Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 10:45 Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að launakostnaður atvinnurekenda myndi hækka um 25 prósent ef vinnuvikan yrði stytt „með einu pennastriki,“ eins og hann orðar það, og vísar í frumvarp sem lagt hefur verið reglulega fyrir Alþingi og kveður á um að vinnuvikan verði stytt úr 40 stundum í 35. Hannes segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. Nokkuð hefur verið fjallað um styttingu vinnuvikunnar undanfarið og tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar þar um sem hafa gefist vel ef marka má frásagnir starfsmanna og stjórnenda á þeim vinnustöðum sem tekið hafa þátt. Hannes ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tilraunaverkefnin sem eru í gangi nú hafa það að yfirlýstu markmiði að fækka dagvinnustundum um eitthvað tiltekið. [...] Ég er mjög fylgjandi þessum tilraunaverkefnum en ég er ekki fylgjandi þessu markmiði að fara með einu pennastriki að stytta dagvinnuviku allra,“ sagði Hannes. Hann sagði SA fylgjandi því að auka sveigjanleika sem er bæði launafólki og fyrirtækjum til hagsbóta en stéttarfélögin verði að koma með í þá vegferð.„Ekki sáttur við það að við séum alltaf að tala um að vinnuvikan sé 40 stundir“ „Við erum til dæmis með ákvæði í okkar kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum svokallaðan fyrirtækjaþátt sem til þess fallinn að breyta alls konar reglum sem eru í kjarasamningum og gera frávik frá þeim og fólk fái þá meira borgað eða minni vinnutíma en gallinn við þetta fyrirkomulag er að það er neitunarvald hjá stéttarfélaginu og það hefur ekki fengið mikla útbreiðslu þetta form,“ sagði Hannes. Dæmi væru um tregðu hjá stéttarfélögum til þess að heimila frávik frá kjarasamningi að sögn Hannesar. Varðandi styttingu vinnuvikunnar með nýrri löggjöf, eins og því frumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu, sagði Hannes að launakostnaðurinn myndi hækka um fjórðung ef fólk héldi áfram að vinna jafnlengi og áður. Aðspurður hvort ekki væri hægt að setja þak á það sagði Hannes svona „pennastriksaðferðir“ ekki eiga við. „Það er sjálfsagt að menn þreifi sig áfram með því að hagræða hjá sér en þessi breyting á umgjörðinni hún getur ekki haft neitt annað í för með sér nema mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnulífið.“ Þá sagði Hannes að honum þætti umræðan um styttingu vinnuvikunnar oft markast af ýmis konar upplýsingaskorti, vanþekkingu og misskilningi. „Ég er til dæmis ekki sáttur við það að við séum alltaf að tala um að vinnuvikan sé 40 stundir. Hún er það ekki. Hún er 37 stundir að hámarki og hjá mörgum styttri. Eins og til dæmis í kjarasamningi SA og verslunarmanna þá er hún 36 og hálf eða 36 tímar og korter hjá sumum. En það er alltaf verið að tala um að það séu 40 stundir og þegar við erum að bera okkur saman við önnur lönd þá berum við alltaf saman þessar 40 og leggjum síðan eitthvað tiltekið magn af yfirvinnustundum ofan á, sem að ég tel að sé vegna ákvæðist í kjarasamningum að stórum hluta. Það eru 15 prósent af launagreiðslum í almenna atvinnulífinu eru yfirvinnugreiðslur á meðan það er nánast óþekkt til dæmis í Frakklandi,“ sagði Hannes en viðtalið í Bítinu má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að launakostnaður atvinnurekenda myndi hækka um 25 prósent ef vinnuvikan yrði stytt „með einu pennastriki,“ eins og hann orðar það, og vísar í frumvarp sem lagt hefur verið reglulega fyrir Alþingi og kveður á um að vinnuvikan verði stytt úr 40 stundum í 35. Hannes segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. Nokkuð hefur verið fjallað um styttingu vinnuvikunnar undanfarið og tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar þar um sem hafa gefist vel ef marka má frásagnir starfsmanna og stjórnenda á þeim vinnustöðum sem tekið hafa þátt. Hannes ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tilraunaverkefnin sem eru í gangi nú hafa það að yfirlýstu markmiði að fækka dagvinnustundum um eitthvað tiltekið. [...] Ég er mjög fylgjandi þessum tilraunaverkefnum en ég er ekki fylgjandi þessu markmiði að fara með einu pennastriki að stytta dagvinnuviku allra,“ sagði Hannes. Hann sagði SA fylgjandi því að auka sveigjanleika sem er bæði launafólki og fyrirtækjum til hagsbóta en stéttarfélögin verði að koma með í þá vegferð.„Ekki sáttur við það að við séum alltaf að tala um að vinnuvikan sé 40 stundir“ „Við erum til dæmis með ákvæði í okkar kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum svokallaðan fyrirtækjaþátt sem til þess fallinn að breyta alls konar reglum sem eru í kjarasamningum og gera frávik frá þeim og fólk fái þá meira borgað eða minni vinnutíma en gallinn við þetta fyrirkomulag er að það er neitunarvald hjá stéttarfélaginu og það hefur ekki fengið mikla útbreiðslu þetta form,“ sagði Hannes. Dæmi væru um tregðu hjá stéttarfélögum til þess að heimila frávik frá kjarasamningi að sögn Hannesar. Varðandi styttingu vinnuvikunnar með nýrri löggjöf, eins og því frumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu, sagði Hannes að launakostnaðurinn myndi hækka um fjórðung ef fólk héldi áfram að vinna jafnlengi og áður. Aðspurður hvort ekki væri hægt að setja þak á það sagði Hannes svona „pennastriksaðferðir“ ekki eiga við. „Það er sjálfsagt að menn þreifi sig áfram með því að hagræða hjá sér en þessi breyting á umgjörðinni hún getur ekki haft neitt annað í för með sér nema mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnulífið.“ Þá sagði Hannes að honum þætti umræðan um styttingu vinnuvikunnar oft markast af ýmis konar upplýsingaskorti, vanþekkingu og misskilningi. „Ég er til dæmis ekki sáttur við það að við séum alltaf að tala um að vinnuvikan sé 40 stundir. Hún er það ekki. Hún er 37 stundir að hámarki og hjá mörgum styttri. Eins og til dæmis í kjarasamningi SA og verslunarmanna þá er hún 36 og hálf eða 36 tímar og korter hjá sumum. En það er alltaf verið að tala um að það séu 40 stundir og þegar við erum að bera okkur saman við önnur lönd þá berum við alltaf saman þessar 40 og leggjum síðan eitthvað tiltekið magn af yfirvinnustundum ofan á, sem að ég tel að sé vegna ákvæðist í kjarasamningum að stórum hluta. Það eru 15 prósent af launagreiðslum í almenna atvinnulífinu eru yfirvinnugreiðslur á meðan það er nánast óþekkt til dæmis í Frakklandi,“ sagði Hannes en viðtalið í Bítinu má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30