Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 22:55 Óvanaleg hlýindi hafa komið síðustu vetur á norðurskautinu. Hafísinn var í lágmarki fyrir árstíma þar í janúar. Myndin er úr safni. Vísir/AFP Hiti á norðurskautinu hefur á sumum stöðum verið meira en 25°C hærri en vanalega í febrúar. Norðan 80. breiddargráðu norður hefur meðalhitinn verið um 6°C hærri á fyrstu mánuðum ársins en í venjulegu árferði.Washington Post segir frá því að hitinn á Morris Jesup-höfða, nyrstu veðurathugunarstöð heims nyrst á Grænlandi, hafi verið yfir frostmarki í meira en sólahring frá mánudegi fram á þriðjudag. Það gerist þrátt fyrir að sólin hafi sest þar í október og rísi ekki aftur fyrr en í mars. Ástæðan er rakin til hlýs lofts sem flæðir úr öllum áttum inn á norðurskautið. Í norðurhluta Alaska hefur hitastigið verið allt að 25°C yfir meðaltali. Hitamet fyrir árstíma var slegið í Utquagvik þar sem hitinn náði -1°C. Það er 22°C yfir meðaltali þar.Hitinn gæti farið yfir frostmark á norðurpólnumÚtbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur aldrei mælst minni miðað við árstíma nú í janúar samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu vetur. Hitinn mældist langt yfir meðaltali veturna 2015 til 2016 og 2016 til 2017. Loftslagslíkön spá því að hlýindi af þessu tagi séu líklegri á hlýnandi jörðu þar sem hlýir loftstraumar eigi greiðari leið norður á bóginn þegar hafísinn á norðurskautinu hopar. Spáð er áframhaldandi hlýindum á norðurskautinu næstu daga. Hitinn á sumum stöðum gæti orðið allt að 34°C hærri en vanalega. Á norðurpólnum sjálfum gæti hitinn jafnvel farið yfir frostmark á fimmtudag og sunnudag. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hiti á norðurskautinu hefur á sumum stöðum verið meira en 25°C hærri en vanalega í febrúar. Norðan 80. breiddargráðu norður hefur meðalhitinn verið um 6°C hærri á fyrstu mánuðum ársins en í venjulegu árferði.Washington Post segir frá því að hitinn á Morris Jesup-höfða, nyrstu veðurathugunarstöð heims nyrst á Grænlandi, hafi verið yfir frostmarki í meira en sólahring frá mánudegi fram á þriðjudag. Það gerist þrátt fyrir að sólin hafi sest þar í október og rísi ekki aftur fyrr en í mars. Ástæðan er rakin til hlýs lofts sem flæðir úr öllum áttum inn á norðurskautið. Í norðurhluta Alaska hefur hitastigið verið allt að 25°C yfir meðaltali. Hitamet fyrir árstíma var slegið í Utquagvik þar sem hitinn náði -1°C. Það er 22°C yfir meðaltali þar.Hitinn gæti farið yfir frostmark á norðurpólnumÚtbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur aldrei mælst minni miðað við árstíma nú í janúar samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu vetur. Hitinn mældist langt yfir meðaltali veturna 2015 til 2016 og 2016 til 2017. Loftslagslíkön spá því að hlýindi af þessu tagi séu líklegri á hlýnandi jörðu þar sem hlýir loftstraumar eigi greiðari leið norður á bóginn þegar hafísinn á norðurskautinu hopar. Spáð er áframhaldandi hlýindum á norðurskautinu næstu daga. Hitinn á sumum stöðum gæti orðið allt að 34°C hærri en vanalega. Á norðurpólnum sjálfum gæti hitinn jafnvel farið yfir frostmark á fimmtudag og sunnudag.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54