Viðskipti innlent

Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Toys ´R´Us á Íslandi er rekið í gegnum danskt fyrirtæki.
Toys ´R´Us á Íslandi er rekið í gegnum danskt fyrirtæki. Vísir/ernir
„Allar verslanir Toys ’R’ Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki sem heitir Top Toy og er algjörlega óviðkomandi Toys ’R’ Us í Bandaríkjunum. Top Toy rekur um 300 verslanir, bæði BR verslanir og Toys ’R’ Us verslanir á Norðurlöndunum og við erum langt frá því að fara að loka,“ segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys ’R’ Us á Smáratorgi.

Fram kom í fréttum í fyrradag að starfsmönnum Toys ’R’ Us í Bandaríkjunum hafi verið tilkynnt að fyrirtækið hyggist loka öllum verslunum leikfangakeðjunnar í landinu. Fyrirtækinu verði slitið.

Á vefsíðu Top-Toy birtist yfirlýsing þar sem kemur fram að fyrirtækið hafi gert samning um notkun á Toys ’R’ Us vörumerkinu árið 1996. Fyrirtækið reki núna yfir 70 verslanir í Danmörku, á Íslandi, í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, auk vefverslana.

Þá segir að Top-Toy fylgist með þróuninni í Bandaríkjunum og Bretlandi en ekkert sé hægt að segja fyrir um framtíð vörumerkisins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×