Grænlensk stelpa vann sér sæti í Ólympíuliði Dana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2018 16:30 Laila Friis-Salling. Instagram/lailasalling Helmingur danska skíðaliðsins á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu er með sterk tengsl til Grænlands. Danska skíðasambandið sendir fjóra íþróttamenn á leikana en Danir eiga líka karla- og kvennalið í krullu og svo þrjá keppendur í skautahlaupi. Tveir Danir keppa í alpagreinum en svo eru einnig keppendurnir frá Grænlandi sem keppa í skíðagöngu og skíðafimi. Christoffer Faarup og Casper Dyrbye keppa í alpagreinum. Martin Möller keppir í síðagöngu og eina konan í skíðalandsliði Dana á ÓL í ár er hin grænlenska Laila Friis-Salling. Martin Möller er á sínum öðrum Ólympíuleikum en hann fluttist til Grænlands þegar hann var bara níu ára gamnall eða fyrir 28 árum síðan. Hin 32 ára gamla Laila Friis-Salling byrjaði bara að æfa skíði fyrir sex árum og á Grænlandi er engin aðstæða fyrir hana til að æfa síðafimina. Friis-Salling keppir í hálfpípu og til að undirbúa sig fyrir leikana þá hefur hún ferðast um heiminn í fjögur ár. „Ég hef æft með stelpum frá Hollandi og Nýja-Sjálandi af því að við höfum engna opinberan þjálfara í þessari grein í Danmörku. Við æfum saman og förum á heimsbikarmót saman,“ sagði Laila Friis-Salling við DR. „Ég hef á þessum tíma búið í Bandaríkjunum, Sviss, Austurríki og já bara þar sem er hálfpípubraut,“ sagði Friis-Salling. Þetta verður ekki fyrsta stórmótið hennar því hún keppti einnig á HM í Sierra Nevada í fyrra. Vetrarólympíuleikarnir fara fram frá 9. til 25. febrúar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Helmingur danska skíðaliðsins á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu er með sterk tengsl til Grænlands. Danska skíðasambandið sendir fjóra íþróttamenn á leikana en Danir eiga líka karla- og kvennalið í krullu og svo þrjá keppendur í skautahlaupi. Tveir Danir keppa í alpagreinum en svo eru einnig keppendurnir frá Grænlandi sem keppa í skíðagöngu og skíðafimi. Christoffer Faarup og Casper Dyrbye keppa í alpagreinum. Martin Möller keppir í síðagöngu og eina konan í skíðalandsliði Dana á ÓL í ár er hin grænlenska Laila Friis-Salling. Martin Möller er á sínum öðrum Ólympíuleikum en hann fluttist til Grænlands þegar hann var bara níu ára gamnall eða fyrir 28 árum síðan. Hin 32 ára gamla Laila Friis-Salling byrjaði bara að æfa skíði fyrir sex árum og á Grænlandi er engin aðstæða fyrir hana til að æfa síðafimina. Friis-Salling keppir í hálfpípu og til að undirbúa sig fyrir leikana þá hefur hún ferðast um heiminn í fjögur ár. „Ég hef æft með stelpum frá Hollandi og Nýja-Sjálandi af því að við höfum engna opinberan þjálfara í þessari grein í Danmörku. Við æfum saman og förum á heimsbikarmót saman,“ sagði Laila Friis-Salling við DR. „Ég hef á þessum tíma búið í Bandaríkjunum, Sviss, Austurríki og já bara þar sem er hálfpípubraut,“ sagði Friis-Salling. Þetta verður ekki fyrsta stórmótið hennar því hún keppti einnig á HM í Sierra Nevada í fyrra. Vetrarólympíuleikarnir fara fram frá 9. til 25. febrúar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira