Erlent

New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Fyrirtækinu er gert að sök að hafa mistekist að vernda starfsmenn gegn Harvey Weinsten.
Fyrirtækinu er gert að sök að hafa mistekist að vernda starfsmenn gegn Harvey Weinsten. Vísir/Getty

Saksóknarar á vegum New York hafa lagt fram kæru á hendur framleiðslufyrirtæki Harvey Weinstein. Fyrirtækinu er gert að sök að hafa mistekist að vernda starfsmenn frá Harvey. BBC greinir frá. 

Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Rúmlega fimmtíu konur hafa sakað hann um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni.

Í málsókninni er gerð sú krafa að gróðinn sem hlýst af sölu fyrirtækisins renni að hluta til til fórnarlamba Weinstein en nokkrir fjárfestar hafa sýnt fyrirtækinu áhuga.

Saksóknarinn Eric Schneiderman sagði í dag að hann hafi lagt fram kæruna á hendur fyrirtækinu, Harvey Weinsten og Robert Weinsten. Eric sagði í yfirlýsingu að New York-búar ættu rétt á að vinna á vinnustöðum þar sem kynferðisleg áreitni og ótti líðist ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×