Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 10:45 Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time‘s Up byltingunum af stað. Hún segist enn vera óörugg um hvort saga hennar eigi heima í nýlegum byltingum kvenna en að nú þurfi konur sem finni sig í svipaðri stöðu og hún árið 1998 ekki að bera harm sinn í hljóði. Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Lewinsky var þá 22 ára gömul en Clinton 49 ára. Sama ár var Clinton kærður fyrir brot í embætti, meðal annars fyrir samband sitt við Lewinsky. Hún hefur nú skrifað grein um reynslu sína fyrir tímaritið Vanity Fair. Hún segir að árið á eftir hafi einkennst af skömm. Henni hafi fundist hún yfirgefin, bæði af almenningi og Clinton sjálfum, sem hafi leyft fjölmiðlum að tæta hana í sig þrátt fyrir að hafa þekkt hana vel og náið. Henni hafi fundist hún ein á báti allt þar til MeToo byltingin hófst. „Þegar ég lít til baka hef ég komist að því að mitt áfall var, á vissan hátt, smækkuð útgáfa af stærra áfalli þjóðarinnar,“ skrifar Lewinsky. Hún segir að grundvallarstoðir samfélagsins hafi breyst árið 1998 í kjölfar þess að upp komst um ástarsambandið. Það sama sé nú að gerast eftir fréttir af kynferðislegri áreitni hinna ýmsu valdamanna. Monica Lewinsky ásamt fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.Vísir/Getty Misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum Lewinsky hefur alltaf lagt áherslu á að samband hennar og Clinton hafi verið með samþykki beggja aðila en segist nú átta sig á því að samþykki sé flókið hugtak. „Vegurinn sem leiddi þangað var þakinn óviðeigandi misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum,“ skrifar hún. „Hann var yfirmaður minn. Hann var valdamesti maður í heimi. Hann var 27 árum eldri en ég og átti að vita betur. Hann var á þeim tíma á hátindi ferils síns og ég var í mínu fyrsta starfi eftir háskóla,“ skrifar Lewinsky en bætir við að hún átti sig á ábyrgð sinni í málinu. Hún sjái eftir sínum hlut á hverjum einasta degi. „Ég hef ekki náð lengra í mínu endurmati. En ég veit eitt fyrir víst: Hluti af því sem hefur hjálpað minni hugarfarsbreytingu er sú vitneskja að ég er ekki lengur ein. Og fyrir það er ég þakklát.“ Skilin ein eftir Lewinsky skandallinn var eitt af fyrstu fréttamálunum sem var aðallega greint frá á netmiðlum og segir Lewinsky að þó að Internetið hafi reynst henni erfitt virðast samfélagsmiðlar nú vera bjargvættur margra kvenna. „Hver sem er getur deilt sinni #MeToo sögu og er strax boðinn velkominn í hópinn.“ Hún bendir einnig á að stuðningshópar fyrir þolendur á netinu hafi ekki verið henni aðgengilegir fyrir 20 árum síðan. Í hennar tilfelli hafi öll völdin verið í höndum forsetans, Bandaríkjaþings, saksóknara og fjölmiðla. Lewinsky segir að nýleg samskipti hennar við eina af leiðtogum MeToo byltingarinnar hafi haft mikil áhrif á hana þegar sú síðarnefnda hafi harmað hve ein á báti Lewinsky var í kjölfar skandalsins. „Jú ég fékk mörg stuðningsbréf árið 1998. Og jú (guði sé lof), ég hafði stuðning fjölskyldu og vina. En að mestu var ég ein. Alein. Opinberlega alein, yfirgefin af öllum lykilpersónum í þessari krísu, sem þekktu mig vel og náið. Við getum öll verið sammála um að ég hafi gert mistök, en að synda í þessum sjó einmanaleika var skelfilegt.