Sport

„Þetta er risastórt verkefni fyrir okkur”

Telma Tómasson skrifar
Rétt líkamsbeiting, fagleg reiðmennska, góðar eða gallaðar sýningar og ósamræmi í dómum í er mikið í umræðunni í hestaíþróttum og getur verið mikið hitamál. Sumir ganga það langt að fullyrða að keppni í hestaíþróttum gangi út á að fífla dómarana og á stundum takist býsna vel til.

Keppni í slaktaumatölti T2 í hestaíþróttum er til að mynda ekki aðeins áskorun fyrir knapa heldur einnig fyrir dómarana, sem hugsanlega er auðvelt að „blöffa”.

„Slaki taumurinn er aðeins trikkí, ef ég má sletta, og þurfa dómararnir að vera verulega á tánum,” segir Halldór G. Victorsson, formaður HÍDÍ, í umræðuþætti um Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum sem sýndur verður á Stöð 2 sport í kvöld. „Skilaboðin þurfa að vera rétt fyrir knapana… og talandi um blekkingar…þá er þar risastórt verkefni fyrir okkur að vinna í.”

Gestir þáttarins eru Jakob Svavar Sigurðsson, knapi og sigurvegari í slaktaumatölti í Meistaradeild Cintamani, Rúna Einarsdóttir knapi og Halldór G. Victorsson, formaður HÍDÍ.

Meðfylgjandi er myndbrot úr þættinum sem er á dagskrá á Stöð 2 sport klukkan 22:05 í kvöld, fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×