Erlent

Blái refurinn fjarflytur sig á Ólympíuleikana

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Það er ekki annað að sjá en að dýrin veki lukku.
Það er ekki annað að sjá en að dýrin veki lukku.
Japanir hafa lokið við að velja lukkudýr fyrir Ólympíuleikana sem fara munu fram í Tókýó sumarið 2020. Lukkudýrin hafa ekki enn verið nefnd en þau eru litrík og þykja lík refum í útliti. BBC greinir frá.

Valið fór fram með kosningu þar sem sex og hálf milljón japanskra barna greiddu atkvæði. Munu lukkudýrin taka á móti keppendum og áhorfendum hýr á brá og blása þeim ólympíuanda í brjóst. Lukkudýrin munu hafa andstæða persónuleika en engu að síður búa að djúpri og traustri vináttu.

Lukkudýrin munu ekki fá að taka þátt í leikunum þar sem þau búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Blái refurinn getur fjarflutt sig og er því ljóst að erfitt væri fyrir íþróttafólk að etja kappi við hann, jafnvel á góðum degi. Bleiki refurinn býr hins vegar yfir hæfileikanum til að eiga samskipti við steina og sjálfan vindinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×