Telur að íbúðarhúsnæði muni hækka um 8 til 9 prósent árlega Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifa 10. mars 2018 21:30 Búist er við að verð á íbúðarhúsnæði hækki að meðaltali um átta til níu prósent árlega á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum, segir hagfræðingur hjá Landsbankanum. Það sé hins vegar erfitt að spá því lítið sé til af gögnum um fasteignamarkaðinn og því margir óvissuþættir til staðar. „Róast markaðurinn án brotlendingar?“ var yfirskrift á erindi Ara Skúlasonar hagfræðings á ráðstefnu um framtíð höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöll í dag. Hann hefur áhyggjur af því hve lítið er til af gögnum um hversu mikið sé byggt og hver eftirspurnin sé í raun og veru. „Þessi staða er svolítið hættuleg að því leyti að við gætum farið í vitlausa átt vegna þess að við höfum ekki haft nógu mikið fyrir því að afla okkur upplýsinga um hvað er mikið að koma af íbúðum, hvað er mikið er til og hversu mikið líklegt er að verði selt á þeim verðum sem íbúðirnar verða boðnar á,“ segir Ari. Ari spáir því hins vegar, byggt á fyrri reynslu, að fasteignaverð haldi áfram að hækka á næstu árum. „Ég spái því að á næsta ári þá hækki þetta um sirka átta til níu prósent og svo áfram álíka, jafnvel aðeins minna. Ekki eins og á síðasta ári þegar fasteignaverðið hækkaði um upp undir tuttugu prósent á einu ári.“Sjá einnig: Sjötíu prósent hækkun á 5 árum Hann segir vísbendingar um að hagsveiflan sé á leið niður en engar róttækar breytingar fylgi því. Húsnæðismál Tengdar fréttir Jafnvægi að nást á fasteignamarkaði Vísbendingar eru um að nú hægi á hækkunum á fasteignamarkaði. Fyrrverandi formaður Félags fasteignasala telur að sveitarfélögin muni koma með húsnæðismálaútspil í aðdraganda kosninga. 12. júní 2017 07:00 Húsnæðismarkaðurinn talinn vera að kólna Það vekur athygli að fasteignaverð á fjölbýli hækkaði aðeins um 0,32 prósent milli mánaða en ekki hefur sést eins lítil hækkun frá því í mars 2016. 31. ágúst 2017 07:00 Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum Íbúðalánasjóður segir að í ljósi sögunnar geti sumir nú verið varir um sig eftir að fasteignaverð lækkaði í nóvember og um 78 prósent íbúða seldust undir ásettu verði. Fasteignasalar spá verðhækkunum en auknu jafnvægi. 11. janúar 2018 06:00 Hægir á hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3 prósent í júlí. 18. ágúst 2017 12:52 Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Búist er við að verð á íbúðarhúsnæði hækki að meðaltali um átta til níu prósent árlega á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum, segir hagfræðingur hjá Landsbankanum. Það sé hins vegar erfitt að spá því lítið sé til af gögnum um fasteignamarkaðinn og því margir óvissuþættir til staðar. „Róast markaðurinn án brotlendingar?“ var yfirskrift á erindi Ara Skúlasonar hagfræðings á ráðstefnu um framtíð höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöll í dag. Hann hefur áhyggjur af því hve lítið er til af gögnum um hversu mikið sé byggt og hver eftirspurnin sé í raun og veru. „Þessi staða er svolítið hættuleg að því leyti að við gætum farið í vitlausa átt vegna þess að við höfum ekki haft nógu mikið fyrir því að afla okkur upplýsinga um hvað er mikið að koma af íbúðum, hvað er mikið er til og hversu mikið líklegt er að verði selt á þeim verðum sem íbúðirnar verða boðnar á,“ segir Ari. Ari spáir því hins vegar, byggt á fyrri reynslu, að fasteignaverð haldi áfram að hækka á næstu árum. „Ég spái því að á næsta ári þá hækki þetta um sirka átta til níu prósent og svo áfram álíka, jafnvel aðeins minna. Ekki eins og á síðasta ári þegar fasteignaverðið hækkaði um upp undir tuttugu prósent á einu ári.“Sjá einnig: Sjötíu prósent hækkun á 5 árum Hann segir vísbendingar um að hagsveiflan sé á leið niður en engar róttækar breytingar fylgi því.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Jafnvægi að nást á fasteignamarkaði Vísbendingar eru um að nú hægi á hækkunum á fasteignamarkaði. Fyrrverandi formaður Félags fasteignasala telur að sveitarfélögin muni koma með húsnæðismálaútspil í aðdraganda kosninga. 12. júní 2017 07:00 Húsnæðismarkaðurinn talinn vera að kólna Það vekur athygli að fasteignaverð á fjölbýli hækkaði aðeins um 0,32 prósent milli mánaða en ekki hefur sést eins lítil hækkun frá því í mars 2016. 31. ágúst 2017 07:00 Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum Íbúðalánasjóður segir að í ljósi sögunnar geti sumir nú verið varir um sig eftir að fasteignaverð lækkaði í nóvember og um 78 prósent íbúða seldust undir ásettu verði. Fasteignasalar spá verðhækkunum en auknu jafnvægi. 11. janúar 2018 06:00 Hægir á hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3 prósent í júlí. 18. ágúst 2017 12:52 Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Jafnvægi að nást á fasteignamarkaði Vísbendingar eru um að nú hægi á hækkunum á fasteignamarkaði. Fyrrverandi formaður Félags fasteignasala telur að sveitarfélögin muni koma með húsnæðismálaútspil í aðdraganda kosninga. 12. júní 2017 07:00
Húsnæðismarkaðurinn talinn vera að kólna Það vekur athygli að fasteignaverð á fjölbýli hækkaði aðeins um 0,32 prósent milli mánaða en ekki hefur sést eins lítil hækkun frá því í mars 2016. 31. ágúst 2017 07:00
Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum Íbúðalánasjóður segir að í ljósi sögunnar geti sumir nú verið varir um sig eftir að fasteignaverð lækkaði í nóvember og um 78 prósent íbúða seldust undir ásettu verði. Fasteignasalar spá verðhækkunum en auknu jafnvægi. 11. janúar 2018 06:00
Hægir á hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3 prósent í júlí. 18. ágúst 2017 12:52