Grænlensk stelpa vann sér sæti í Ólympíuliði Dana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2018 16:30 Laila Friis-Salling. Instagram/lailasalling Helmingur danska skíðaliðsins á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu er með sterk tengsl til Grænlands. Danska skíðasambandið sendir fjóra íþróttamenn á leikana en Danir eiga líka karla- og kvennalið í krullu og svo þrjá keppendur í skautahlaupi. Tveir Danir keppa í alpagreinum en svo eru einnig keppendurnir frá Grænlandi sem keppa í skíðagöngu og skíðafimi. Christoffer Faarup og Casper Dyrbye keppa í alpagreinum. Martin Möller keppir í síðagöngu og eina konan í skíðalandsliði Dana á ÓL í ár er hin grænlenska Laila Friis-Salling. Martin Möller er á sínum öðrum Ólympíuleikum en hann fluttist til Grænlands þegar hann var bara níu ára gamnall eða fyrir 28 árum síðan. Hin 32 ára gamla Laila Friis-Salling byrjaði bara að æfa skíði fyrir sex árum og á Grænlandi er engin aðstæða fyrir hana til að æfa síðafimina. Friis-Salling keppir í hálfpípu og til að undirbúa sig fyrir leikana þá hefur hún ferðast um heiminn í fjögur ár. „Ég hef æft með stelpum frá Hollandi og Nýja-Sjálandi af því að við höfum engna opinberan þjálfara í þessari grein í Danmörku. Við æfum saman og förum á heimsbikarmót saman,“ sagði Laila Friis-Salling við DR. „Ég hef á þessum tíma búið í Bandaríkjunum, Sviss, Austurríki og já bara þar sem er hálfpípubraut,“ sagði Friis-Salling. Þetta verður ekki fyrsta stórmótið hennar því hún keppti einnig á HM í Sierra Nevada í fyrra. Vetrarólympíuleikarnir fara fram frá 9. til 25. febrúar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira
Helmingur danska skíðaliðsins á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu er með sterk tengsl til Grænlands. Danska skíðasambandið sendir fjóra íþróttamenn á leikana en Danir eiga líka karla- og kvennalið í krullu og svo þrjá keppendur í skautahlaupi. Tveir Danir keppa í alpagreinum en svo eru einnig keppendurnir frá Grænlandi sem keppa í skíðagöngu og skíðafimi. Christoffer Faarup og Casper Dyrbye keppa í alpagreinum. Martin Möller keppir í síðagöngu og eina konan í skíðalandsliði Dana á ÓL í ár er hin grænlenska Laila Friis-Salling. Martin Möller er á sínum öðrum Ólympíuleikum en hann fluttist til Grænlands þegar hann var bara níu ára gamnall eða fyrir 28 árum síðan. Hin 32 ára gamla Laila Friis-Salling byrjaði bara að æfa skíði fyrir sex árum og á Grænlandi er engin aðstæða fyrir hana til að æfa síðafimina. Friis-Salling keppir í hálfpípu og til að undirbúa sig fyrir leikana þá hefur hún ferðast um heiminn í fjögur ár. „Ég hef æft með stelpum frá Hollandi og Nýja-Sjálandi af því að við höfum engna opinberan þjálfara í þessari grein í Danmörku. Við æfum saman og förum á heimsbikarmót saman,“ sagði Laila Friis-Salling við DR. „Ég hef á þessum tíma búið í Bandaríkjunum, Sviss, Austurríki og já bara þar sem er hálfpípubraut,“ sagði Friis-Salling. Þetta verður ekki fyrsta stórmótið hennar því hún keppti einnig á HM í Sierra Nevada í fyrra. Vetrarólympíuleikarnir fara fram frá 9. til 25. febrúar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira