Annar hver íþróttamaður missir tökin á lífinu að ferlinum loknum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:30 Það getur verið erfitt að fara úr því að keppa meðal þeirra bestu í blákaldan hversdagsleikann og Kelly Holmes þekkir það manna best Vísir/Getty Helmingur allra íþróttamanna sem lagt hafa skóna, hanskana eða hvaða búnað sem er á hilluna hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu samkvæmt nýrri könnun á Englandi. Íþróttamannasamtökin (e. Professional Players' Federation) þar í landi lögðu könnunina fyrir 800 fyrrum íþróttamenn. Einn af hverjum tveimur sagði að þeim fyndist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu tveimur árum eftir að hafa lokið ferli sínum. „Ég týndi því hver ég var og hver tilgangur minn var,“ sagði tvöfaldur Ólympíumeistari Kelly Holmes sem hefur barist við þunglyndi síðan hún hætti og talað um það opinberlega. Aðeins þrír af hverjum 10 sem tóku þátt í könnunninni réðu því sjálfir hvenær þeir hættu. „Afþví ég þurfti að hætta vegna meiðsla þá leið mér eins og ég hefði verið rændur réttindum mínum og þeim draumi sem ég var að reyna að upplifa,“ sagði fyrrum atvinnumaður í rugby Ollie Phillips. „Þessi tilfinning að skipta máli og vera elskaður er tekinn í burtu og allt í einu ert þú ekki nógu góður. Þá ferðu í að elta vímuna sem getur gefið þér meira sjálfsálit.“ Mark Hunter, sem keppti fyrir Bretland í róðri á Ólympíuleikum, lýsti því hvernig það að lenda í síðasta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 hafði áhrif á hann. „Þetta var versti tímapunktur lífs míns. Ég var blankur og átti ekkert. Ég var oft að keyra eftir minna förnum vegum og hugsaði með mér að ef ég myndi lenda í slysi þá myndi það ekki skipta neinu máli, ég hafði farið og keppt á stærsta sviðinu og orðið síðastur.“ Hunter missti alla styrki sem hann hafði verið með frá ríkinu en þakkar þjálfurum íþróttafélagsins hans fyrir það að hafa komið honum í gegnum þennan tíma og aftur á meðal þeirra bestu. Hann vann síðar gull í Beijing 2008 og silfur í London 2012. Yfirmenn íþróttamála í Englandi segja mikið hafa verið gert á undanförnum árum til þess að hjálpa íþróttamönnum að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn. Crista Cullen, fyrrum verðlaunahafi í hokkí, sagði íþróttamenn ekki hugsa nógu mikið um hvað þeir ætli að gera eftir að ferlinum líkur. Aðrar íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
Helmingur allra íþróttamanna sem lagt hafa skóna, hanskana eða hvaða búnað sem er á hilluna hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu samkvæmt nýrri könnun á Englandi. Íþróttamannasamtökin (e. Professional Players' Federation) þar í landi lögðu könnunina fyrir 800 fyrrum íþróttamenn. Einn af hverjum tveimur sagði að þeim fyndist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu tveimur árum eftir að hafa lokið ferli sínum. „Ég týndi því hver ég var og hver tilgangur minn var,“ sagði tvöfaldur Ólympíumeistari Kelly Holmes sem hefur barist við þunglyndi síðan hún hætti og talað um það opinberlega. Aðeins þrír af hverjum 10 sem tóku þátt í könnunninni réðu því sjálfir hvenær þeir hættu. „Afþví ég þurfti að hætta vegna meiðsla þá leið mér eins og ég hefði verið rændur réttindum mínum og þeim draumi sem ég var að reyna að upplifa,“ sagði fyrrum atvinnumaður í rugby Ollie Phillips. „Þessi tilfinning að skipta máli og vera elskaður er tekinn í burtu og allt í einu ert þú ekki nógu góður. Þá ferðu í að elta vímuna sem getur gefið þér meira sjálfsálit.“ Mark Hunter, sem keppti fyrir Bretland í róðri á Ólympíuleikum, lýsti því hvernig það að lenda í síðasta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 hafði áhrif á hann. „Þetta var versti tímapunktur lífs míns. Ég var blankur og átti ekkert. Ég var oft að keyra eftir minna förnum vegum og hugsaði með mér að ef ég myndi lenda í slysi þá myndi það ekki skipta neinu máli, ég hafði farið og keppt á stærsta sviðinu og orðið síðastur.“ Hunter missti alla styrki sem hann hafði verið með frá ríkinu en þakkar þjálfurum íþróttafélagsins hans fyrir það að hafa komið honum í gegnum þennan tíma og aftur á meðal þeirra bestu. Hann vann síðar gull í Beijing 2008 og silfur í London 2012. Yfirmenn íþróttamála í Englandi segja mikið hafa verið gert á undanförnum árum til þess að hjálpa íþróttamönnum að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn. Crista Cullen, fyrrum verðlaunahafi í hokkí, sagði íþróttamenn ekki hugsa nógu mikið um hvað þeir ætli að gera eftir að ferlinum líkur.
Aðrar íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira