„Ég er mikill aðdáandi Sigmundar en skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum“ Þórdís Valsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 14:54 Brynjar kveðst vera mikill aðdáandi formanns Miðflokksins en skilur ekki hvað málið er varðandi söluna á Arion banka. Vísir/samsett mynd „Ég er oft sammála Sigmundi Davíð og er mikill aðdáandi hans en ég skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann og Sigmundur Davíð voru gestir Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem þeir ræddu sölu ríkisins á þrettán prósenta hlut sínum í Arion Banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Sigmundur Davíð hefur sagt að með sölunni séu vogunarsjóðirnir að taka aftur völdin. Hann segir að nú séum við komin aftur til stefnunnar sem var ríkjandi árið 2009. „Það birtist meðal annars í þessu hluthafasamkomulagi sem nú er verið að vísa til frá 2009 og gekk í raun og veru út á það að stjórnvöld afhentu vogunarsjóðum bankakerfi landsins og hlaupi þá undir bagga með þeim líka því þessi þrettán prósenta hlutur ríkisins er nú bara túlkaður sem lán og endurgreiðslan tekur mið af því, þ.e.a.s. litið er á sölu ríkisins sem endurgreiðslu. Ekkert er tekið tillit til eigna bankans eða undirliggjandi verðmæta í honum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur segir að allt sé túlkað vogunarsjóðunum í hag og að stjórnvöld séu fyrst og fremst í því að efast um stöðu ríkisins. „Þetta er mjög skaðleg nálgun þegar stjórnvöld annast hagsmunagæslu fyrir samfélagið með þessum hætti,“ segir Sigmundur. Brynjar Níelsson er ekki sammála Sigmundi og segir að í aðdraganda sölunnar hafi allt gengið út á að gæta hagsmuna ríkisins. „Allt þetta er í mínum huga mjög eðlilegt og hagsmunum ríkisins er gætt. Ég verð bara að viðurkenna það Sigmundur minn að fyrir mér var þetta bara eitthvert stökk inn í að stofna nýjan flokk og ná einhverri stöðu, og það tókst. Ég held að þetta sé allt meira og minna á misskilningi byggt.“Vogunarsjóðirnir ná sínu fram „Þetta er framhald af þessari atburðarás sem nær núna nánast áratug aftur í tímann og átti að klárast að mínu mati með því að ríkið kláraði það að koma á því sem kalla mætti heilbrigðu fjármálakerfi,“ segir Sigmundur en hann taldi rétt að það yrði farin sama leið og með Íslandsbanka á sínum tíma. Hann segir að stjórnvöld hafi ætlað að hafa mikið um það að segja hvernig yrði staðið að sölunni. „En það að einhverjir vogunarsjóðir sem enginn veit hverjir eru á bak við í New York og London ættu að eignast hér stærsta banka landsins? Með því er bara verið að fara á svig við það sem lagt var upp með, á svig við það sem búið var að berjast fyrir árum saman. Nú eru þessir vogunarsjóðir að taka alls konar æfingar sem stjórnvöld skilja ekki eða bara blessa því þeim finnst svo óþægilegt að spá í svona flókin mál. Þeir eru að fá sínu fram,“ segir Sigmundur og heldur því fram að téðir vogunarsjóðir hafi á einu ári eytt nítján milljörðum í hagsmunagæslu hér á landi. Brynjar segir að hann eigi ekki von á öðru en að eigendur bankanna hámarki sinn hag. „En ég sé engar fléttur í spilinu sem geta skaðað okkur. Þetta fer væntanlega í almennt útboð og þeir geta ekki farið lægra en 0,8 í söluverði,“ segir Brynjar og bætir við að hann sjái ekki vandamál í hendi hvað þetta varðar.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Ég er oft sammála Sigmundi Davíð og er mikill aðdáandi hans en ég skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann og Sigmundur Davíð voru gestir Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem þeir ræddu sölu ríkisins á þrettán prósenta hlut sínum í Arion Banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Sigmundur Davíð hefur sagt að með sölunni séu vogunarsjóðirnir að taka aftur völdin. Hann segir að nú séum við komin aftur til stefnunnar sem var ríkjandi árið 2009. „Það birtist meðal annars í þessu hluthafasamkomulagi sem nú er verið að vísa til frá 2009 og gekk í raun og veru út á það að stjórnvöld afhentu vogunarsjóðum bankakerfi landsins og hlaupi þá undir bagga með þeim líka því þessi þrettán prósenta hlutur ríkisins er nú bara túlkaður sem lán og endurgreiðslan tekur mið af því, þ.e.a.s. litið er á sölu ríkisins sem endurgreiðslu. Ekkert er tekið tillit til eigna bankans eða undirliggjandi verðmæta í honum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur segir að allt sé túlkað vogunarsjóðunum í hag og að stjórnvöld séu fyrst og fremst í því að efast um stöðu ríkisins. „Þetta er mjög skaðleg nálgun þegar stjórnvöld annast hagsmunagæslu fyrir samfélagið með þessum hætti,“ segir Sigmundur. Brynjar Níelsson er ekki sammála Sigmundi og segir að í aðdraganda sölunnar hafi allt gengið út á að gæta hagsmuna ríkisins. „Allt þetta er í mínum huga mjög eðlilegt og hagsmunum ríkisins er gætt. Ég verð bara að viðurkenna það Sigmundur minn að fyrir mér var þetta bara eitthvert stökk inn í að stofna nýjan flokk og ná einhverri stöðu, og það tókst. Ég held að þetta sé allt meira og minna á misskilningi byggt.“Vogunarsjóðirnir ná sínu fram „Þetta er framhald af þessari atburðarás sem nær núna nánast áratug aftur í tímann og átti að klárast að mínu mati með því að ríkið kláraði það að koma á því sem kalla mætti heilbrigðu fjármálakerfi,“ segir Sigmundur en hann taldi rétt að það yrði farin sama leið og með Íslandsbanka á sínum tíma. Hann segir að stjórnvöld hafi ætlað að hafa mikið um það að segja hvernig yrði staðið að sölunni. „En það að einhverjir vogunarsjóðir sem enginn veit hverjir eru á bak við í New York og London ættu að eignast hér stærsta banka landsins? Með því er bara verið að fara á svig við það sem lagt var upp með, á svig við það sem búið var að berjast fyrir árum saman. Nú eru þessir vogunarsjóðir að taka alls konar æfingar sem stjórnvöld skilja ekki eða bara blessa því þeim finnst svo óþægilegt að spá í svona flókin mál. Þeir eru að fá sínu fram,“ segir Sigmundur og heldur því fram að téðir vogunarsjóðir hafi á einu ári eytt nítján milljörðum í hagsmunagæslu hér á landi. Brynjar segir að hann eigi ekki von á öðru en að eigendur bankanna hámarki sinn hag. „En ég sé engar fléttur í spilinu sem geta skaðað okkur. Þetta fer væntanlega í almennt útboð og þeir geta ekki farið lægra en 0,8 í söluverði,“ segir Brynjar og bætir við að hann sjái ekki vandamál í hendi hvað þetta varðar.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00
Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37