Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir mansalsglæpamanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 19:06 Theresa ásamt eiginmanni sínum og börnunum þremur sem eru á aldrinum eins árs til sex ára. vísir/egill Fjölskyldan hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár og er yngsta barnið fætt hér á landi. Eldri börnin tvö stunda leik- og grunnskóla og faðirinn vinnur á bílaleigu. Í vikunni sem leið var kröfu um endurupptöku á máli þeirra hafnað þrátt fyrir að nú hafi þær upplýsingar komið fram að móðirin, Theresa Kusi Daban, sé fórnarlamb mansals og hafi verið neydd í vændi á Ítalíu. En eftir að hún kynntist eiginmanni sínum flúðu þau frá landinu. Meðal gagna málsins voru hótanir glæpamanna úr mansalshring sem starfar í Gana og Ítalu sem krefjast þess að Theresa borgi þeim þrjátíu þúsund evrur eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna og snúi aftur í vændið. Hér eru dæmi úr skilaboðunum sem bárust í gegnum samskiptaforritið Whatzapp sem tengist símanúmeri notanda.„Þú getur ekki flúið til Gana. Þar bíður Bahuma Vudu þín og hann er mjög reiður. Þú ert hvergi örugg. Komdu aftur til Ítalíu og farðu aftur í vændið.“„Theresa ekki reita okkur til reiði af því að þá munum við drepa börnin þín.“Theresa segir mansalsmafíuna sem starfar í löndunum tveimur afar öfluga. „Þannig að ef við förum til Afríku eða Ítalíu þá bíða þau mín. Ég held að enginn myndi mæta eldinum, þegar hann sér hann nálgast," segir Theresa. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, undrast að nefndin hafi ekki séð tilefni til að kanna gögnin nánar en höfnunin er byggð á því að skilaboðin hafi mátt falsa. „En þá spyr ég á móti: Hvaða gögn er ekki hægt að falsa? Það er hægt að falsa öll gögn. Það þýðir ekki að skyldan til að rannsaka þetta sé ekki til staðar,“ segir Magnús og bendir á að það hefði til dæmis verið hægt að hafa samband við ítölsk lögregluyfirvöld og símafyrirtæki til að rekja skilaboðin. Höfnunin byggir einnig á því að frásögn móðurinnar komi of seint í ferlinu. En Theresa segist hafa verið hrædd, full af skömm og ekki viljað að börnin hennar vissu af ofbeldinu. Nú þurfi hún aftur á móti að berjast fyrir lífi barna sinna. „Ef Útlendingastofnun vill að ég sé örugg ætti hún að hafa uppi á þeim og borga skuldina og svo getur hún sent mig þangað. Ef hún getur það ekki ætti hún að handtaka mig og setja mig í fangelsi og taka börnin mín til ættleiðingar. Ég veit að ég yrði örugg í fangelsinu og börnin mín hér á Íslandi. Ég myndi ekki deyja, heldur væri ég örugg,“ segir Theresa. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Fjölskyldan hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár og er yngsta barnið fætt hér á landi. Eldri börnin tvö stunda leik- og grunnskóla og faðirinn vinnur á bílaleigu. Í vikunni sem leið var kröfu um endurupptöku á máli þeirra hafnað þrátt fyrir að nú hafi þær upplýsingar komið fram að móðirin, Theresa Kusi Daban, sé fórnarlamb mansals og hafi verið neydd í vændi á Ítalíu. En eftir að hún kynntist eiginmanni sínum flúðu þau frá landinu. Meðal gagna málsins voru hótanir glæpamanna úr mansalshring sem starfar í Gana og Ítalu sem krefjast þess að Theresa borgi þeim þrjátíu þúsund evrur eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna og snúi aftur í vændið. Hér eru dæmi úr skilaboðunum sem bárust í gegnum samskiptaforritið Whatzapp sem tengist símanúmeri notanda.„Þú getur ekki flúið til Gana. Þar bíður Bahuma Vudu þín og hann er mjög reiður. Þú ert hvergi örugg. Komdu aftur til Ítalíu og farðu aftur í vændið.“„Theresa ekki reita okkur til reiði af því að þá munum við drepa börnin þín.“Theresa segir mansalsmafíuna sem starfar í löndunum tveimur afar öfluga. „Þannig að ef við förum til Afríku eða Ítalíu þá bíða þau mín. Ég held að enginn myndi mæta eldinum, þegar hann sér hann nálgast," segir Theresa. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, undrast að nefndin hafi ekki séð tilefni til að kanna gögnin nánar en höfnunin er byggð á því að skilaboðin hafi mátt falsa. „En þá spyr ég á móti: Hvaða gögn er ekki hægt að falsa? Það er hægt að falsa öll gögn. Það þýðir ekki að skyldan til að rannsaka þetta sé ekki til staðar,“ segir Magnús og bendir á að það hefði til dæmis verið hægt að hafa samband við ítölsk lögregluyfirvöld og símafyrirtæki til að rekja skilaboðin. Höfnunin byggir einnig á því að frásögn móðurinnar komi of seint í ferlinu. En Theresa segist hafa verið hrædd, full af skömm og ekki viljað að börnin hennar vissu af ofbeldinu. Nú þurfi hún aftur á móti að berjast fyrir lífi barna sinna. „Ef Útlendingastofnun vill að ég sé örugg ætti hún að hafa uppi á þeim og borga skuldina og svo getur hún sent mig þangað. Ef hún getur það ekki ætti hún að handtaka mig og setja mig í fangelsi og taka börnin mín til ættleiðingar. Ég veit að ég yrði örugg í fangelsinu og börnin mín hér á Íslandi. Ég myndi ekki deyja, heldur væri ég örugg,“ segir Theresa.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira