Náttúrulega bara stórkostlegt Telma Tómasson skrifar 16. febrúar 2018 17:45 Teitur Árnason. Vísir Teitur Árnason hafnaði í þriðja sæti í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Sat hann Brúneyju frá Grafarkoti, sem er mikið rútíneruð í þessari keppnisgrein. Athygli vekur að þrír efstu knaparnar tefldu allir fram hryssum í T2, sem er snúnari grein að vera góður í en margur ætlar. Slaktaumatölt reynir meðal annars mjög á jafnvægi hestsins og reiðmennskuhæfni knapans. „Hún var góð á slaka taumnum og þetta gekk bara fínt,“ sagði Teitur að lokinni forkeppni. Hann sagðist nokkuð sáttur með sýninguna en að hans sögn hefði Brúney þó getað verið betri á fyrstu tveimur atriðunum, tölti á frjálsri ferð og hægu. Frumburður Teits og Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur, pattaralegur drengur, kom í heiminn degi fyrir keppnisdag og var honum óskað til hamingju með það. „Það er náttúrlega bara stórkostlegt,“ sagði Teitur spurður um föðurhlutverkið. Sýningu Teits og Brúneyjar frá Grafarkoti í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 Sport.Top Reiter stigahæstEftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Teitur með 8 stig í einstaklingskeppninni. Hann er liðsstjóri Top Reiter sem hlaut liðsskjöldinn í gærkvöldi fyrir bestan samanlagðan árangur í T2, en liðsfélagar Teits, þeir Árni Björn Pálsson og Matthías Leó Matthíasson hlutu báðir 7.03 í einkunn í forkeppninni og stóðu rétt fyrir utan úrslitin í 7-8 sæti. Top reiter stendur nú efst í liðakeppninni með 101,5 stig. Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20 Hestar Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Teitur Árnason hafnaði í þriðja sæti í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Sat hann Brúneyju frá Grafarkoti, sem er mikið rútíneruð í þessari keppnisgrein. Athygli vekur að þrír efstu knaparnar tefldu allir fram hryssum í T2, sem er snúnari grein að vera góður í en margur ætlar. Slaktaumatölt reynir meðal annars mjög á jafnvægi hestsins og reiðmennskuhæfni knapans. „Hún var góð á slaka taumnum og þetta gekk bara fínt,“ sagði Teitur að lokinni forkeppni. Hann sagðist nokkuð sáttur með sýninguna en að hans sögn hefði Brúney þó getað verið betri á fyrstu tveimur atriðunum, tölti á frjálsri ferð og hægu. Frumburður Teits og Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur, pattaralegur drengur, kom í heiminn degi fyrir keppnisdag og var honum óskað til hamingju með það. „Það er náttúrlega bara stórkostlegt,“ sagði Teitur spurður um föðurhlutverkið. Sýningu Teits og Brúneyjar frá Grafarkoti í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 Sport.Top Reiter stigahæstEftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Teitur með 8 stig í einstaklingskeppninni. Hann er liðsstjóri Top Reiter sem hlaut liðsskjöldinn í gærkvöldi fyrir bestan samanlagðan árangur í T2, en liðsfélagar Teits, þeir Árni Björn Pálsson og Matthías Leó Matthíasson hlutu báðir 7.03 í einkunn í forkeppninni og stóðu rétt fyrir utan úrslitin í 7-8 sæti. Top reiter stendur nú efst í liðakeppninni með 101,5 stig. Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20
Hestar Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira