Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 16:11 Rússneskir hermenn fylgjast með vörubíl með neyðargögnum í Damaskus. Vísir/AFP Bílalest með neyðargögn komst inn á svæði uppreisnarmanna í austurhluta Ghouta í Sýrlandi í dag þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir þar. Þetta eru fyrstu neyðargögnin sem berast til svæðisins í fleiri vikur. Alls eru 46 bílar í lestinni og flytja þeir matvæli og önnur neyðargögn til 27.500 manns á svæðinu, þrátt fyrir að fregnir hafi borist að enn sé verið að varpa sprengjum þar. Þrátt fyrir heit Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, um fimm klukkustunda dagleg vopnahlé og ákall öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um mánaðarlangt vopnahlé hefur bílalestin ekki komist af stað fyrr en nú.Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmanni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að embættismenn sýrlenskra stjórnvalda hafi lagt hald á um 70% neyðargagnanna áður en bílalestin lagði af stað. Ríkisstjórnin reyni með því að koma í veg fyrir að uppreisnarmennirnir fái aðhlynningu. Fjórtán manns féllu í loftárásum stjórnarhersins í nótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna hafa fallið í herför stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnunum í Austur-Ghouta síðustu vikur. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 400.000 óbreyttir borgarar séu fastir á svæðinu og að matvæli og sjúkrarvörur séu orðnar af skornum skammti. Bandaríkjastjórn hefur fordæmt árásir stjórnarhersins og rússneskra stjórnvalda og sakar þau um að drepa óbreytta borgara. Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Bílalest með neyðargögn komst inn á svæði uppreisnarmanna í austurhluta Ghouta í Sýrlandi í dag þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir þar. Þetta eru fyrstu neyðargögnin sem berast til svæðisins í fleiri vikur. Alls eru 46 bílar í lestinni og flytja þeir matvæli og önnur neyðargögn til 27.500 manns á svæðinu, þrátt fyrir að fregnir hafi borist að enn sé verið að varpa sprengjum þar. Þrátt fyrir heit Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, um fimm klukkustunda dagleg vopnahlé og ákall öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um mánaðarlangt vopnahlé hefur bílalestin ekki komist af stað fyrr en nú.Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmanni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að embættismenn sýrlenskra stjórnvalda hafi lagt hald á um 70% neyðargagnanna áður en bílalestin lagði af stað. Ríkisstjórnin reyni með því að koma í veg fyrir að uppreisnarmennirnir fái aðhlynningu. Fjórtán manns féllu í loftárásum stjórnarhersins í nótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna hafa fallið í herför stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnunum í Austur-Ghouta síðustu vikur. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 400.000 óbreyttir borgarar séu fastir á svæðinu og að matvæli og sjúkrarvörur séu orðnar af skornum skammti. Bandaríkjastjórn hefur fordæmt árásir stjórnarhersins og rússneskra stjórnvalda og sakar þau um að drepa óbreytta borgara.
Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00
Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49
Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30