Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:15 Bálhvasst og töluverður snjór gerði ökumönnum erfitt fyrir á Hellisheiði í gærkvöldi. ívar halldórsson Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Veðrið gengur að mestu niður nú fyrir hádegi en viðvaranir Veðurstofunnar eru enn í gildi. Þannig voru á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði og Sandskeiði í gærkvöldi og sátu bílarnir fastir ýmist vegna veðurs eða vegna annarra bíla sem voru fastir. Tóku um 90 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðum við afar erfiðar aðstæður þar sem aftakaveður var. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalssheiði, Holtavörðuheiði, , Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fróðárheiði. Skoða á með opun Hellisheiðar og Þrengsla um klukkan 8. Þá er rétt að benda vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu á að töluverð hálka er á gangstéttum og gangstígum og því um að gera að fara varlega.Tilkynning frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar:Skólabílar keyra ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur í morgunsárið. Kennsla er að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það er hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann enda tilkynni þeir í skólann þá ákvörðun sína líkt og önnur forföll.Nemendur skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili.Samkvæmt viðbragðsáætluninni eiga starfsmenn skólans að mæta til vinnu í þeim bæjarkjarna sem þeir búa í þá daga sem rútuferðir eru felldar niður.Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á morgunin og ákvörðun um aksturs skólabíls verður endurskoðuð kl 9:00. Uppfært klukkan 09:04: Veðrið er að ganga niður í Snæfellbæ og skólabílar byrja að aka á ný milli Hellissands og Ólafsvíkur. Skólabíll fer frá Hellisandi kl. 9:30 og úr Ólafsvík 9:50. Þá fellur skólahald niður í Húnavallaskóla og í leikskólanum Vallabóli í dag vegna veðurs, í Grunnskólanum austan vatna á Hofsósi og Hólum að því er fram kemur á vef RÚV. Eftirfarandi ferðir strætó falla niður:Leið 51: N1 Selfoss kl.06:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.06:38 að Mjódd fellur niður N1 Selfoss kl.07:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.07:38 að Mjódd fellur niður BSÍ kl.06:55, Mjódd kl. 07:10 að Hveragerði kl.07:47 fellur niður, ekið frá Hveragerði kl.07:47 á Selfoss. Hella - Hvolsvöllur fellur niður. Mjódd kl.08:00 fellur niður.Leið 57: Akranes kl.06:20 í Mjódd Borgarnes kl.06:52 í Mjódd Akranes kl.08:30 í Mjódd Mjódd kl.07:25 að Akranesi (BSÍ kl.07:05) Mjódd kl. 07:45 að Borgarnesi Mjódd kl.09:00 Næsta tilkynning kl. 09:30Leið 58: frá Stykkishólmi kl.07:47 að Borgarnesi frá Borgarnesi kl.09:15 í Stykkishólm Leið 79: frá Húsavík kl. 06:24 á Akureyri frá Akureyri kl.08:21 á HúsavíkLeið 82: frá Hellissandi kl.07:06 í Stykkishólm frá Stykkishólmi kl.10:06 að Hellissandi. Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og jafvel snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar. Óveður á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, sunnan Selfoss. Skoða á með opnun um Hellisheiði og Þrengsli um klukkan 8. Upplýsingar hafa ekki borist frá Vesturlandi. Ófært er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er ófært um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði og Steingrímsfirði. Þungfært er á Súðavíkurhlíð.Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum. Þungfært er á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er úr Berufirði vestur í Jökulsárlóni en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.Fréttin var uppfærð klukkan 07:57. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26 Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25 Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Veðrið gengur að mestu niður nú fyrir hádegi en viðvaranir Veðurstofunnar eru enn í gildi. Þannig voru á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði og Sandskeiði í gærkvöldi og sátu bílarnir fastir ýmist vegna veðurs eða vegna annarra bíla sem voru fastir. Tóku um 90 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðum við afar erfiðar aðstæður þar sem aftakaveður var. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalssheiði, Holtavörðuheiði, , Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fróðárheiði. Skoða á með opun Hellisheiðar og Þrengsla um klukkan 8. Þá er rétt að benda vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu á að töluverð hálka er á gangstéttum og gangstígum og því um að gera að fara varlega.Tilkynning frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar:Skólabílar keyra ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur í morgunsárið. Kennsla er að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það er hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann enda tilkynni þeir í skólann þá ákvörðun sína líkt og önnur forföll.Nemendur skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili.Samkvæmt viðbragðsáætluninni eiga starfsmenn skólans að mæta til vinnu í þeim bæjarkjarna sem þeir búa í þá daga sem rútuferðir eru felldar niður.Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á morgunin og ákvörðun um aksturs skólabíls verður endurskoðuð kl 9:00. Uppfært klukkan 09:04: Veðrið er að ganga niður í Snæfellbæ og skólabílar byrja að aka á ný milli Hellissands og Ólafsvíkur. Skólabíll fer frá Hellisandi kl. 9:30 og úr Ólafsvík 9:50. Þá fellur skólahald niður í Húnavallaskóla og í leikskólanum Vallabóli í dag vegna veðurs, í Grunnskólanum austan vatna á Hofsósi og Hólum að því er fram kemur á vef RÚV. Eftirfarandi ferðir strætó falla niður:Leið 51: N1 Selfoss kl.06:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.06:38 að Mjódd fellur niður N1 Selfoss kl.07:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.07:38 að Mjódd fellur niður BSÍ kl.06:55, Mjódd kl. 07:10 að Hveragerði kl.07:47 fellur niður, ekið frá Hveragerði kl.07:47 á Selfoss. Hella - Hvolsvöllur fellur niður. Mjódd kl.08:00 fellur niður.Leið 57: Akranes kl.06:20 í Mjódd Borgarnes kl.06:52 í Mjódd Akranes kl.08:30 í Mjódd Mjódd kl.07:25 að Akranesi (BSÍ kl.07:05) Mjódd kl. 07:45 að Borgarnesi Mjódd kl.09:00 Næsta tilkynning kl. 09:30Leið 58: frá Stykkishólmi kl.07:47 að Borgarnesi frá Borgarnesi kl.09:15 í Stykkishólm Leið 79: frá Húsavík kl. 06:24 á Akureyri frá Akureyri kl.08:21 á HúsavíkLeið 82: frá Hellissandi kl.07:06 í Stykkishólm frá Stykkishólmi kl.10:06 að Hellissandi. Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og jafvel snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar. Óveður á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, sunnan Selfoss. Skoða á með opnun um Hellisheiði og Þrengsli um klukkan 8. Upplýsingar hafa ekki borist frá Vesturlandi. Ófært er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er ófært um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði og Steingrímsfirði. Þungfært er á Súðavíkurhlíð.Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum. Þungfært er á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er úr Berufirði vestur í Jökulsárlóni en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.Fréttin var uppfærð klukkan 07:57.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26 Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25 Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26
Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25
Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49