Sport

Svindlarar og þjófar fagna í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elena Nikitina er ein af þessum 28 sem eru komin úr lífstíðarbanni.
Elena Nikitina er ein af þessum 28 sem eru komin úr lífstíðarbanni. vísir/getty
Það eru margir reiðir eftir að íþróttadómstóllinn í Sviss ákvað að aflétta lífstíðarbanni af 28 rússneskum íþróttamönnum sem höfðu fallið á lyfjaprófi.

Á meðal þeirra er Bretinn Adam Pengilly sem er í alþjóða ólympíunefndinni.

„Þetta er dökkur dagur fyrir íþróttaheiminn. Svindlarar og þjófar fá að fagna í dag,“ sagði Pengilly harðorður.

„Íþróttadómstóllinn brást í þessu máli og við þurfum að skoða ítarlega hvernig kerfið okkar er og hvaða menn ráða þegar fólk sem tekur þátt í stærsta svindli í sögu Ólympíuleikanna sleppur með lágmarksrefsingu.“

169 Rússar hafa þegar fengið leyfi til þess að taka þátt á Vetrarólympíuleikunum sem óháðir keppendur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×