Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. vísir/epa Talið er að ein milljón manna hafi mætt á Syntagma-torgið í Aþenu í gær til að mótmæla mögulegri sáttatillögu í deilum Grikkja og Makedóníumanna um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. Margir þeirra komu frá öðrum borgum eða löndum til að taka þátt í mótmælunum. Mótmælin eru hluti af 27 ára deilu milli gríska héraðsins Makedóníu, þar sem höfuðborgin er Þessalóníka, og sjálfstæða ríkisins Makedóníu. Ríkið varð hluti af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu tveimur árum áður. Var þá tekið upp nafnið Makedónía. Grikkir hafa mótmælt nafninu og segja að gríska héraðið Makedónía hafi borið það heiti allt frá því að Alexander mikli réð ríkjum þar frá árinu 336 fyrir Krist. Íbúar Aþenu hafa áhyggjur af því að Makedóníumenn geti síðar farið að gera tilkall til grísks landsvæðis og menningararfs. Sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum, Matthew Nimetz, hefur fundað með báðum aðilum og lagt fram sáttatillögur. Til dæmis að ríkið fái heitið Nýja-Makedónía. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, er að íhuga þennan kost. Ríkisstjórn hans hefur sagt að hún muni sætta sig við nafn sem aðgreini ríkið frá grísku Makedóníu. En margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. Deilan hefur orðið til þess að Makedónía hefur ekki getað gengið til liðs við alþjóðasamtök eins og Atlantshafsbandalagið, þar sem Grikkir neita að styðja inngöngu þeirra þangað til deilan um nafnið verður leyst. Sky-fréttastofan talaði við Alliu Sarellis, sem flaug alla leið frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælunum. „Makedónía er grísk og aðeins grísk,“ segir hún. „Þeir eru að reyna að stela sögunni,“ bætti hún við. Tugþúsundir lögreglumanna voru á vakt til þess að reyna að hafa heimil á mótmælunum. Í síðasta mánuði voru 90 þúsund manna mótmæli í Þessalóníku af sama tilefni. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Talið er að ein milljón manna hafi mætt á Syntagma-torgið í Aþenu í gær til að mótmæla mögulegri sáttatillögu í deilum Grikkja og Makedóníumanna um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. Margir þeirra komu frá öðrum borgum eða löndum til að taka þátt í mótmælunum. Mótmælin eru hluti af 27 ára deilu milli gríska héraðsins Makedóníu, þar sem höfuðborgin er Þessalóníka, og sjálfstæða ríkisins Makedóníu. Ríkið varð hluti af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu tveimur árum áður. Var þá tekið upp nafnið Makedónía. Grikkir hafa mótmælt nafninu og segja að gríska héraðið Makedónía hafi borið það heiti allt frá því að Alexander mikli réð ríkjum þar frá árinu 336 fyrir Krist. Íbúar Aþenu hafa áhyggjur af því að Makedóníumenn geti síðar farið að gera tilkall til grísks landsvæðis og menningararfs. Sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum, Matthew Nimetz, hefur fundað með báðum aðilum og lagt fram sáttatillögur. Til dæmis að ríkið fái heitið Nýja-Makedónía. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, er að íhuga þennan kost. Ríkisstjórn hans hefur sagt að hún muni sætta sig við nafn sem aðgreini ríkið frá grísku Makedóníu. En margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. Deilan hefur orðið til þess að Makedónía hefur ekki getað gengið til liðs við alþjóðasamtök eins og Atlantshafsbandalagið, þar sem Grikkir neita að styðja inngöngu þeirra þangað til deilan um nafnið verður leyst. Sky-fréttastofan talaði við Alliu Sarellis, sem flaug alla leið frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælunum. „Makedónía er grísk og aðeins grísk,“ segir hún. „Þeir eru að reyna að stela sögunni,“ bætti hún við. Tugþúsundir lögreglumanna voru á vakt til þess að reyna að hafa heimil á mótmælunum. Í síðasta mánuði voru 90 þúsund manna mótmæli í Þessalóníku af sama tilefni.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira