Gömul ummæli Tarantino um kynferðisbrot Roman Polanski valda usla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 21:15 Næsta mynd Tarantino mun meðal annars fjalla um morðið á Sharon Tate, þáverandi eiginkonu Roman Polanski. Vísir/Getty „Heyrðu, hún var til í þetta.“ Þannig hljómar fimmtán ára gömul útskýring leikstjórans Quentin Tarantino á brotum kollega síns Roman Polanski gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Orðin lét Tarantino falla í viðtali við Howard Stern og hafa þau vakið hörð viðbrögð eftir að vefmiðlar vestanhafs rifjuðu þau upp í vikunni. Tarantino hefur verið áberandi í miðlum síðustu vikuna vegna frásagnar leikkonunnar Umu Thurman af framkomu Tarantino við tökur á Kill Bill myndunum og þá sérstaklega í kringum bílslys sem olli henni töluverðum meiðslum. Tarantino baðst á mánudag afsökunar vegna slyssins en náði þó ekki að róa almenning lengi þar sem 15 ára gömul ummæli hans voru rifjuð upp í gær. „Hann nauðgaði ekki 13 ára stúlku. Þetta var samræði við stúlku undir lögaldri. Það er ekki nauðgun. Fyrir mér, þegar þú notar orðið nauðgun, þá ertu að tala um ofbeldi, henda þeim niður – það er einn ofbeldisfyllsti glæpur í heimi. Þú getur ekki farið frjálslega með orðið nauðgun. Það er eins og að fara frjálslega með orðið rasisti. Það á ekki alltaf við,“ heyrist Tarantino segja á upptökunni. Í viðtalinu frá 2003 heyrist Tarantino ræða við útvarpsmanninn Howard Stern og samstarfskonu hans Robin Quivers. Þau eiga eftirfarandi samtal eftir að Quivers minnir Tarantino á að fórnarlamb Polanski var lyfjuð og ölvuð þegar ofbeldið átti sér stað.Tarantino: Þannig var þetta alls ekki. Hún vildi þetta og deitaði hann og...Quivers: Hún var þrettán ára!Tarantino: Og meðan ég man, við erum að tala um siðferði Bandaríkjanna, ekki siðferði í Evrópu og allt það.Stern: Bíddu nú hægur. Ef þú stundar kynlíf með þrettán ára stúlku og þú ert fullorðinn maður, þá veistu að það er rangt.Quivers: ...gefur henni áfengi og pillur...Tarantino: Heyrðu, hún var til í þetta.Fólk fullt ógeðsMeðal þeirra sem hafa tjáð hneykslun sína á ummælum Tarantino er Melissa Silverstein, útgefandi Women in Hollywood, fréttavef sem leggur áherslu á jafnrétti í Hollywood. Hún segir fréttir síðustu daga af Tarantino marka vatnaskil í ferli hans sem geti haft varanleg áhrif. „Þetta virðist vera sögulegt. Ég held að fólk sé fullt ógeðs,“ sagði Silverstein í samtali við The Guardian. Hún segir marga karlmenn upphafða sem hugsjónamenn. „Sögurnar sem við höfum heyrt af þeim eru byggðar á menningu sem er ekki lengur ásættanleg. Við spyrjum okkur öll hvar þetta fólk sé og hvers vegna þessar kvikmyndir eru hlutir af okkar dægurmenningu. Við erum að segja að við viljum annars konar frásagnir.“ Velgengni Tarantino má að miklu leyti rekja til náins samstarfs við framleiðandann Harvey Weinstein sem er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna í Hollywood. Meðal þeirra sem hafa sakað Weinstein um ósiðlegt athæfi í sinn garð er Uma Thurman. Næsta kvikmynd Tarantino fjallar um Manson morðin. Eitt fórnarlamba Manson fjölskyldunnar svokölluðu var leikkonan Sharon Tate, þáverandi eiginkona Roman Polanski. Polanski játaði að hafa brotið gegn barni en flúði Bandaríkin og settist að í Frakklandi árið 1978 áður en dómur féll í málinu. MeToo Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
„Heyrðu, hún var til í þetta.“ Þannig hljómar fimmtán ára gömul útskýring leikstjórans Quentin Tarantino á brotum kollega síns Roman Polanski gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Orðin lét Tarantino falla í viðtali við Howard Stern og hafa þau vakið hörð viðbrögð eftir að vefmiðlar vestanhafs rifjuðu þau upp í vikunni. Tarantino hefur verið áberandi í miðlum síðustu vikuna vegna frásagnar leikkonunnar Umu Thurman af framkomu Tarantino við tökur á Kill Bill myndunum og þá sérstaklega í kringum bílslys sem olli henni töluverðum meiðslum. Tarantino baðst á mánudag afsökunar vegna slyssins en náði þó ekki að róa almenning lengi þar sem 15 ára gömul ummæli hans voru rifjuð upp í gær. „Hann nauðgaði ekki 13 ára stúlku. Þetta var samræði við stúlku undir lögaldri. Það er ekki nauðgun. Fyrir mér, þegar þú notar orðið nauðgun, þá ertu að tala um ofbeldi, henda þeim niður – það er einn ofbeldisfyllsti glæpur í heimi. Þú getur ekki farið frjálslega með orðið nauðgun. Það er eins og að fara frjálslega með orðið rasisti. Það á ekki alltaf við,“ heyrist Tarantino segja á upptökunni. Í viðtalinu frá 2003 heyrist Tarantino ræða við útvarpsmanninn Howard Stern og samstarfskonu hans Robin Quivers. Þau eiga eftirfarandi samtal eftir að Quivers minnir Tarantino á að fórnarlamb Polanski var lyfjuð og ölvuð þegar ofbeldið átti sér stað.Tarantino: Þannig var þetta alls ekki. Hún vildi þetta og deitaði hann og...Quivers: Hún var þrettán ára!Tarantino: Og meðan ég man, við erum að tala um siðferði Bandaríkjanna, ekki siðferði í Evrópu og allt það.Stern: Bíddu nú hægur. Ef þú stundar kynlíf með þrettán ára stúlku og þú ert fullorðinn maður, þá veistu að það er rangt.Quivers: ...gefur henni áfengi og pillur...Tarantino: Heyrðu, hún var til í þetta.Fólk fullt ógeðsMeðal þeirra sem hafa tjáð hneykslun sína á ummælum Tarantino er Melissa Silverstein, útgefandi Women in Hollywood, fréttavef sem leggur áherslu á jafnrétti í Hollywood. Hún segir fréttir síðustu daga af Tarantino marka vatnaskil í ferli hans sem geti haft varanleg áhrif. „Þetta virðist vera sögulegt. Ég held að fólk sé fullt ógeðs,“ sagði Silverstein í samtali við The Guardian. Hún segir marga karlmenn upphafða sem hugsjónamenn. „Sögurnar sem við höfum heyrt af þeim eru byggðar á menningu sem er ekki lengur ásættanleg. Við spyrjum okkur öll hvar þetta fólk sé og hvers vegna þessar kvikmyndir eru hlutir af okkar dægurmenningu. Við erum að segja að við viljum annars konar frásagnir.“ Velgengni Tarantino má að miklu leyti rekja til náins samstarfs við framleiðandann Harvey Weinstein sem er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna í Hollywood. Meðal þeirra sem hafa sakað Weinstein um ósiðlegt athæfi í sinn garð er Uma Thurman. Næsta kvikmynd Tarantino fjallar um Manson morðin. Eitt fórnarlamba Manson fjölskyldunnar svokölluðu var leikkonan Sharon Tate, þáverandi eiginkona Roman Polanski. Polanski játaði að hafa brotið gegn barni en flúði Bandaríkin og settist að í Frakklandi árið 1978 áður en dómur féll í málinu.
MeToo Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15
Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27