Þingmenn og Eyþór heimsækja lögguna Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2018 10:11 Glatt á hjalla. Vaskir laganna verðir, þingmenn, lögreglustjóri, ráðherra og Eyþór stilla sér upp fyrir ljósmyndara lögreglunnar. Þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins auk Eyþórs Arnalds frambjóðanda, fóru fylktu liði á lögreglustöðina í gær. Um var að ræða hálfopinbera heimsókn. Fyrir fríðum flokki Sjálfstæðismanna fór Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hennar, Laufey Rún Ketilsdóttir en jafnframt voru með í för þingmennirnir Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason, Birgir Ármannsson auk Eyþórs Arnalds sem nýverið sigraði í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni. Nokkra athygli vakti á dögunum þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísaði Eyþóri af fundi, vegna þess að hann hafði enga lögformlega stöðu né hafði honum verið boðið. Eyþór var þá í föruneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Margir Sjálfstæðismenn fyrrtust fyrir hönd Eyþórs, meðal annarra Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, en Dagur sagði að Eyþór hefði ekki átt þarna neitt erindi. En, ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokkinn ætla ekki að halda Eyþóri úti í kuldanum þó staða hans sé óljós. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók fagnandi á móti Sjálfstæðismönnunum eins og sjá má af mynd sem þeir birtu á Facebooksíðu sinni. „Það er oft gestkvæmt á lögreglustöðinni, en í gær kom hópur sjálfstæðismanna í heimsókn og fundaði með okkar fólki. Þeir höfðu áhuga á að fræðast meira um starfsemi lögreglunnar og var það auðsótt mál,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Jafnframt segir að fundurinn var hinn ánægjulegasti, „en nokkuð reglulega sækja stjórnmálamenn okkur heim og er það vel að þeir, sem og aðrir, sýni starfi lögreglunnar áhuga.“ Meðal þeirra sem tóku á móti Sjálfstæðismönnunum var lögreglustjórinn sjálfur, Sigríður Björg Guðjónsdóttir. Lögreglumál Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Borgarstjóri fer yfir æsilega atburðina í Höfða. 14. febrúar 2018 13:57 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins auk Eyþórs Arnalds frambjóðanda, fóru fylktu liði á lögreglustöðina í gær. Um var að ræða hálfopinbera heimsókn. Fyrir fríðum flokki Sjálfstæðismanna fór Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hennar, Laufey Rún Ketilsdóttir en jafnframt voru með í för þingmennirnir Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason, Birgir Ármannsson auk Eyþórs Arnalds sem nýverið sigraði í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni. Nokkra athygli vakti á dögunum þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísaði Eyþóri af fundi, vegna þess að hann hafði enga lögformlega stöðu né hafði honum verið boðið. Eyþór var þá í föruneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Margir Sjálfstæðismenn fyrrtust fyrir hönd Eyþórs, meðal annarra Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, en Dagur sagði að Eyþór hefði ekki átt þarna neitt erindi. En, ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokkinn ætla ekki að halda Eyþóri úti í kuldanum þó staða hans sé óljós. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók fagnandi á móti Sjálfstæðismönnunum eins og sjá má af mynd sem þeir birtu á Facebooksíðu sinni. „Það er oft gestkvæmt á lögreglustöðinni, en í gær kom hópur sjálfstæðismanna í heimsókn og fundaði með okkar fólki. Þeir höfðu áhuga á að fræðast meira um starfsemi lögreglunnar og var það auðsótt mál,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Jafnframt segir að fundurinn var hinn ánægjulegasti, „en nokkuð reglulega sækja stjórnmálamenn okkur heim og er það vel að þeir, sem og aðrir, sýni starfi lögreglunnar áhuga.“ Meðal þeirra sem tóku á móti Sjálfstæðismönnunum var lögreglustjórinn sjálfur, Sigríður Björg Guðjónsdóttir.
Lögreglumál Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Borgarstjóri fer yfir æsilega atburðina í Höfða. 14. febrúar 2018 13:57 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51
Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Borgarstjóri fer yfir æsilega atburðina í Höfða. 14. febrúar 2018 13:57
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01