Innlent

Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsókn á málinu hófst í janúar þessa árs en kæra barst í ágúst á síðasta ári. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi.
Rannsókn á málinu hófst í janúar þessa árs en kæra barst í ágúst á síðasta ári. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi. Vísir/GVA
Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri, sem starfaði um áratugaskeið hjá Barnavernd, í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 9. febrúar næstkomandi.

Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum.

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór í morgun fram á að gæsluvarðhald yfirmanninum yrði framlengt.

Sjá einnig: Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi

Maðurinn er grunaður um gróft kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum.

Rannsókn á málinu hófst í janúar þessa árs en kæra barst í ágúst á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Maðurinn tilkynntur í fjórgang

Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga.

Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar.

Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli

Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×