Körfubolti

Brotist inn í klefa Stjörnunnar í Breiðholtinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gærkvöldið var ekki gott hjá Garðbæingum.
Gærkvöldið var ekki gott hjá Garðbæingum. vísir/bára
Skemmdarverk voru unnin í búningsklefa Stjörnumanna í gær er þeir voru að spila við ÍR í Seljaskóla í gær.

Brotist var inn í klefann í síðari hálfleik og aðkoman var ekki hugguleg er svekktir leikmenn Stjörnunnar fóru til búningsklefa eftir að hafa tapað leiknum.

Föt leikmanna lágu út um öll gólf og búið var að henda ávaxtabökkum liðsins sömuleiðis út á gólf. Ofan í klósettinu var síðan armband í eigu leikmanns Stjörnunnar sem og rándýrir Jordan-skór. Samkvæmt heimildum úr herbúðum Stjörnunnar þá var engu stolið. Engöngu var um skemmdarverk að ræða.

KKÍ hefur verið tilkynnt um málið og ljóst að einhverra breytinga er þörf í öryggismálunum í Hertz-hellinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×