Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 28. febrúar 2018 17:00 Mikil snjókoma í Bretlandi hefur valdið röskunum á samgöngum. Visir/AP Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. Bærinn liggur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli en þar búa tæplega 1800 manns. Víða í Noregi fór frost undir 30 stig í nótt. Verdens gang greinir frá. Í Danmörku mældist rúmlega 10 gráðu frost í dag á Norður-Sjálandi. Þar furða menn sig á því að síðasti dagur vetrarins skuli einnig vera sá kaldasti. Mælir DR með því að þau sem eigi sér ekkert sérstakt erindi út fyrir hússins dyr í dag haldi sig heima, súpi á kakói og horfi á sjónvarpið. Mikil snjókoma hefur valdið röskunum í Bretlandi í dag. Tafir hafa verið á samgöngum og ekki var kennt þúsundum skóla í dag. Alls 400 bílar sátu fastir á A1 hraðbrautinni í nótt. Þá hefur breska Veðurstofan gefið út rauða viðvörun fyrir hluta Skotlands. BBC hefur í dag streymt fréttum af veðrinu í rauntíma.Eins og Vísir fjallaði ítarlega um í gær er kuldakastið á meginlandi Evrópu tilkomið vegna röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sagði að þessi viðsnúningur í veðurfari á norðuskautinu og meginlandinu tengist. Ástæðan væri röskun sem hafi orðið í meginveðurkerfi norðurhvelsins sem hófst um og fyrir miðjan febrúar. Á veturna heldur vestanvindabelti hrollköldu loftinu yfir norðurskautinu að mestu leyti í skorðum þó að það sleppi stundum út í litlum skömmtum eins og Íslendingar þekkja í norðanátt. Um miðjan febrúar hlýnaði hins vegar heiðhvolfið yfir norðurskautinu skyndilega. Sú hlýnun brýtur niður og veikir vestanvindabeltið. „Þegar slaknar á aðhaldi vestanvindabeltisins gerist það að hlýrra loft getur komist lengra norður og inn á heimskautasvæðið og kaldara loft sem alla jafna á heima á heimskautunum fer til suðurs,“ sagði Einar. Óvenju hlýtt er því á Norðurheimskautinu á meðan að óvenju kalt er yfir Evrópu. Erlent Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. Bærinn liggur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli en þar búa tæplega 1800 manns. Víða í Noregi fór frost undir 30 stig í nótt. Verdens gang greinir frá. Í Danmörku mældist rúmlega 10 gráðu frost í dag á Norður-Sjálandi. Þar furða menn sig á því að síðasti dagur vetrarins skuli einnig vera sá kaldasti. Mælir DR með því að þau sem eigi sér ekkert sérstakt erindi út fyrir hússins dyr í dag haldi sig heima, súpi á kakói og horfi á sjónvarpið. Mikil snjókoma hefur valdið röskunum í Bretlandi í dag. Tafir hafa verið á samgöngum og ekki var kennt þúsundum skóla í dag. Alls 400 bílar sátu fastir á A1 hraðbrautinni í nótt. Þá hefur breska Veðurstofan gefið út rauða viðvörun fyrir hluta Skotlands. BBC hefur í dag streymt fréttum af veðrinu í rauntíma.Eins og Vísir fjallaði ítarlega um í gær er kuldakastið á meginlandi Evrópu tilkomið vegna röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sagði að þessi viðsnúningur í veðurfari á norðuskautinu og meginlandinu tengist. Ástæðan væri röskun sem hafi orðið í meginveðurkerfi norðurhvelsins sem hófst um og fyrir miðjan febrúar. Á veturna heldur vestanvindabelti hrollköldu loftinu yfir norðurskautinu að mestu leyti í skorðum þó að það sleppi stundum út í litlum skömmtum eins og Íslendingar þekkja í norðanátt. Um miðjan febrúar hlýnaði hins vegar heiðhvolfið yfir norðurskautinu skyndilega. Sú hlýnun brýtur niður og veikir vestanvindabeltið. „Þegar slaknar á aðhaldi vestanvindabeltisins gerist það að hlýrra loft getur komist lengra norður og inn á heimskautasvæðið og kaldara loft sem alla jafna á heima á heimskautunum fer til suðurs,“ sagði Einar. Óvenju hlýtt er því á Norðurheimskautinu á meðan að óvenju kalt er yfir Evrópu.
Erlent Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15