breyta þeim og laga til ef notandi vill það. Þá mun Facebook gera notendum kleift að hlaða niður meira af gögnum sínum af miðlinum en áður. Tólið „Náðu í upplýsingarnar þínar“ leyfir Facebook-notendum síðan að eyða færslum, „lækum“, athugasemdum og leitarsögu á miðlinum. Facebook Tengdar fréttir Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Facebook kynnti í dag ýmsar breytingar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar verða eru ný útgáfa af því hvernig stillingarnar birtast í farsímum notenda og svo tól sem nefnist „Náðu í upplýsingarnar þínar“ (e. Access Your Information). Notendum verður gert kleift að staðsetja, stjórna, hlaða niður og eyða persónulegum gögnum sínum á Facebook en breytingarnar tengjast nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í Evrópu í maí. Þá má ætla að nýlegar fréttir af misnotkun fyrirtækisins Cambridge Analytica á gögnum frá Facebook hafi flýtt fyrir því að fyrirtækið kynnti þessar breytingar. Auk þess eru margir notendur miðilsins afar ósáttir við að Facebook hafi safnað upplýsingum um símtöl þeirra og smáskilaboð. Um er að ræða söfnun upplýsinga sem gerð var í gegnum Android-stýrikerfið en Facebook sagði að notendur hefðu samþykkt gagnasöfnunina. Svo virðist sem að fæstir hafi hins vegar gert sér grein fyrir samþykkinu þar sem það var í „smáa letrinu.“ Á meðal þeirra breytinga sem verða gerðar á gagnavernd notenda Facebook er að nú verður hægt að skoða friðhelgistillingar á einum stað, breyta þeim og laga til ef notandi vill það. Þá mun Facebook gera notendum kleift að hlaða niður meira af gögnum sínum af miðlinum en áður. Tólið „Náðu í upplýsingarnar þínar“ leyfir Facebook-notendum síðan að eyða færslum, „lækum“, athugasemdum og leitarsögu á miðlinum.
Facebook Tengdar fréttir Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15
SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19