Fótbolti

Lögreglumaður látinn eftir átök við stuðningsmenn Spartak Moskvu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. vísir/afp
Lögreglumaður er látinn eftir baráttu spænsku lögreglunnar við stuðningsmenn Spartak Moskvu, en Spartak spilaði við Athletic Bilbao í kvöld í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Marca greinir frá því að um 200 stuðningsmenn rússnesska liðsins hafi komið á völlinn klukkutímum fyrir leikinn. Þar hafi þeir hent glösum og blysum í átt að stuðningsmönnum Bilbao.

Lögreglan í Baskalandi reyndi síðan að koma sér inn á milli stuðningsmannahópanna, en það gekk mjög illa. Það endaði það skelfilega að einn lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús með hjartastopp.

Stuttu síðar var greint frá því að hann væri því miður látinn, en að minnsta kosti fimm voru handteknir í látunum í kvöld. Það er ljóst að UEFA þarf að taka enn fastar á þessum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×