Sport

Knapar laumast til að spegla sig

Telma Tómasson skrifar
Form hestsins og yfirlína skiptir miklu máli þegar kemur að einkunnagjöf í hestaíþróttum.

Knapar hafa alla jafna tilfinningu fyrir því hvernig hesturinn ber sig, en til að vera vissir stelast þeir oft til að skoða skuggamynd sína á sólríkum dögum í keppni utandyra eða líta örsnöggt í spegil, sé keppnin haldin innanhúss í einhverri reiðhöllinni. 

Í Samskipahöllinni í Kópavogi þar sem Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefur farið fram er mjög „mikilvægur” gluggi sem knapar laumast til að skoða sig í, eins og sjá má á þessu þrælfyndna myndskeiði. Knaparnir vita fyrir víst að keppnisparið þarf að líta vel út.


Tengdar fréttir

„Þetta er alger snillingur“

Afreksknapinn Jakob Svavar Sigurðsson er á mikill siglingu í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, virðist ósigrandi en hann vann keppni í fimmgangi í Samskipahöllinni í gærkvöldi á Skýr frá Skálakoti.

„Sáttur við þetta“

Þórarinn Ragnarsson gerði gott mót í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi og hreppti silfur í keppni í fimmgangi á Hildingi frá Bergi.

Bronsið til Sylvíu

Sylvía Sigurbjörnsdóttir sýndi glæsilegan Héðin Skúla frá Oddhóli í keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi og kom sér á pall fyrir frammistöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×