Kanna orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 6. mars 2018 14:50 Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum í Sýrlandi. Vísir/EPA Utanríkisráðuneytið kannar orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Upplýsingar um andlát Íslendingsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er Íslendingurinn sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi 24. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldumeðlimir mannsins heyrðu sömuleiðis af andláti mannsins í dag og þá í gegnum samfélagsmiðla. Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda og á hann að hafa gengið til liðs við þá sumarið 2017. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Njóta Tyrkir liðsinnis uppreisnarmanna í héraðinu en YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum og notið liðsinnis vopnaðra sveita Sýrlandsstjórnar. Fjöldi vesturlandabúa hefur gengið til liðs við Kúrda í Sýrlandi. Vitað er um menn frá Frakklandi, Bretlandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Samkvæmt umfjöllun France24 byrjuðu erlendir menn að ganga til liðs við YPG árið 2013. Greinendur telja að um 100 til 400 Vesturlandabúar berjist með YPG. YPG hefur barist gegn Íslamska ríkinu gegn Sýrlandi og mun Íslendingurinn sem sagður er hafa fallið einnig hafa tekið þátt í orrustunni um Raqqa, sem var nokkurs konar höfuðborg ISIS.Liðþjálfi hjá YPG Samkvæmt orðrómunum sem um ræðir mun Íslendingurinn hafa verið liðþjálfi og tveir félagar hans hafi fallið með honum í stórskotaárás á víglínu í norðvesturhluta Afrinhéraðs. Á Facebooksíðu herdeildar erlendra meðlima YPG segir að Íslendingurinn hafi reynt að ganga til liðs við YPG þegar baráttan um Manbij stóð yfir. Það hafi hins vegar ekki gengið upp og að hann hafi gengið til liðs við samtökin seinna og þá í gegnum samtök anarkista sem að mestu innihalda Grikkja. Herdeildin segir hann hafa öðlast virðingu félagar sinna í orrustunni um Raqqa. Þegar sókn Tyrkja í Afrinhérað hófst lýsti Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því yfir að aðgerðir hersins myndu einungis taka nokkra daga. Sókn Tyrkja hefur þó ekki gengið vel. Nú eru um tveir mánuðir liðnir og hafa YPG látið eftir hægt og rólega. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, eða SDF, lýstu því yfir í dag að dregið yrði úr aðgerðum gegn leifum Íslamska ríkisins við landamæri Sýrlands og Írak, þar sem fjöldi sýrlenskra Kúrda væri á leið til Afrinhéraðs.Fréttin var síðast uppfærð 16:40. Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Upplýsingar um andlát Íslendingsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er Íslendingurinn sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi 24. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldumeðlimir mannsins heyrðu sömuleiðis af andláti mannsins í dag og þá í gegnum samfélagsmiðla. Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda og á hann að hafa gengið til liðs við þá sumarið 2017. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Njóta Tyrkir liðsinnis uppreisnarmanna í héraðinu en YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum og notið liðsinnis vopnaðra sveita Sýrlandsstjórnar. Fjöldi vesturlandabúa hefur gengið til liðs við Kúrda í Sýrlandi. Vitað er um menn frá Frakklandi, Bretlandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Samkvæmt umfjöllun France24 byrjuðu erlendir menn að ganga til liðs við YPG árið 2013. Greinendur telja að um 100 til 400 Vesturlandabúar berjist með YPG. YPG hefur barist gegn Íslamska ríkinu gegn Sýrlandi og mun Íslendingurinn sem sagður er hafa fallið einnig hafa tekið þátt í orrustunni um Raqqa, sem var nokkurs konar höfuðborg ISIS.Liðþjálfi hjá YPG Samkvæmt orðrómunum sem um ræðir mun Íslendingurinn hafa verið liðþjálfi og tveir félagar hans hafi fallið með honum í stórskotaárás á víglínu í norðvesturhluta Afrinhéraðs. Á Facebooksíðu herdeildar erlendra meðlima YPG segir að Íslendingurinn hafi reynt að ganga til liðs við YPG þegar baráttan um Manbij stóð yfir. Það hafi hins vegar ekki gengið upp og að hann hafi gengið til liðs við samtökin seinna og þá í gegnum samtök anarkista sem að mestu innihalda Grikkja. Herdeildin segir hann hafa öðlast virðingu félagar sinna í orrustunni um Raqqa. Þegar sókn Tyrkja í Afrinhérað hófst lýsti Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því yfir að aðgerðir hersins myndu einungis taka nokkra daga. Sókn Tyrkja hefur þó ekki gengið vel. Nú eru um tveir mánuðir liðnir og hafa YPG látið eftir hægt og rólega. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, eða SDF, lýstu því yfir í dag að dregið yrði úr aðgerðum gegn leifum Íslamska ríkisins við landamæri Sýrlands og Írak, þar sem fjöldi sýrlenskra Kúrda væri á leið til Afrinhéraðs.Fréttin var síðast uppfærð 16:40.
Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17
Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00