Allir steinarnir í krullukeppni ÓL koma frá einni lítilli eyju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 23:00 Rússinn Anastasia Bryzgalova með krullustein frá Ailsa Craig. Vísir/EPA Keppni í krullu hefur staðið yfir alla Ólympíuleikana í PyeongChang og vakið athygli margra eins og oft áður á vetrarleikunum. Þótt mörgum finnist að krullan liggi í dvala á milli Ólympíuleika er ekki svo en hún fær hins vegar aldrei meiri athygli heimsins en á vetrarólympíuleikum. Keppt er um þrenn gullverðlaun, parakeppninni lauk fyrst með sigri kanadíska parsins Kaitlyn Lawes og John Morris en liðakeppni karla og kvenna lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Danmörk eru öll með krullulið á mótinu en Norðmenn reyndar aðeins í karlaflokki. Krullusteinarnir sjálfir eru hinsvegar sér kapítuli útaf fyrir sig því þetta eru engir venjulegir steinar eða steinar sem þú finnur hvar sem er.Winter #Olympics geology: Ancient volcano off #Scotland provides the best #Curling Stones #PyeongChang2018 via @forbes@peteloader1@AilsaCraigrock#AilsaCraighttps://t.co/PH5HP9KGOq — BC (@mildthing99) February 10, 2018 Allir krullusteinarnir í sögu Ólympíuleikanna hafa nefnilega komið frá einni lítilli eyju og sú ber nafnið Ailsa Craig. Ailsa Craig er aðeins 99 hektarar að stærð og liggur sextán kílómetra fyrir utan vesturströnd Skotlands. Fólk býr ekki á eyjunni en þangað sækja menn granítið sem er notað í krullusteinana. Það eru nefnilega til fáir steinar sem þola álagið í krullukeppninni. Þeir þurfa að renna eftir ísnum en um leið að þola vatnið og þola það að klessa utan í hvern annan. Bergið á Ailsa Craig er fullkomið fyrir steinana og hefur fyrir vikið einokað krullukeppni Ólympíuleikana til þessa. Kays fyrirtækið frá Skotlandi hefur búið til krullusteinana frá árinu 1851 og hefur einkarétt á granítinu frá Ailsa Craig.Every curling stone ever used in the #Olympics has come from one tiny island: https://t.co/sLCIbAIgySpic.twitter.com/zDVrPoWGF8 — Yahoo Sports (@YahooSports) February 18, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Keppni í krullu hefur staðið yfir alla Ólympíuleikana í PyeongChang og vakið athygli margra eins og oft áður á vetrarleikunum. Þótt mörgum finnist að krullan liggi í dvala á milli Ólympíuleika er ekki svo en hún fær hins vegar aldrei meiri athygli heimsins en á vetrarólympíuleikum. Keppt er um þrenn gullverðlaun, parakeppninni lauk fyrst með sigri kanadíska parsins Kaitlyn Lawes og John Morris en liðakeppni karla og kvenna lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Danmörk eru öll með krullulið á mótinu en Norðmenn reyndar aðeins í karlaflokki. Krullusteinarnir sjálfir eru hinsvegar sér kapítuli útaf fyrir sig því þetta eru engir venjulegir steinar eða steinar sem þú finnur hvar sem er.Winter #Olympics geology: Ancient volcano off #Scotland provides the best #Curling Stones #PyeongChang2018 via @forbes@peteloader1@AilsaCraigrock#AilsaCraighttps://t.co/PH5HP9KGOq — BC (@mildthing99) February 10, 2018 Allir krullusteinarnir í sögu Ólympíuleikanna hafa nefnilega komið frá einni lítilli eyju og sú ber nafnið Ailsa Craig. Ailsa Craig er aðeins 99 hektarar að stærð og liggur sextán kílómetra fyrir utan vesturströnd Skotlands. Fólk býr ekki á eyjunni en þangað sækja menn granítið sem er notað í krullusteinana. Það eru nefnilega til fáir steinar sem þola álagið í krullukeppninni. Þeir þurfa að renna eftir ísnum en um leið að þola vatnið og þola það að klessa utan í hvern annan. Bergið á Ailsa Craig er fullkomið fyrir steinana og hefur fyrir vikið einokað krullukeppni Ólympíuleikana til þessa. Kays fyrirtækið frá Skotlandi hefur búið til krullusteinana frá árinu 1851 og hefur einkarétt á granítinu frá Ailsa Craig.Every curling stone ever used in the #Olympics has come from one tiny island: https://t.co/sLCIbAIgySpic.twitter.com/zDVrPoWGF8 — Yahoo Sports (@YahooSports) February 18, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira