Fótbolti

Mark úr óvæntri átt þegar Lazio fór áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lucas fagnar marki sinu í kvöld.
Lucas fagnar marki sinu í kvöld. vísir/getty
Marseille er komið áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa slegið út Athletic Bilbao, en Marseille unnu 2-1 sigur í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Samanlagt 5-2.

Dimitri Payet kom Marseille yfir af vítapunktinum á 38. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik, en Marseille vann fyrri leikinn 3-1. Lucas Ocampos kláraði svo leikinn fyrir Marseille í síðari hálfleik áður en Artiz Aduris var rekinn útaf eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald.

Lazio er komið áfram eftir samanlagt 2-0 sigur á Dynamo Kyiv í kvöld og samanlagt 4-2. Fyrra mark Lazio kom úr óvæntri átt þegar Lucas Leiva skoraði, en til gamans má geta að Leiva skoraði eitt mark í 247 leikjum fyrir Liverpool. Stefan de Vrij tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik og þar við sat.

RB Leipzig er komið áfram eftir 1-1 jafntefli í Pétursborg þar sem þeir unnu samanlagt 3-2 sigur á Zenit. Timo Werner klúðraði víti átta mínútum fyrir leikslok til að tryggja sigurinn í kvöld.

Sporting kláraði svo Plzen í framlengdum leik í Tékklandi, en sigurmarkið kom á 105. mínútu leiksins.

Liðin sem eru komin í 8-liða úrslitin:

Atletico Madrid

Marseille

Lazio

RB Leipzig

Sporting




Fleiri fréttir

Sjá meira


×