Toppliðið á Ítalíu úr leik þrátt fyrir 2-0 sigur Anton Ingi Leifsson skrifar 22. febrúar 2018 19:45 Úr leiknum í kvöld. Vísir/afp Topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, Napoli, er úr leik í Evrópudeildinni þetta árið þrátt fyrir 2-0 sigur á RB Leipzig. Leikurinn var liður í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þjóðverjarnir voru með myndarlega forystu fyrir síðari leikinn eftir 3-1 sigur í Þýskalandi og ljóst að Napoli þurfti að skora að minnsta kosti þrjú mörk á Red Bull leikvanginum í Leipizig. Piotr Zielinski kom Napoli yfir á 33. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Napoli þurfti tvö mörk í viðbót og Lorenzo Insigne hleypti lífi i þetta fimm mínútum fyrir leikslok. Nær komust gestirnir frá Ítalíu ekki og er Leipzig því komið áfram í 16-liða úrslitin, en ekki er búið að draga í sextán liða úrslitin. Evrópudeild UEFA
Topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, Napoli, er úr leik í Evrópudeildinni þetta árið þrátt fyrir 2-0 sigur á RB Leipzig. Leikurinn var liður í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þjóðverjarnir voru með myndarlega forystu fyrir síðari leikinn eftir 3-1 sigur í Þýskalandi og ljóst að Napoli þurfti að skora að minnsta kosti þrjú mörk á Red Bull leikvanginum í Leipizig. Piotr Zielinski kom Napoli yfir á 33. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Napoli þurfti tvö mörk í viðbót og Lorenzo Insigne hleypti lífi i þetta fimm mínútum fyrir leikslok. Nær komust gestirnir frá Ítalíu ekki og er Leipzig því komið áfram í 16-liða úrslitin, en ekki er búið að draga í sextán liða úrslitin.