Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 19:39 Fjöldamorðið í framhaldsskólanum á Flórída hefur vakið óhug í Bandaríkjunum. Nemendur skólans hafa vakið athygli fyrir málflutning sinn fyrir hertri byssulöggjöf í kjölfar ódæðisins. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti styðji þverpólitískt frumvarp um að bæta bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn. Nemendur sem lifðu af fjöldamorð í skóla á Flórída ætla að boða til kröfugöngu fyrir hertri byssulöggjöf í Washington í vor. Sautján létu lífið í skotárás ungs byssumanns í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag. Morðinginn notaði hríðskotabyssu í árásinni. Nemendur við skólann og víðar hafa látið duglega í sér heyra og krafist aðgerða til að koma í veg fyrir fleiri fjöldamorð með skotvopnum af þessu tagi í Bandaríkjunum. Lítið hefur hins vegar orðið um aðgerðir stjórnvalda þrátt fyrir mikla reiði eftir fyrri skotárásir í skólum og víðar. Sumir nemendanna hafa því boðað til fjöldagöngu í Washington-borg 24. mars, að því er CNN-fréttastöðin greinir frá. Ætlun þeirra er að setja þrýstingin á ráðamenn til að þeir geti ekki lengur vikið sér undan því að breyta reglum um skotvopn. Repúblikanar andsnúnir hertri löggjöf Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump forseti styðji frumvarp sem öldungadeildarþingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi eru með í smíðum. Því er ætlað að bæta eftirlit alríkisstjórnarinnar með því hverjir fá að kaupa skotvopn sem nú þegar er kveðið á um í lögum. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í nóvember eftir að byssumaður skaut á þriðja tug kirkjugesta til bana í Texas. John Cornyn, annar flutningsmanna frumvarpsins, segir að alríkisstofnanir hafi framfylgt lögunum um bakgrunnseftirlit slælega, að því er segir í frétt Reuters. Repúblikanaflokkur Trump hefur verið algerlega andsnúinn hertri löggjöf um skotvopnaeign sem repúblikanar telja vera stjórnarskrárvarinn rétt Bandaríkjamanna. Trump hefur sjálfur talað fyrir réttindum byssueigenda og naut stuðnings Skotvopnasamtaka Bandaríkjanna (NRA) fyrir kosningarnar árið 2016. Tilraunir demókrata til herða byssulöggjöfina eftir fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012 þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir með skotvopnum fóru út um þúfur vegna andstöðu repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti styðji þverpólitískt frumvarp um að bæta bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn. Nemendur sem lifðu af fjöldamorð í skóla á Flórída ætla að boða til kröfugöngu fyrir hertri byssulöggjöf í Washington í vor. Sautján létu lífið í skotárás ungs byssumanns í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag. Morðinginn notaði hríðskotabyssu í árásinni. Nemendur við skólann og víðar hafa látið duglega í sér heyra og krafist aðgerða til að koma í veg fyrir fleiri fjöldamorð með skotvopnum af þessu tagi í Bandaríkjunum. Lítið hefur hins vegar orðið um aðgerðir stjórnvalda þrátt fyrir mikla reiði eftir fyrri skotárásir í skólum og víðar. Sumir nemendanna hafa því boðað til fjöldagöngu í Washington-borg 24. mars, að því er CNN-fréttastöðin greinir frá. Ætlun þeirra er að setja þrýstingin á ráðamenn til að þeir geti ekki lengur vikið sér undan því að breyta reglum um skotvopn. Repúblikanar andsnúnir hertri löggjöf Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump forseti styðji frumvarp sem öldungadeildarþingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi eru með í smíðum. Því er ætlað að bæta eftirlit alríkisstjórnarinnar með því hverjir fá að kaupa skotvopn sem nú þegar er kveðið á um í lögum. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í nóvember eftir að byssumaður skaut á þriðja tug kirkjugesta til bana í Texas. John Cornyn, annar flutningsmanna frumvarpsins, segir að alríkisstofnanir hafi framfylgt lögunum um bakgrunnseftirlit slælega, að því er segir í frétt Reuters. Repúblikanaflokkur Trump hefur verið algerlega andsnúinn hertri löggjöf um skotvopnaeign sem repúblikanar telja vera stjórnarskrárvarinn rétt Bandaríkjamanna. Trump hefur sjálfur talað fyrir réttindum byssueigenda og naut stuðnings Skotvopnasamtaka Bandaríkjanna (NRA) fyrir kosningarnar árið 2016. Tilraunir demókrata til herða byssulöggjöfina eftir fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012 þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir með skotvopnum fóru út um þúfur vegna andstöðu repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45