Sátu fyrir góðkunningja lögreglunnar á Kársnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2018 13:30 Lögregla beið og sá hvort einhver myndi sækja fíkniefnin undir bílnum við grjótgarðinn á Kársnesi. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært 37 ára gamlan karlmann, Ívar Smára Guðmundsson, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa mánudaginn 3. október 2016 gert tilraun til að hafa í vörslu sínum 1,4 kíló af MDMA og 100 stykki af MDMA á töfluformi. Lögreglu barst tilkynning um að fíkniefni hefðu fundist í plastboxi undir bíl við grjótagarðinn á Kársnesi þann 3. október. Lagði lögreglan hald á fíkniefnin og kom gerviefnum fyrir í staðinn á sama stað og efnin fundust. Var fylgst með ferðum til og frá staðnum. Fór svo að Ívar Smári var handtekinn af lögreglu eftir að hann náði í plastboxið „sem hann taldi innihalda fíkniefnin“ eins og segir í ákæru. Telst brotið varða 173. grein a) almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að tólf ára fangelsi. Málið á hendur Ívari Smára Guðmundssyni verður þingfest þann 5. febrúar.Vísir/E.Ól. Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsi síðla sama árs fyrir fjölmörg rán, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó á Akureyri þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og Berki Birgissyni. Allir eiga þeir að baki þunga dóma fyrir ofbeldisbrot. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. febrúar. Lögreglumál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært 37 ára gamlan karlmann, Ívar Smára Guðmundsson, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa mánudaginn 3. október 2016 gert tilraun til að hafa í vörslu sínum 1,4 kíló af MDMA og 100 stykki af MDMA á töfluformi. Lögreglu barst tilkynning um að fíkniefni hefðu fundist í plastboxi undir bíl við grjótagarðinn á Kársnesi þann 3. október. Lagði lögreglan hald á fíkniefnin og kom gerviefnum fyrir í staðinn á sama stað og efnin fundust. Var fylgst með ferðum til og frá staðnum. Fór svo að Ívar Smári var handtekinn af lögreglu eftir að hann náði í plastboxið „sem hann taldi innihalda fíkniefnin“ eins og segir í ákæru. Telst brotið varða 173. grein a) almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að tólf ára fangelsi. Málið á hendur Ívari Smára Guðmundssyni verður þingfest þann 5. febrúar.Vísir/E.Ól. Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsi síðla sama árs fyrir fjölmörg rán, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó á Akureyri þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og Berki Birgissyni. Allir eiga þeir að baki þunga dóma fyrir ofbeldisbrot. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. febrúar.
Lögreglumál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent