Þarf að húðflúra andlit þjálfarans á sig ef liðið þeirra vinnur Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Chris Long. Vísir/Getty NFL-leikmaðurinn Chris Long bjóst greinilega ekki við því að vera að keppa í Super Bowl í ár en núna er hann aðeins einum sigurleik frá því að fá hring og um leið vafasamt húðflúr. Varnarmaðurinn Chris Long samdi við Philadelphia Eagles fyrir þetta tímabil og hitti þar fyrir gamlan þjálfara sinn Ken Flajole. Flajole og Long höfðu áður unnið saman hjá St. Louis Rams og þekktust því vel. Ken Flajole þjálfar varnarlínuna hjá Philadelphia Eagles og hann sagði fjölmiðlamönnum frá veðmáli þeirra félaga frá því síðasta haust. ESPN sagði frá.Chris Long is 1 win away from getting a tattoo of his linebacker coach. pic.twitter.com/S47a4cmbvv — SportsCenter (@SportsCenter) February 1, 2018Ken Flajole.Vísir/Getty„Þegar Chris kom til Philadelphia þá fórum við að tala saman í æfingabúðunum. Hann sagði eitthvað í líkindum við það að það væri ekkert skemmtilegra en ef við myndum lyfta Lombardi bikarnum saman,“ sagði Ken Flajole og svo kom afar áhugavert loforð frá leikmanninum hans. „Hann sagði svo: Ef við komust í Super Bowl og vinnum þá mun ég setja húðflúr af andlitinu þínu á líkamann minn,“ sagði Flajole og svar þjálfarans: „Ég sagði. Allt í lagi, Chris, þú verður að fara varlega núna því við vitum aldrei hvernig málin þróast stundum,“ sagði Flajole léttur. Philadelphia Eagles liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atlanta Falcons og Minnesota Vikings út úr úrslitakeppninni á leið sinni í Super Bowl leikinn. Þar bíða ríkjandi NFL-meistarar í New England Patriots. Chris Long var líka spurður út í þetta loforð sitt til þjálfarans. „Ég var bara að grínast en hann ætlar að rukka mig um þetta og minnti mig á þetta í vikunni. Þetta er gott vandmál að hafa,“ sagði Chris Long. Long er líka viss um að þjálfari sinn muni ekki gefa þetta aftir. „Þetta er harður gæi og mun ekki gefa mér neinn afslátt,“ sagði Long.Chris Long donated his entire 2017 salary to charity. Now, he and the @Eagles are headed to the Super Bowl. pic.twitter.com/lp8kfKesZ0 — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 23, 2018 Húðflúr NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Chris Long bjóst greinilega ekki við því að vera að keppa í Super Bowl í ár en núna er hann aðeins einum sigurleik frá því að fá hring og um leið vafasamt húðflúr. Varnarmaðurinn Chris Long samdi við Philadelphia Eagles fyrir þetta tímabil og hitti þar fyrir gamlan þjálfara sinn Ken Flajole. Flajole og Long höfðu áður unnið saman hjá St. Louis Rams og þekktust því vel. Ken Flajole þjálfar varnarlínuna hjá Philadelphia Eagles og hann sagði fjölmiðlamönnum frá veðmáli þeirra félaga frá því síðasta haust. ESPN sagði frá.Chris Long is 1 win away from getting a tattoo of his linebacker coach. pic.twitter.com/S47a4cmbvv — SportsCenter (@SportsCenter) February 1, 2018Ken Flajole.Vísir/Getty„Þegar Chris kom til Philadelphia þá fórum við að tala saman í æfingabúðunum. Hann sagði eitthvað í líkindum við það að það væri ekkert skemmtilegra en ef við myndum lyfta Lombardi bikarnum saman,“ sagði Ken Flajole og svo kom afar áhugavert loforð frá leikmanninum hans. „Hann sagði svo: Ef við komust í Super Bowl og vinnum þá mun ég setja húðflúr af andlitinu þínu á líkamann minn,“ sagði Flajole og svar þjálfarans: „Ég sagði. Allt í lagi, Chris, þú verður að fara varlega núna því við vitum aldrei hvernig málin þróast stundum,“ sagði Flajole léttur. Philadelphia Eagles liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atlanta Falcons og Minnesota Vikings út úr úrslitakeppninni á leið sinni í Super Bowl leikinn. Þar bíða ríkjandi NFL-meistarar í New England Patriots. Chris Long var líka spurður út í þetta loforð sitt til þjálfarans. „Ég var bara að grínast en hann ætlar að rukka mig um þetta og minnti mig á þetta í vikunni. Þetta er gott vandmál að hafa,“ sagði Chris Long. Long er líka viss um að þjálfari sinn muni ekki gefa þetta aftir. „Þetta er harður gæi og mun ekki gefa mér neinn afslátt,“ sagði Long.Chris Long donated his entire 2017 salary to charity. Now, he and the @Eagles are headed to the Super Bowl. pic.twitter.com/lp8kfKesZ0 — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 23, 2018
Húðflúr NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sjá meira