Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 10:15 Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Tilraunir sem vísindamenn hafa gert með örverur benda til þess að ákveðnar tegundir þeirra gætu líklega lifað í neðanjarðarhafi undir yfirborði Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Aukaafurð lífveranna er metan en gasið hefur greinst í strókum á ístunglinu sem spúa vatni út í geiminn. Enkeladus hefur lengi verið talið einn mest spennandi hnötturinn í sólkerfinu frá því að Cassini-geimfarið sáluga kom auga á vatnsstróka sem gusu upp um sprungur í ísilögðu yfirborði þessa sjötta stærsta tungls Satúrnusar. Rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að haf fljótandi vatns er líklega að finna undir nokkurra kílómetra þykkri ísskorpu. Það opnaði möguleikann á að lífverur gætu leynst í vatninu sem nærðust á steinefnum frá jarðhitastrýtum eins og menn hafa fundið neðansjávar á jörðinni.Líktu eftir aðstæðum við strýtur á hafsbotni Enkeladusar Vísindamenn undir forystu Ruth-Sophie Taubner frá Háskólanum í Vín gerðu nýlega tilraunir með þrjár tegundir fornbaktería sem mynda metan, að því er segir í frétt Space.com. Fornbakteríur eru frumstæðar örverur án kjarna eða annarrar innri byggingar. Talið er að rekja megi ættir bakteríanna allt aftur til fyrstu örveranna á jörðinni. Líktu vísindamennirnir eftir aðstæðum við jarðhitastrýtur á hafsbotni Enkeladusar og komust að því að ein tegund bakteríanna gæti mögulega þrifist þar. Bakterían M. Okinawensis óx og dafnaði og myndaði metan í tilraununum. Cassini-geimfarið greindi metan í strókunum sem stíga upp frá yfirborði Enkeladusar.Cassini-geimfarið náði mikilfenglegum myndum af ístunglinu Enkeladusi á þeim tólf árum sem það hringsólaði um Satúrnuskerfið. Leiðangrinum lauk í fyrra.NASA/JPL/Space Science InstituteÞá gerðu vísindamennirnir tilraunir með verkanir bergs og vatns sem eiga sér líklega stað inni í ístunglinu. Þeir telja líklegt að vetni myndist í miklu magni sem gæti fóðrað örverur. „Þannig að eitthvað af metaninu sem greindist á Enkeladusi gæti í kenningunni átt sér líffræðilegan uppruna,“ segir Simon Rittmann, einn höfunda rannsóknarinnar frá Vínarháskóla.Ekki endilega frá lífrænum uppsprettumMetan getur hins vegar einnig orðið til við efnahvörf bergs og vatns og vísindamennirnir fullyrða ekkert um að metanið á Enkeladusi komi frá lífverum. Niðurstöðurnar eru hins vegar enn ein rannsóknin sem gefur mönnum von um að líf gæti mögulega þrifist á hnettinum. Enkeladus er ekki eini hnötturinn í sólkerfinu sem talinn er geyma neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Evrópa, eitt Galíleotungla Júpíters, hefur lengi vakið forvitni vísindamanna af þessum ástæðum. Þá kom Voyager 2-geimfarið auga á svipaða stróka frá Trítoni, tungli Neptúnusar, og sést hafa á Enkeladusi. Það hefur gefið vísindamönnum tilefni til að ætla að neðanjarðarhaf gæti einnig verið að finna þar. Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tilraunir sem vísindamenn hafa gert með örverur benda til þess að ákveðnar tegundir þeirra gætu líklega lifað í neðanjarðarhafi undir yfirborði Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Aukaafurð lífveranna er metan en gasið hefur greinst í strókum á ístunglinu sem spúa vatni út í geiminn. Enkeladus hefur lengi verið talið einn mest spennandi hnötturinn í sólkerfinu frá því að Cassini-geimfarið sáluga kom auga á vatnsstróka sem gusu upp um sprungur í ísilögðu yfirborði þessa sjötta stærsta tungls Satúrnusar. Rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að haf fljótandi vatns er líklega að finna undir nokkurra kílómetra þykkri ísskorpu. Það opnaði möguleikann á að lífverur gætu leynst í vatninu sem nærðust á steinefnum frá jarðhitastrýtum eins og menn hafa fundið neðansjávar á jörðinni.Líktu eftir aðstæðum við strýtur á hafsbotni Enkeladusar Vísindamenn undir forystu Ruth-Sophie Taubner frá Háskólanum í Vín gerðu nýlega tilraunir með þrjár tegundir fornbaktería sem mynda metan, að því er segir í frétt Space.com. Fornbakteríur eru frumstæðar örverur án kjarna eða annarrar innri byggingar. Talið er að rekja megi ættir bakteríanna allt aftur til fyrstu örveranna á jörðinni. Líktu vísindamennirnir eftir aðstæðum við jarðhitastrýtur á hafsbotni Enkeladusar og komust að því að ein tegund bakteríanna gæti mögulega þrifist þar. Bakterían M. Okinawensis óx og dafnaði og myndaði metan í tilraununum. Cassini-geimfarið greindi metan í strókunum sem stíga upp frá yfirborði Enkeladusar.Cassini-geimfarið náði mikilfenglegum myndum af ístunglinu Enkeladusi á þeim tólf árum sem það hringsólaði um Satúrnuskerfið. Leiðangrinum lauk í fyrra.NASA/JPL/Space Science InstituteÞá gerðu vísindamennirnir tilraunir með verkanir bergs og vatns sem eiga sér líklega stað inni í ístunglinu. Þeir telja líklegt að vetni myndist í miklu magni sem gæti fóðrað örverur. „Þannig að eitthvað af metaninu sem greindist á Enkeladusi gæti í kenningunni átt sér líffræðilegan uppruna,“ segir Simon Rittmann, einn höfunda rannsóknarinnar frá Vínarháskóla.Ekki endilega frá lífrænum uppsprettumMetan getur hins vegar einnig orðið til við efnahvörf bergs og vatns og vísindamennirnir fullyrða ekkert um að metanið á Enkeladusi komi frá lífverum. Niðurstöðurnar eru hins vegar enn ein rannsóknin sem gefur mönnum von um að líf gæti mögulega þrifist á hnettinum. Enkeladus er ekki eini hnötturinn í sólkerfinu sem talinn er geyma neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Evrópa, eitt Galíleotungla Júpíters, hefur lengi vakið forvitni vísindamanna af þessum ástæðum. Þá kom Voyager 2-geimfarið auga á svipaða stróka frá Trítoni, tungli Neptúnusar, og sést hafa á Enkeladusi. Það hefur gefið vísindamönnum tilefni til að ætla að neðanjarðarhaf gæti einnig verið að finna þar.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00
Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52
Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00