Sport

Snorri kláraði ekki 50km gönguna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Snorri Einarsson.
Snorri Einarsson. vísir/getty
Snorri Einarsson lauk ekki keppni í síðustu grein sinni á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu. Hann hætti eftir níu kílómetra af 50km skíðagöngu.

Snorri var með rásnúmer 44 en þegar hann hætti var hann í 57. sæti af 71 keppanda. Hann endaði í 56. sæti í báðum hinum greinunum sem hann keppti í 15km göngu með frjálsri aðferð og 30km skiptigöngu.

Íslensku keppendurnir hafa nú lokið keppni á leikunum en þeim lýkur á morgun, sunnudag.

Hinn finnski Iivo Niskanen frá Finnlandi vann gönguna í morgun en hann gekk vegalengdina á 2:08.22 klst, 18,7 sekúndum á undan Alexander Bolshunov frá Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×