Reykvíkingar klofnir í afstöðu til nýja spítalans Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2018 06:00 Næstum helmingur þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun telur að nýr spítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. VÍSIR/VILHELM „Þetta kemur ekkert á óvart vegna þess að ég efast um að það sé nokkurt annað mál sem ég hef beitt mér fyrir í pólitík sem fær önnur eins viðbrögð og þetta mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Niðurstöður skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar sýna að 47 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að nýr Landspítali eigi ekki að rísa á núverandi stað við Hringbraut, en 39 prósent segja að spítalinn eigi að rísa við Hringbraut. Þá segjast 13 prósent vera hlutlaus í afstöðu sinni. Andstaðan við að spítalinn rísi við Hringbraut er meiri meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem yngri eru. Andstaðan er líka meiri meðal karla en kvenna. Sigmundur segir að sér finnist nokkrir aðrir staðir koma til greina, en hann hefur sjálfur áður nefnt Vífilsstaði. „Keldnalandið hefur verið nefnt og mér finnst það góður kostur,“ segir Sigmundur og nefnir jafnframt Víðidal sem dæmi. „Aðalatriðið er að þetta sé staður sem hafi andrými og umferðartengingar sem henta,“ segir hann. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. 90 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Samfylkingin tapar næstum fimm prósentustigum frá kosningunum 2014 í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 10 prósentum frá 2014. Framboðslisti Viðreisnar í borginni verður kynntur innan 1. mars 2018 06:00 Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Þetta kemur ekkert á óvart vegna þess að ég efast um að það sé nokkurt annað mál sem ég hef beitt mér fyrir í pólitík sem fær önnur eins viðbrögð og þetta mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Niðurstöður skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar sýna að 47 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að nýr Landspítali eigi ekki að rísa á núverandi stað við Hringbraut, en 39 prósent segja að spítalinn eigi að rísa við Hringbraut. Þá segjast 13 prósent vera hlutlaus í afstöðu sinni. Andstaðan við að spítalinn rísi við Hringbraut er meiri meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem yngri eru. Andstaðan er líka meiri meðal karla en kvenna. Sigmundur segir að sér finnist nokkrir aðrir staðir koma til greina, en hann hefur sjálfur áður nefnt Vífilsstaði. „Keldnalandið hefur verið nefnt og mér finnst það góður kostur,“ segir Sigmundur og nefnir jafnframt Víðidal sem dæmi. „Aðalatriðið er að þetta sé staður sem hafi andrými og umferðartengingar sem henta,“ segir hann. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. 90 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Samfylkingin tapar næstum fimm prósentustigum frá kosningunum 2014 í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 10 prósentum frá 2014. Framboðslisti Viðreisnar í borginni verður kynntur innan 1. mars 2018 06:00 Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Samfylkingin tapar næstum fimm prósentustigum frá kosningunum 2014 í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 10 prósentum frá 2014. Framboðslisti Viðreisnar í borginni verður kynntur innan 1. mars 2018 06:00
Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45