Innlent

Bein útsending: Borgarlínan og uppbyggingarverkefnin

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Fundurinn fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Vísir/gva
Opinn kynningarfundur um Borgarlínu, sameiginlegu verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og uppbyggingarverkefni henni tengd, hefst í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur klukkan 8.30 og stendur til klukkan 10.

Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum að neðan, en þar verður farið yfir „hvernig öflugt almenningssamgöngukerfi tvinnast uppbyggingu borgarumhverfis,“ líkt og segir í kynningartexta.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar fundinn og síðan taka sérfræðingar í samgöngumálum við og segja frá þeirri vinnu sem unnin hefur verið og framundan er:

  • Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur, segir frá þeim valkostum sem skoðaðir hafa verið m.a. með ráðgjafafyrirtækinu COWI um staðsetningu Borgarlínu
  • Björn Axelsson skipulagsstjóri fer yfir þau uppbyggingaráform sem tengjast Borgarlínunni og hvernig þau verða möguleg með öflugu samgöngukerfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×