Hækka verð fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll sé borgað við hlið Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2018 14:04 Dagurinn fer úr 1.250 krónum í 1.750 krónur á dag ef borgað er við hlið. Vísir/Pjetur Isavia mun um næstu mánaðarmót taka upp nýja gjaldskrá við bílastæðahlið við Keflavíkurflugvöll og mun verð fara úr 1.250 krónum í 1.750 krónur á dag ef borgað er við hliðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Nýtt bókunarkerfi hefur verið tekið upp á vef flugvallarins þar sem farþegar munu geta bókað bílastæði á flugvellinum fram í tímann á betra verði en þeir sem borga við hlið. Með bókunarkerfinu sé ætlunin að minnka líkurnar á því að stæðin fyllist á álagstímum á flugvellinum. „Lægsta verð sem er í boði núna ef bókað er á vefnum er hins vegar 940 kr. á dag, en verðið fer eftir eftirspurn á hverjum tíma. Þannig mun stór hluti farþega sem bóka bílastæði fá betra meðalverð á dag en áður hefur boðist auk þess sem farþegar geta gengið að bílastæðinu vísu,“ segir í tilkynningunni.Góð reynsla erlendis Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að kerfið sé þekkt á flugvöllum víða um heiminn og hafi verið í þróun og innleiðingu hjá Isavia í meira en ár. Hafi slík kerfi reynst afar vel á erlendum flugvöllum og þá sérstaklega þegar kemur að aðgangsstýringu á bílastæðin. „Þessi nýja leið mun vonandi verða til þess að Íslendingar nýti sér hana, bæði til að spara og sýna fyrirhyggju þegar kemur að ferðalaginu. Verðið sem viðkomandi fær fer þá eftir framboði og eftirspurn, það er hversu margir hafa bókað á undan á sama tíma. Því gefur augaleið að til að fá bílastæðið á sem bestu kjörum á álagstímum eins og um páska, í sumar og um jól er best að bóka með góðum fyrirvara,“ er haft eftir Hlyni.2.400 stæði Í farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll, sem kynnt var í nóvember síðastliðnum, er spáð töluverðri fjölgun íslenskra farþega sem ferðast um flugvöllinn. Á miklum álagstímum hefur það atvikast að bílastæðin við flugvöllinn hafa fyllst, en í dag eru langtímastæði 2.400 talsins. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Isavia mun um næstu mánaðarmót taka upp nýja gjaldskrá við bílastæðahlið við Keflavíkurflugvöll og mun verð fara úr 1.250 krónum í 1.750 krónur á dag ef borgað er við hliðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Nýtt bókunarkerfi hefur verið tekið upp á vef flugvallarins þar sem farþegar munu geta bókað bílastæði á flugvellinum fram í tímann á betra verði en þeir sem borga við hlið. Með bókunarkerfinu sé ætlunin að minnka líkurnar á því að stæðin fyllist á álagstímum á flugvellinum. „Lægsta verð sem er í boði núna ef bókað er á vefnum er hins vegar 940 kr. á dag, en verðið fer eftir eftirspurn á hverjum tíma. Þannig mun stór hluti farþega sem bóka bílastæði fá betra meðalverð á dag en áður hefur boðist auk þess sem farþegar geta gengið að bílastæðinu vísu,“ segir í tilkynningunni.Góð reynsla erlendis Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að kerfið sé þekkt á flugvöllum víða um heiminn og hafi verið í þróun og innleiðingu hjá Isavia í meira en ár. Hafi slík kerfi reynst afar vel á erlendum flugvöllum og þá sérstaklega þegar kemur að aðgangsstýringu á bílastæðin. „Þessi nýja leið mun vonandi verða til þess að Íslendingar nýti sér hana, bæði til að spara og sýna fyrirhyggju þegar kemur að ferðalaginu. Verðið sem viðkomandi fær fer þá eftir framboði og eftirspurn, það er hversu margir hafa bókað á undan á sama tíma. Því gefur augaleið að til að fá bílastæðið á sem bestu kjörum á álagstímum eins og um páska, í sumar og um jól er best að bóka með góðum fyrirvara,“ er haft eftir Hlyni.2.400 stæði Í farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll, sem kynnt var í nóvember síðastliðnum, er spáð töluverðri fjölgun íslenskra farþega sem ferðast um flugvöllinn. Á miklum álagstímum hefur það atvikast að bílastæðin við flugvöllinn hafa fyllst, en í dag eru langtímastæði 2.400 talsins.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira