Sport

Tók bronsið af heimakonu og fékk yfir sig þúsundir líflátshótana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi yfirdrifni fögnuður Boutin er hún frétti að kóreska stúlkan hefði verið dæmd úr leik ærði kóresku þjóðina. Þetta var allt í beinni og í kjölfarið varð fjandinn laus.
Þessi yfirdrifni fögnuður Boutin er hún frétti að kóreska stúlkan hefði verið dæmd úr leik ærði kóresku þjóðina. Þetta var allt í beinni og í kjölfarið varð fjandinn laus. vísir/getty
Suður-Kóreumenn standa þétt við bakið á sínu fólki á Vetrarólympíuleikunum og þeir voru allt annað en sáttir er brons var tekið af heimakonu.

Hin kanadíska Kim Boutin fékk bronsið í 500 metra skautaspretti eftir að hin kóreska Choi Min-jeong var dæmd úr leik. Við það brjáluðust Kóreubúarnir.

Þeir fóru í þúsunda tali inn á Twitter- og Instagramsíðu Boutin og létu hana heyra það. Kenndu henni um allt saman. Drulluðu yfir hana og hótuðu henni lífláti á ensku og kóresku. Skilaboðin voru að minnsta kosti 10 þúsund talsins.

Þetta gekk svo langt að Boutin varð að loka fyrir aðgengið að samfélagsmiðlunum sínum.

Alþjóða ólympíunefndin er ekki hrifin af þessari uppákomu og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem fólk er beðið um að virða íþróttamennina.

Boutin grét er hún fékk verðlaunin sín.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×