Stór verslunarkeðja hættir sölu á hríðskotabyssum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2018 18:53 Margir kannast við þetta nafn. Vísir/Getty Ein stærsta íþrótta- og tómstundavöruverslunarkeðja Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta alfarið sölu á hríðskotabyssum. Þá mun verslunarkeðjan einnig styðja umbætur á skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Dick's Sporting Goods rekur alls um 600 verslanir víðs vegar um Bandaríkin og er nýjasta fyrirtækið sem verður við kröfum um að hætta sölu á hríðskotabyssum, líkt og þeirri sem notuð var í Parkland í Flórída fyrr í mánuðinum þar sem 17 voru myrtir. Ýmis stórfyrirtæki hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar skotárásarinnar, þar á meðal flugfélögin Delta og United Airlines. Forsvarsmenn Dick's Sporting Goods hafa skuldbundið sig til þess að hætta að selja hríðskotabyssur í öllum verslunum keðjunnar. Fyrirtækið hafði hætt sölu á slíkum byssum eftir skotárásina í Sandy Hook árið 2012. Slíkar byssur voru þó enn til sölu í 35 verslunum dótturfyrirtækis keðjunnar en munu ekki lengur vera til sölu þar. Þá mun verslunarkeðjan hætta sölu á sérstökum magasínum sem gera það mögulegt að skjóta fleiri skotum úr byssunum á skemmri tíma auk þess sem enginn undir 21 árs aldri mun geta keypt skotvopn í verslunum keðjunnar. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ein stærsta íþrótta- og tómstundavöruverslunarkeðja Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta alfarið sölu á hríðskotabyssum. Þá mun verslunarkeðjan einnig styðja umbætur á skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Dick's Sporting Goods rekur alls um 600 verslanir víðs vegar um Bandaríkin og er nýjasta fyrirtækið sem verður við kröfum um að hætta sölu á hríðskotabyssum, líkt og þeirri sem notuð var í Parkland í Flórída fyrr í mánuðinum þar sem 17 voru myrtir. Ýmis stórfyrirtæki hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar skotárásarinnar, þar á meðal flugfélögin Delta og United Airlines. Forsvarsmenn Dick's Sporting Goods hafa skuldbundið sig til þess að hætta að selja hríðskotabyssur í öllum verslunum keðjunnar. Fyrirtækið hafði hætt sölu á slíkum byssum eftir skotárásina í Sandy Hook árið 2012. Slíkar byssur voru þó enn til sölu í 35 verslunum dótturfyrirtækis keðjunnar en munu ekki lengur vera til sölu þar. Þá mun verslunarkeðjan hætta sölu á sérstökum magasínum sem gera það mögulegt að skjóta fleiri skotum úr byssunum á skemmri tíma auk þess sem enginn undir 21 árs aldri mun geta keypt skotvopn í verslunum keðjunnar.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41