“ Ritgerð Monicu Lewinsky má lesa í heild sinni hér. MeToo Bandaríkin Bill Clinton Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time‘s Up byltingunum af stað. Hún segist enn vera óörugg um hvort saga hennar eigi heima í nýlegum byltingum kvenna en að nú þurfi konur sem finni sig í svipaðri stöðu og hún árið 1998 ekki að bera harm sinn í hljóði. Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Lewinsky var þá 22 ára gömul en Clinton 49 ára. Sama ár var Clinton kærður fyrir brot í embætti, meðal annars fyrir samband sitt við Lewinsky. Hún hefur nú skrifað grein um reynslu sína fyrir tímaritið Vanity Fair. Hún segir að árið á eftir hafi einkennst af skömm. Henni hafi fundist hún yfirgefin, bæði af almenningi og Clinton sjálfum, sem hafi leyft fjölmiðlum að tæta hana í sig þrátt fyrir að hafa þekkt hana vel og náið. Henni hafi fundist hún ein á báti allt þar til MeToo byltingin hófst. „Þegar ég lít til baka hef ég komist að því að mitt áfall var, á vissan hátt, smækkuð útgáfa af stærra áfalli þjóðarinnar,“ skrifar Lewinsky. Hún segir að grundvallarstoðir samfélagsins hafi breyst árið 1998 í kjölfar þess að upp komst um ástarsambandið. Það sama sé nú að gerast eftir fréttir af kynferðislegri áreitni hinna ýmsu valdamanna. Monica Lewinsky ásamt fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.Vísir/Getty Misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum Lewinsky hefur alltaf lagt áherslu á að samband hennar og Clinton hafi verið með samþykki beggja aðila en segist nú átta sig á því að samþykki sé flókið hugtak. „Vegurinn sem leiddi þangað var þakinn óviðeigandi misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum,“ skrifar hún. „Hann var yfirmaður minn. Hann var valdamesti maður í heimi. Hann var 27 árum eldri en ég og átti að vita betur. Hann var á þeim tíma á hátindi ferils síns og ég var í mínu fyrsta starfi eftir háskóla,“ skrifar Lewinsky en bætir við að hún átti sig á ábyrgð sinni í málinu. Hún sjái eftir sínum hlut á hverjum einasta degi. „Ég hef ekki náð lengra í mínu endurmati. En ég veit eitt fyrir víst: Hluti af því sem hefur hjálpað minni hugarfarsbreytingu er sú vitneskja að ég er ekki lengur ein. Og fyrir það er ég þakklát.“ Skilin ein eftir Lewinsky skandallinn var eitt af fyrstu fréttamálunum sem var aðallega greint frá á netmiðlum og segir Lewinsky að þó að Internetið hafi reynst henni erfitt virðast samfélagsmiðlar nú vera bjargvættur margra kvenna. „Hver sem er getur deilt sinni #MeToo sögu og er strax boðinn velkominn í hópinn.“ Hún bendir einnig á að stuðningshópar fyrir þolendur á netinu hafi ekki verið henni aðgengilegir fyrir 20 árum síðan. Í hennar tilfelli hafi öll völdin verið í höndum forsetans, Bandaríkjaþings, saksóknara og fjölmiðla. Lewinsky segir að nýleg samskipti hennar við eina af leiðtogum MeToo byltingarinnar hafi haft mikil áhrif á hana þegar sú síðarnefnda hafi harmað hve ein á báti Lewinsky var í kjölfar skandalsins. „Jú ég fékk mörg stuðningsbréf árið 1998. Og jú (guði sé lof), ég hafði stuðning fjölskyldu og vina. En að mestu var ég ein. Alein. Opinberlega alein, yfirgefin af öllum lykilpersónum í þessari krísu, sem þekktu mig vel og náið. Við getum öll verið sammála um að ég hafi gert mistök, en að synda í þessum sjó einmanaleika var skelfilegt.“ Ritgerð Monicu Lewinsky má lesa í heild sinni hér.
MeToo Bandaríkin Bill Clinton Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira