Einhver þykist vera Birgir á Snapchat og Tinder og biður stelpur um myndir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 09:00 Birgir Örn Breiðfjörð er einn þeirra sem hefur orðið fyrir óprúttnum aðilum á samfélagsmiðlum. Instagram/BiggiBreiðfjörð Sífellt fleiri dæmi eru um að óprúttnir aðilar taki ljósmyndir og persónuupplýsingar ófrjálsri hendi af samfélagsmiðlum einstaklinga og geri svo falska reikninga í þeirra nafni á miðlum eins og Snapchat, Instagram, Facebook og Tinder. Þar er látið líta út fyrir að viðkomandi sé notandi reikninganna þegar svo er ekki. Algengara er að þetta sé gert á Tinder og Snapchat þar sem virkni viðkomandi er ekki augljós og minna af upplýsingum sjáanlegar öðrum notendum.Óþægilegt að vita ekkertOft hafa þessir óprúttnu aðilar átt í samskiptum við fólk í nafni annarra í langan tíma áður en það kemst upp. Birgir Örn Breiðfjörð grafískur hönnuður er einn þeirra Íslendinga sem eru að kljást við svona mál. Einhver hafði tekið myndir og upplýsingar um staðsetningu, áhugamál og annað af Instagram-reikningnum hans og svo stofnað bæði Tinder og Snapchat aðgang í hans nafni. „Ég veit ekkert hvað hann er búinn að vera lengi að þessu eða hverja hann er búinn að vera að tala við eða hvers eðlis. Það er það sem er svo óþægilegt við þetta, maður veit ekkert í hvaða tilgangi er verið að nota auðkennið manns,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Fyrir rúmri viku hóf ókunnug stúlka samtal við Birgi á Facebook og virtist spjallið vera framhald af einhverju samtali sem hann kannaðist ekki við. Það kom svo í ljós að stúlkan taldi sig hafa átt í samskiptum áður við Birgi í gegnum Snapchat eða Tinder. Það var þá sem Birgir uppgötvaði að einhver væri að tala við fólk í hans nafni. „Hann hafði beðið hana um að senda myndir af sér og þegar hún óskaði eftir til baka þá auðvitað kemur ekkert frá honum nema bara myndir af Instagramminu mínu.“Skjáskot af Tinder þar sem nafn Birgis er notað og myndir af honum.Birgir Örn veit ekki hver stofnaði þessa aðganga og gerði færslu um málið á Facebook og bað vinkonur sínar að taka skjáskot ef þær myndu sjá falska aðganginn þar. Hann fékk í kjölfarið nokkur skjáskot. Þessi aðili er líka á Snapchat undir notendanafninu birgirbreid. Birgir Örn hafði strax samband við Tinder og Snapchat til þess að tilkynna fölsku aðgangana. Hann hvetur fólk sem verður fyrir slíku að leita líka til lögreglunnar. „Ég er búinn að tilkynna þetta til lögreglu og fá lögfræðing í málið. Þetta eru erfið mál en lögreglan er að skoða þetta, það eru fleiri svona mál í gangi.“Hvetja einstaklinga til að vera á varðbergiKnattspyrnumaðurinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason varð fyrir þessu á dögunum og sagði hann þetta alvarlegt brot á friðhelgi einkalífs síns. Fékk hann lögfræðing í málið og ætlaði að málið til lögreglu. Bubbi Morthens greindi frá því á síðasta ári að nethrellir hefði stofnað Instagram-reikning í sínu nafni og sent konum og stúlkum skilaboð. Hafði þessi aðili meðal annars stolið myndum af söngvaranum, eiginkonu og börnum. Bubbi reyndi að láta loka reikningnum en hann varð þá virkur aftur strax daginn eftir. Ef samfélagsmiðlarnir eru opnir öllum eru meiri líkur á að óprúttnir aðilar geti tekið þaðan myndir og upplýsingar með það að markmiði að blekkja aðra. Spending my fav time of the year with the best ones. I hope you all are having amazing holidays. Merry Christmas to you all . . . . . . #westfjords #iceland #christmas #holiday2017 #christmastree #xmas #love #happyholidays #family #qualitytime #suitup #menswear #bowtie #mensfashion #menshair #familylove #happymama #life #is #beauty #vegan #veganlife #veganchristmas #now A post shared by ↟ BIRGIR BREIDFJORD ↟ (@biggi_breidfjord) on Dec 24, 2017 at 11:33am PSTPóst- og fjarskiptastofnun heldur úti síðunni Netöryggi en þar má finna ýmsan fróðleik. Varðandi vernd á spjallrásum eru þar gefin nokkur ráð.Vertu á varðbergi því viðmælandi þinn er ekki endilega sá sem hann segist vera. - Mynd sem þú færð senda er engin trygging.Gefðu aldrei upp heimilisfang, símanúmer eða önnur viðkvæm gögn til ókunnugra.Hver sem er gæti hafa komist yfir aðgangsorð viðmælenda þíns og þóst vera hannEf þig grunar eitthvað misjafnt, spurðu viðmælandann um eitthvað sem eingöngu þið vitið.Gott er að opna eingöngu (allow) á samskipti við valda einstaklinga sem þú treystir.Til öryggis fyrir báða aðila er gott að hafa bæði hljóð og video á í spjallrásum.Hafðu í huga að viðmælandi þinn getur látið spjallforritið sitt skrá niður öll ykkar skriflegu samskiptiSettu inn endurbætur spjallforrita jafnóðum og þær bjóðast Lögreglumál Tengdar fréttir Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02 Bubbi ofsóttur af netníðingi "Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði.“ 1. nóvember 2017 19:46 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Sífellt fleiri dæmi eru um að óprúttnir aðilar taki ljósmyndir og persónuupplýsingar ófrjálsri hendi af samfélagsmiðlum einstaklinga og geri svo falska reikninga í þeirra nafni á miðlum eins og Snapchat, Instagram, Facebook og Tinder. Þar er látið líta út fyrir að viðkomandi sé notandi reikninganna þegar svo er ekki. Algengara er að þetta sé gert á Tinder og Snapchat þar sem virkni viðkomandi er ekki augljós og minna af upplýsingum sjáanlegar öðrum notendum.Óþægilegt að vita ekkertOft hafa þessir óprúttnu aðilar átt í samskiptum við fólk í nafni annarra í langan tíma áður en það kemst upp. Birgir Örn Breiðfjörð grafískur hönnuður er einn þeirra Íslendinga sem eru að kljást við svona mál. Einhver hafði tekið myndir og upplýsingar um staðsetningu, áhugamál og annað af Instagram-reikningnum hans og svo stofnað bæði Tinder og Snapchat aðgang í hans nafni. „Ég veit ekkert hvað hann er búinn að vera lengi að þessu eða hverja hann er búinn að vera að tala við eða hvers eðlis. Það er það sem er svo óþægilegt við þetta, maður veit ekkert í hvaða tilgangi er verið að nota auðkennið manns,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Fyrir rúmri viku hóf ókunnug stúlka samtal við Birgi á Facebook og virtist spjallið vera framhald af einhverju samtali sem hann kannaðist ekki við. Það kom svo í ljós að stúlkan taldi sig hafa átt í samskiptum áður við Birgi í gegnum Snapchat eða Tinder. Það var þá sem Birgir uppgötvaði að einhver væri að tala við fólk í hans nafni. „Hann hafði beðið hana um að senda myndir af sér og þegar hún óskaði eftir til baka þá auðvitað kemur ekkert frá honum nema bara myndir af Instagramminu mínu.“Skjáskot af Tinder þar sem nafn Birgis er notað og myndir af honum.Birgir Örn veit ekki hver stofnaði þessa aðganga og gerði færslu um málið á Facebook og bað vinkonur sínar að taka skjáskot ef þær myndu sjá falska aðganginn þar. Hann fékk í kjölfarið nokkur skjáskot. Þessi aðili er líka á Snapchat undir notendanafninu birgirbreid. Birgir Örn hafði strax samband við Tinder og Snapchat til þess að tilkynna fölsku aðgangana. Hann hvetur fólk sem verður fyrir slíku að leita líka til lögreglunnar. „Ég er búinn að tilkynna þetta til lögreglu og fá lögfræðing í málið. Þetta eru erfið mál en lögreglan er að skoða þetta, það eru fleiri svona mál í gangi.“Hvetja einstaklinga til að vera á varðbergiKnattspyrnumaðurinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason varð fyrir þessu á dögunum og sagði hann þetta alvarlegt brot á friðhelgi einkalífs síns. Fékk hann lögfræðing í málið og ætlaði að málið til lögreglu. Bubbi Morthens greindi frá því á síðasta ári að nethrellir hefði stofnað Instagram-reikning í sínu nafni og sent konum og stúlkum skilaboð. Hafði þessi aðili meðal annars stolið myndum af söngvaranum, eiginkonu og börnum. Bubbi reyndi að láta loka reikningnum en hann varð þá virkur aftur strax daginn eftir. Ef samfélagsmiðlarnir eru opnir öllum eru meiri líkur á að óprúttnir aðilar geti tekið þaðan myndir og upplýsingar með það að markmiði að blekkja aðra. Spending my fav time of the year with the best ones. I hope you all are having amazing holidays. Merry Christmas to you all . . . . . . #westfjords #iceland #christmas #holiday2017 #christmastree #xmas #love #happyholidays #family #qualitytime #suitup #menswear #bowtie #mensfashion #menshair #familylove #happymama #life #is #beauty #vegan #veganlife #veganchristmas #now A post shared by ↟ BIRGIR BREIDFJORD ↟ (@biggi_breidfjord) on Dec 24, 2017 at 11:33am PSTPóst- og fjarskiptastofnun heldur úti síðunni Netöryggi en þar má finna ýmsan fróðleik. Varðandi vernd á spjallrásum eru þar gefin nokkur ráð.Vertu á varðbergi því viðmælandi þinn er ekki endilega sá sem hann segist vera. - Mynd sem þú færð senda er engin trygging.Gefðu aldrei upp heimilisfang, símanúmer eða önnur viðkvæm gögn til ókunnugra.Hver sem er gæti hafa komist yfir aðgangsorð viðmælenda þíns og þóst vera hannEf þig grunar eitthvað misjafnt, spurðu viðmælandann um eitthvað sem eingöngu þið vitið.Gott er að opna eingöngu (allow) á samskipti við valda einstaklinga sem þú treystir.Til öryggis fyrir báða aðila er gott að hafa bæði hljóð og video á í spjallrásum.Hafðu í huga að viðmælandi þinn getur látið spjallforritið sitt skrá niður öll ykkar skriflegu samskiptiSettu inn endurbætur spjallforrita jafnóðum og þær bjóðast
Lögreglumál Tengdar fréttir Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02 Bubbi ofsóttur af netníðingi "Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði.“ 1. nóvember 2017 19:46 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02
Bubbi ofsóttur af netníðingi "Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði.“ 1. nóvember 2017 19:46
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent