Eigendur bera kennsl á þýfi og meintir þjófar áfram í haldi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Einkennandi hefur verið að þjófarnir brjótast inn baka til. Vísir/Pjetur „Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Fjórir menn hafa verið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast innbrotunum. Tveir menn voru í fyrradag úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald í fyrradag og til stóð að framlengja varðhald annarra tveggja í gær. Annar af fyrri tveimur er kominn í umsjón barnaverndaryfirvalda. Tveir úr þessum hópi eru ekki búsettir á Íslandi. „Þetta eru erlendir aðilar að hluta til,“ segir Skúli. Meðal þess sem tilheyri rannsókninni sé að afla upplýsinga um þessa menn erlendis frá. Lögreglan lagði hald á talsvert af munum úr fórum mannanna sem Skúli segir að svari til lýsinga úr nýlegum innbrotum. „Hluti af vinnunni núna er að bera kennsl á þessa hluti,“ segir hann og bendir á að tilkynnt hafi verið um innbrot á 64 stöðum. Nokkuð snúið getur verið að finna rétta eigendur að hverjum hlut. „Við finnum þetta ekki á vettvangi í Ziplock-pokum merkta húsunum. Það er búið að hræra öllu saman,“ útskýrir Skúli. Teknar séu myndir af þýfinu og haft samband við fólk. „Þekkir það sína muni eða ekki? Þetta er mikil vinna en það er ekki þannig að við séum með einhverja tugi kílóa af skartgripum – þetta er ekki meiriháttar flækja.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Fjórir menn hafa verið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast innbrotunum. Tveir menn voru í fyrradag úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald í fyrradag og til stóð að framlengja varðhald annarra tveggja í gær. Annar af fyrri tveimur er kominn í umsjón barnaverndaryfirvalda. Tveir úr þessum hópi eru ekki búsettir á Íslandi. „Þetta eru erlendir aðilar að hluta til,“ segir Skúli. Meðal þess sem tilheyri rannsókninni sé að afla upplýsinga um þessa menn erlendis frá. Lögreglan lagði hald á talsvert af munum úr fórum mannanna sem Skúli segir að svari til lýsinga úr nýlegum innbrotum. „Hluti af vinnunni núna er að bera kennsl á þessa hluti,“ segir hann og bendir á að tilkynnt hafi verið um innbrot á 64 stöðum. Nokkuð snúið getur verið að finna rétta eigendur að hverjum hlut. „Við finnum þetta ekki á vettvangi í Ziplock-pokum merkta húsunum. Það er búið að hræra öllu saman,“ útskýrir Skúli. Teknar séu myndir af þýfinu og haft samband við fólk. „Þekkir það sína muni eða ekki? Þetta er mikil vinna en það er ekki þannig að við séum með einhverja tugi kílóa af skartgripum – þetta er ekki meiriháttar flækja.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15
Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19