Fótbolti

Wenger svekktur með lélega mætingu á leiki liðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margir mæta ekki út af Wenger. Hann virðist ekki alveg skilja það.
Margir mæta ekki út af Wenger. Hann virðist ekki alveg skilja það. vísir/getty
Það er lítil stemning í kringum Arsenal þessa dagana og mætingin á heimaleiki félagsins á Emirates-vellinum hefur hrunið.

Tvær lélegustu mætingarnar í sögu vallarins hafa komið í vetur og mætingin á stóru leikina hefur líka valdið vonbrigðum.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er skiljanlega ekki sáttur við það og vill að sínir menn fari að spila betri bolta svo hægt sé að lokka fólk aftur á völlinn.

„Ég veit ekki af hverju fólk mætir ekki. Eftir að hafa þjálfað fyrir framan fullt hús í 22 ár vil ég að sjálfsögðu fá þetta fólk aftur á völlinn,“ sagði Wenger en gengi liðsins gæti haft eitthvað með mætinguna að gera. Hugsanlega.

„Við verðum að líta í eigin barm og gera eitthvað til þess að draga fólk aftur á völlinn. Þetta er risafélag sem þarf sína stuðningsmenn. Þetta snýst um okkar spilamennsku.“

Arsenal tekur á móti AC Milan í Evrópudeildinni í kvöld og verður áhugavert að sjá mætinguna. Leikurinn hefst klukkan 20.05 og er í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×