Al-Sisi býður sig fram til endurkjörs í Egyptalandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. janúar 2018 12:26 Sisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn mjög sigurstranglegur. Vísir/AFP Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að hann hyggst bjóða sig fram til að gegna sínu öðru kjörtímabili sem forseti landsins. Forsetakosningar fara fram 26. – 28. mars en kosið verður aftur 24-26. apríl ef enginn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða í fyrstu kosningu. Framboðsfrestur rennur út í lok næstu viku.Efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki helstu markmið al-SisiSisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn sigurstranglegur. Ríkisstjórn hans hefur lagt áherslu á að koma á stöðugleika í landinu en gagnrýnendur hans segja að vinsældir hans hafi beðið hnekki eftir hagræðingar og niðurskurði. Andstæðingar hans hafa einnig bent á ófremdarástand hvað varðar þjóðaröryggismál og mannréttindabrot sem hann hefur framið í starfi. Þá hefur það einnig verið harðlega gagnrýnt að forsetinn skyldi gefa Saudi-Arabíu tvær eyjur í Rauðahafi. Stuðningsmenn hans segja þó að hann hafi lyft grettistaki á efnahag landsins og unnið að því að vinna bug á fátækt. Mikil fátækt er í Egyptalandi en fjórðungur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Mannréttindahópar hafa ítrekað sakað forsetann um mannréttindabrot, að fangelsa andstæðinga sína og fjölmiðlamenn.Átökin á Sínaí-skaga í brennidepliÞjóðaröryggismál eru í brennidepli fyrir komandi kosningar en átök hafa geisað á Sínaí-skaga á undanförnum árum. Hafa hermenn þar kljáðst við hryðjuverkamenn, meðal annars skæruliða hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Nokkrar fjöldaaftökur hafa átt sér stað í Egyptalandi vegna átaka á skaganum. Fimmtán menn voru teknir af lífi í desember eftir að hafa verið sakfelldir fyrir árás á hermann á Sínaí-skaga árið 2013 og fjórir menn voru teknir af lífi í þessum mánuði en þeir voru sakaðir um að hafa skipulagt sprengjuárás.Sami Anan, fyrrverandi herstjóri Egyptalands, tilkynnti forsetaframboð í dag.Vísir/AFP„Að byggja upp ríki tekur 16 til 20 ár, ég er að reyna að klára það á átta árum“Forsetinn stiklaði á stóru um afrek sín í embætti í yfirlýsingu sinni í gær. Lagði hann áherslu á fjárhagslegan viðsnúning eftir fjölmörg ár af pólitískum og efnahagslegum óstöðugleika. „Að byggja upp ríki tekur sextán til tuttugu ár, ég er að reyna að klára það á átta árum,“ sagði forsetinn. al-Sisi er fyrrverandi stjórnandi egypska hersins og fór fyrir valdaráni þegar Morsi var steypt af stóli. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Sisi varð forseti í kjölfarið árið 2014 þegar hann vann kosningarnar með 96,91 prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var hins vegar ekki nema 47% en 54 milljónir voru á kjörskrá. „Ég heiti því að komandi forsetakosningar verða frjálsar og gagnsæi haft að leiðarljósi. Allir frambjóðendur munu koma jafnir að borðinu,“ sagði Sisi.Sami Anan og Khaled Ali bjóða sig framFyrr í mánuðinum tilkynnti Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, að hann muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum. Shafik hafði legið undir feldi en hann hafði ítrekað verið orðaðu við embættið. Ahmed Shafik bauð sig fram til forseta í Egyptalandi árið 2012 en tapaði þeim kosningum naumlega fyrir Mohamed Morsi. Morsi gaf í kjölfarið út handtökuskipun á hendur Shafik. Í dag tilkynnti Sami Anan, fyrrverandi herstjóri landsins, að hann hyggst bjóða sig fram og þá hefur mannréttindalögfræðingurinn Khaled Ali einnig gefið kost á sér. Egyptaland Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að hann hyggst bjóða sig fram til að gegna sínu öðru kjörtímabili sem forseti landsins. Forsetakosningar fara fram 26. – 28. mars en kosið verður aftur 24-26. apríl ef enginn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða í fyrstu kosningu. Framboðsfrestur rennur út í lok næstu viku.Efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki helstu markmið al-SisiSisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn sigurstranglegur. Ríkisstjórn hans hefur lagt áherslu á að koma á stöðugleika í landinu en gagnrýnendur hans segja að vinsældir hans hafi beðið hnekki eftir hagræðingar og niðurskurði. Andstæðingar hans hafa einnig bent á ófremdarástand hvað varðar þjóðaröryggismál og mannréttindabrot sem hann hefur framið í starfi. Þá hefur það einnig verið harðlega gagnrýnt að forsetinn skyldi gefa Saudi-Arabíu tvær eyjur í Rauðahafi. Stuðningsmenn hans segja þó að hann hafi lyft grettistaki á efnahag landsins og unnið að því að vinna bug á fátækt. Mikil fátækt er í Egyptalandi en fjórðungur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Mannréttindahópar hafa ítrekað sakað forsetann um mannréttindabrot, að fangelsa andstæðinga sína og fjölmiðlamenn.Átökin á Sínaí-skaga í brennidepliÞjóðaröryggismál eru í brennidepli fyrir komandi kosningar en átök hafa geisað á Sínaí-skaga á undanförnum árum. Hafa hermenn þar kljáðst við hryðjuverkamenn, meðal annars skæruliða hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Nokkrar fjöldaaftökur hafa átt sér stað í Egyptalandi vegna átaka á skaganum. Fimmtán menn voru teknir af lífi í desember eftir að hafa verið sakfelldir fyrir árás á hermann á Sínaí-skaga árið 2013 og fjórir menn voru teknir af lífi í þessum mánuði en þeir voru sakaðir um að hafa skipulagt sprengjuárás.Sami Anan, fyrrverandi herstjóri Egyptalands, tilkynnti forsetaframboð í dag.Vísir/AFP„Að byggja upp ríki tekur 16 til 20 ár, ég er að reyna að klára það á átta árum“Forsetinn stiklaði á stóru um afrek sín í embætti í yfirlýsingu sinni í gær. Lagði hann áherslu á fjárhagslegan viðsnúning eftir fjölmörg ár af pólitískum og efnahagslegum óstöðugleika. „Að byggja upp ríki tekur sextán til tuttugu ár, ég er að reyna að klára það á átta árum,“ sagði forsetinn. al-Sisi er fyrrverandi stjórnandi egypska hersins og fór fyrir valdaráni þegar Morsi var steypt af stóli. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Sisi varð forseti í kjölfarið árið 2014 þegar hann vann kosningarnar með 96,91 prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var hins vegar ekki nema 47% en 54 milljónir voru á kjörskrá. „Ég heiti því að komandi forsetakosningar verða frjálsar og gagnsæi haft að leiðarljósi. Allir frambjóðendur munu koma jafnir að borðinu,“ sagði Sisi.Sami Anan og Khaled Ali bjóða sig framFyrr í mánuðinum tilkynnti Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, að hann muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum. Shafik hafði legið undir feldi en hann hafði ítrekað verið orðaðu við embættið. Ahmed Shafik bauð sig fram til forseta í Egyptalandi árið 2012 en tapaði þeim kosningum naumlega fyrir Mohamed Morsi. Morsi gaf í kjölfarið út handtökuskipun á hendur Shafik. Í dag tilkynnti Sami Anan, fyrrverandi herstjóri landsins, að hann hyggst bjóða sig fram og þá hefur mannréttindalögfræðingurinn Khaled Ali einnig gefið kost á sér.
Egyptaland Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent