239 klappstýrur hvetja íþróttamenn Norður-Kóreu til dáða Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2018 22:18 Meðal þess sem yfirvöld litu til við val klappstýra var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kórea hefur sent 239 klappstýrur til Suður-Kóreu þar sem þær eiga að hvetja íþróttamenn ríkisins til dáða á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Þar sem einungis tíu íþróttamenn keppa fyrir Norður-Kóreu munu þær einnig styðja íþróttamenn Suður-Kóreu. Konurnar, sem voru allar í samræmdum klæðnaði, eru hluti af 280 manna sendinefnd sem fór yfir víggirt landamæri ríkjanna í dag.Samkvæmt frétt AFP fóru klappstýrurnar í gegnum ítarlegt valferli áður en þær voru sendar af stað. Meðal þess sem yfirvöld litu til var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. AFP segir klappstýrurnar hafa slegið í gegn í Suður-Kóreu og margir hafi hrósað þeim og kannski sérstaklega klæðnaði þeirra á samfélagsmiðlum í dag.Norður-Kórea hefur þrisvar sinnum áður sent klappstýrur á íþróttaviðburði í Suður-Kóreu. Það var árið 2002, 2003 og 2005. Ein af klappstýrunum árið 2005, Ri Sol-ju, er nú eiginkona Kim Jong Un. Klappstýrurnar ræddu lítið sem ekkert við fjölmiðla og aðra sem biðu þeirra og voru þær fluttar hratt og örugglega upp í rútur og á hótel í afskekktum bæ sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Pyeongchang.WATCH the 229 North Korean cheerleader arrive Read the full story: https://t.co/JNZDdlrjeMpic.twitter.com/OLhpzKYuut — AFP news agency (@AFP) February 7, 2018 Útlit er fyrir að Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og áróðursráðherra Norður-Kóreu, muni einnig heimsækja Suður-Kóreu á meðan ólympíuleikarnir standa yfir. Hún verður þá eini meðlimur Kim fjölskyldunnar sem ferðast hefur til Suður-Kóreu. Þó yfirvöld Suður-Kóreu hafi samþykkt að Norður-Kórea fái að taka þátt í ólympíuleikunum eru ekki allir sáttir við það þar í landi. Gagnrýnendur segja að Norður-Kórea hafi í raun stolið leikunum og noti þá í áróðursskyni. Norður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Norður-Kórea hefur sent 239 klappstýrur til Suður-Kóreu þar sem þær eiga að hvetja íþróttamenn ríkisins til dáða á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Þar sem einungis tíu íþróttamenn keppa fyrir Norður-Kóreu munu þær einnig styðja íþróttamenn Suður-Kóreu. Konurnar, sem voru allar í samræmdum klæðnaði, eru hluti af 280 manna sendinefnd sem fór yfir víggirt landamæri ríkjanna í dag.Samkvæmt frétt AFP fóru klappstýrurnar í gegnum ítarlegt valferli áður en þær voru sendar af stað. Meðal þess sem yfirvöld litu til var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. AFP segir klappstýrurnar hafa slegið í gegn í Suður-Kóreu og margir hafi hrósað þeim og kannski sérstaklega klæðnaði þeirra á samfélagsmiðlum í dag.Norður-Kórea hefur þrisvar sinnum áður sent klappstýrur á íþróttaviðburði í Suður-Kóreu. Það var árið 2002, 2003 og 2005. Ein af klappstýrunum árið 2005, Ri Sol-ju, er nú eiginkona Kim Jong Un. Klappstýrurnar ræddu lítið sem ekkert við fjölmiðla og aðra sem biðu þeirra og voru þær fluttar hratt og örugglega upp í rútur og á hótel í afskekktum bæ sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Pyeongchang.WATCH the 229 North Korean cheerleader arrive Read the full story: https://t.co/JNZDdlrjeMpic.twitter.com/OLhpzKYuut — AFP news agency (@AFP) February 7, 2018 Útlit er fyrir að Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og áróðursráðherra Norður-Kóreu, muni einnig heimsækja Suður-Kóreu á meðan ólympíuleikarnir standa yfir. Hún verður þá eini meðlimur Kim fjölskyldunnar sem ferðast hefur til Suður-Kóreu. Þó yfirvöld Suður-Kóreu hafi samþykkt að Norður-Kórea fái að taka þátt í ólympíuleikunum eru ekki allir sáttir við það þar í landi. Gagnrýnendur segja að Norður-Kórea hafi í raun stolið leikunum og noti þá í áróðursskyni.
Norður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira