Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 20:03 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/GVA Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hefur gert kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti sem dómari í máli í Landsrétti vegna vanhæfis. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að Vilhjálmur lagði þessa kröfu fram í Landsrétti á föstudag. Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Arnfríður er eiginkona Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Arnfríður er einn þriggja dómara í málinu sem verður tekið fyrir í Landsrétti á þriðjudag. Hinir tveir eru Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Vilhjálmur Hans er verjandi ákærða í málinu. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í samtali við Vísi að dómararnir í málinu muni taka afstöðu til málsins. Hann segir að þeir muni hittast á morgun og taka afstöðu til hvaða aðferð verði beitt í málinu. „Lögum samkvæmt tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það í hennar skaut ásamt þeim sem eru í málinu,“ segir Björn um Arnfríði og meðdómara hennar í málinu. Björn vildi að öðru leyti lítið tjá sig efnislega um málið. Sem fyrr segir var Arnfríður á meðal fjögurra dómara Landsréttar sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögu hæfnisnefndar. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraLögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara þvert á tillögu hæfnisnefndar. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Samkvæmt heimildum Vísis vísar Vilhjálmur Hans í nýlegan dóm almenns dómstóls Evrópubandalagsins þar sem kemur fram að ólögmæt skipun dómara geti leitt til þess að dómar hans verði ómerktir. Er einnig vísað í dóm EFTA-dómstólsins vegna annmarka á skipan norsks dómara. Krafa Vilhjálms er því reist á því að úr því að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málsmeðferðin við val dómsmálaráðherra hafi verið andstæð stjórnsýslulögum geti það leitt til þess að dómar Arnfríðar verði ómerktir. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hefur gert kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti sem dómari í máli í Landsrétti vegna vanhæfis. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að Vilhjálmur lagði þessa kröfu fram í Landsrétti á föstudag. Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Arnfríður er eiginkona Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Arnfríður er einn þriggja dómara í málinu sem verður tekið fyrir í Landsrétti á þriðjudag. Hinir tveir eru Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Vilhjálmur Hans er verjandi ákærða í málinu. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í samtali við Vísi að dómararnir í málinu muni taka afstöðu til málsins. Hann segir að þeir muni hittast á morgun og taka afstöðu til hvaða aðferð verði beitt í málinu. „Lögum samkvæmt tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það í hennar skaut ásamt þeim sem eru í málinu,“ segir Björn um Arnfríði og meðdómara hennar í málinu. Björn vildi að öðru leyti lítið tjá sig efnislega um málið. Sem fyrr segir var Arnfríður á meðal fjögurra dómara Landsréttar sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögu hæfnisnefndar. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraLögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara þvert á tillögu hæfnisnefndar. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Samkvæmt heimildum Vísis vísar Vilhjálmur Hans í nýlegan dóm almenns dómstóls Evrópubandalagsins þar sem kemur fram að ólögmæt skipun dómara geti leitt til þess að dómar hans verði ómerktir. Er einnig vísað í dóm EFTA-dómstólsins vegna annmarka á skipan norsks dómara. Krafa Vilhjálms er því reist á því að úr því að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málsmeðferðin við val dómsmálaráðherra hafi verið andstæð stjórnsýslulögum geti það leitt til þess að dómar Arnfríðar verði ómerktir.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
„Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05