Erlent

Hafa fundið flugrita vélarinnar sem fórst í Nepal

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Að minnsta kosti 49 létu lífið þegar vélin brotlenti á alþjóðaflugvellinum í Katmandú, höfuðborg Nepal.
Að minnsta kosti 49 létu lífið þegar vélin brotlenti á alþjóðaflugvellinum í Katmandú, höfuðborg Nepal. vísir/getty
Rannsakendur hafa fundið flugrita vélarinnar sem fórst í Katmandú í Nepal í gær með þeim afleiðingum að 49 létu lífið hið minnsta.

Enn er ekki ljóst hvað varð til þess að vélin fórst en flugrekandinn og rekstraraðilar flugvallarins kenna hvor öðrum um.

Flugfélagið segir að flugmennirnir hafi fengið rangar upplýsingar frá flugturni þegar vélin var að koma inn til lendingar en stjórnendur flugvallarins segja að vélin hafi komið inn til lendingar úr rangri átt. Vonast er til þess flugritinn varpi ljósi á málið.

Þetta er mannskæðasta flugslys Nepal frá árinu 1992 þegar 167 fórust um borð í þotu frá Pakistan. Flugfélagið sem nú um ræðir er frá Bangladesh og var vélin af gerðinni Bombardier Q400.

Sjötíu og einn var um borð en vélin var á leið til Kathmandu frá borginni Dhaka. Fólkið um borð í vélinni var flest annaðhvort frá Nepal eða Bangladesh.

Flugsys eru óvenju tíð í Nepal en þau eru rúmlega sjötíu frá árinu 1949, þegar fyrsta flugvélin lenti í landinu. Flest slysin má rekja til slæms veðurs, reynslulítilla flugmanna og lélegu viðhaldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×