Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Hersir Aron Ólafsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 26. febrúar 2018 22:49 Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Talið er að yfir 550 manns hafi látist á síðustu átta dögum í árásum á Ghouta-svæðið í grennd við höfuðborgina Damaskus. Talið er að á meðal þeirra séu um annað hundrað börn. Hátt í fjögur hundruð þúsund saklausir borgarar sitja fastir í Ghouta en svæðið lýtur stjórn uppreisnarmanna. Sýrlandsher hefur ekki látið samhljóða ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um þrjátíu daga vopnahlé, stöðva sig í að gera nánast linnulausar árásir á svæðið. Sýrlensk stjórnvöld njóta stuðnings Rússa í baráttu sinni við uppreisnarmenn en með tillögu sinni vill Pútín gefa saklausum borgurum færi á að flýja heimili sín. Þannig er að því stefnt að gert verði hlé á sprengjuflóðinu á milli klukkan níu á morgnanna og tvö um eftirmiðdaginn, frá og með morgundeginum. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Sýrlandi munu aðstoða þá sem hyggjast flýja heimili sín í Ghouta með því að dreifa upplýsingum í gegnum SMS-skilaboð, myndbönd og með bæklingum. Þá munu þeir hjálpa við að koma í gagnið svokölluðum „mannúðlegum gangi“ sem borgarar geta nýtt til þess að flýja.Svæðið sem „helvíti á jörðu“ Heilbrigðisstarfsmenn hafa greint frá því að nokkur fjöldi sjúklinga, þar á meðal börn, hafi sýnt einkenni sem benda til þess að efnavopn hafa verið notuð í árásir. Þetta hefur þó ekki verið staðfest en Rússar segja að um fals-fréttir sé að ræða. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að svæðið væri „sem helvíti á jörðu“. „Austur-Ghouta getur ekki beðið, það er löngu tímabært að stöðva þetta helvíti á jörð,“ sagði Guterres í dag. Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Talið er að yfir 550 manns hafi látist á síðustu átta dögum í árásum á Ghouta-svæðið í grennd við höfuðborgina Damaskus. Talið er að á meðal þeirra séu um annað hundrað börn. Hátt í fjögur hundruð þúsund saklausir borgarar sitja fastir í Ghouta en svæðið lýtur stjórn uppreisnarmanna. Sýrlandsher hefur ekki látið samhljóða ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um þrjátíu daga vopnahlé, stöðva sig í að gera nánast linnulausar árásir á svæðið. Sýrlensk stjórnvöld njóta stuðnings Rússa í baráttu sinni við uppreisnarmenn en með tillögu sinni vill Pútín gefa saklausum borgurum færi á að flýja heimili sín. Þannig er að því stefnt að gert verði hlé á sprengjuflóðinu á milli klukkan níu á morgnanna og tvö um eftirmiðdaginn, frá og með morgundeginum. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Sýrlandi munu aðstoða þá sem hyggjast flýja heimili sín í Ghouta með því að dreifa upplýsingum í gegnum SMS-skilaboð, myndbönd og með bæklingum. Þá munu þeir hjálpa við að koma í gagnið svokölluðum „mannúðlegum gangi“ sem borgarar geta nýtt til þess að flýja.Svæðið sem „helvíti á jörðu“ Heilbrigðisstarfsmenn hafa greint frá því að nokkur fjöldi sjúklinga, þar á meðal börn, hafi sýnt einkenni sem benda til þess að efnavopn hafa verið notuð í árásir. Þetta hefur þó ekki verið staðfest en Rússar segja að um fals-fréttir sé að ræða. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að svæðið væri „sem helvíti á jörðu“. „Austur-Ghouta getur ekki beðið, það er löngu tímabært að stöðva þetta helvíti á jörð,“ sagði Guterres í dag.
Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40